120. kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Far West, Missouri, 8. júlí 1838. Hún greinir frá hvernig farið skuli með tíundargreiðslu fólksins, sem nefnd er í fyrri opinberun, 119. kafla (History of the Church, 3:44).

  SANNLEGA, svo segir Drottinn: Tíminn er nú inni og úthlutun hennar skal annast ráð, sem æðsta forsætisráð kirkju minnar og biskupinn og ráð hans skipa, og háráðið og rödd mín til þeirra, segir Drottinn. Já, vissulega. Amen.