129. Kafli

Leiðbeiningar gefnar af spámanninum Joseph Smith í Nauvoo, Illinois, 9. febrúar 1843, sem gjöra kunnar þrjár aðalleiðir til að greina hið sanna eðli þjónustuengla og anda.

1–3, Á himni eru bæði upprisnir líkamar og andalíkamar; 4–9, Kynntar leiðir, hvernig þekkja má boðbera handan hulunnar.

 Tvenns konar verur eru á ahimni, sem sé: bEnglar, sem eru cupprisnar verur og hafa líkama af holdi og beinum —

 Jesús sagði til dæmis: Þreifið á mér og lítið á, því að andi hefur ekki ahold og bein, eins og þér sjáið mig hafa.

 Í öðru lagi: aAndar bréttvísra manna, sem orðið hafa fullkomnir, þeir sem ekki eru upprisnir, en erfa sömu dýrð.

 Þegar boðberi kemur og segist hafa boð frá Guði, bjóðið honum þá hönd yðar og biðjið hann að taka í hana.

 Sé hann engill, mun hann gjöra svo og þér munuð þá finna hönd hans.

 Sé hann andi réttvíss manns, sem gjörður er fullkominn, mun hann koma í dýrð sinni, því aðeins á þann hátt getur hann birst —

 Biðjið hann að taka í hönd yðar, en hann mun ekki hreyfa sig, þar eð það er andstætt reglu himins að réttlátur maður blekki. En hann mun samt flytja boð sín.

 Sé það adjöfullinn, í líki engils ljóssins, mun hann rétta yður hönd sína, þegar þér biðjið hann um það, og þér munuð ekkert finna. Þér munuð þannig afhjúpa hann.

 Þetta eru þær þrjár aðalleiðir, sem sýna yður hvort þjónusta er frá Guði komin.