26. kafli

Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith, Oliver Cowdery og John Whitmer í Harmony, Pennsylvaníu, í júlí 1830 (History of the Church, 1:104). (Sjá einnig formála að 24. kafla.)

1, Þeim er sagt að nema ritningarnar og prédika; 2, Lögmál almennrar samþykktar staðfest.

  SJÁ, ég segi yður, að þér skuluð helga tíma yðar því að nema ritningarnar, og prédika og styrkja kirkjuna í Colesville, og yrkja land yðar eins og með þarf, þar til þér farið vestur til að halda næstu ráðstefnu. Og þá mun yður sagt hvað gjöra skal.

  Og allt skal gjört með almennri samþykkt í kirkjunni, með heitum bænum og trú, því að allt skuluð þér meðtaka í trú. Amen.