37. kafli

Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith og Sidney Rigdon í grennd við Fayette, New York, í desember 1830 (History of the Church, 1:139). Hér eru gefin fyrstu fyrirmælin um samansöfnun í þessum ráðstöfunum.

1–4, Hinum heilögu sagt að safnast til Ohio.

  SJÁ, ég segi ykkur, að ykkar vegna og sakir óvinanna þykir mér ekki nauðsynlegt, að þið þýðið meira fyrr en þið farið til Ohio.

  Og enn segi ég ykkur, að þið skuluð ekki fara fyrr en þið hafið boðað fagnaðarerindi mitt í þessum landshlutum og hafið styrkt kirkjuna hvar sem hún finnst, og þá sérstaklega í Colesville, því að sjá, þeir biðja til mín í sterkri trú.

  Og enn fremur gef ég kirkjunni þau fyrirmæli, að mér þykir nauðsynlegt að þeir safnist saman í Ohio fram að þeim tíma, er þjónn minn Oliver Cowdery kemur aftur til þeirra.

  Sjá, hér er viska, og lát sérhvern mann velja fyrir sig sjálfan þar til ég kem. Já vissulega. Amen.