Ritningar
Kenning og sáttmálar 39


39. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til James Covel í Fayette, New York, 5. janúar 1831. James Covel, sem hafði verið meþódistaprestur í u.þ.b. fjörutíu ár, gjörði sáttmála við Drottin um að hlýðnast hverju því boði, sem Drottinn gæfi honum með spámanninum Joseph.

1–4, Hinir heilögu hafa mátt til að verða synir Guðs; 5–6, Að taka á móti fagnaðarerindinu er að taka á móti Kristi; 7–14, James Covel er boðið að láta skírast og starfa í víngarði Drottins; 15–21, Þjónar Drottins eiga að boða fagnaðarerindið fyrir síðari komuna; 22–24, Þeim sem taka á móti fagnaðarerindinu mun safnað saman um tíma og eilífð.

1 Heyrið og hlýðið á raust hans, sem er frá allri eilífð til allrar aeilífðar, hins mikla bÉg Er, já, Jesú Krists —

2 aLjós og líf heimsins. Ljós sem skín í myrkrinu og myrkrið skynjar það ekki —

3 Hinn sami og kom á ahádegisbaugi tímans til minna eigin, og mínir eigin tóku ekki á móti mér —

4 En öllum þeim, sem tóku á móti mér, veitti ég kraft til að verða asynir mínir. Og á sama hátt mun ég veita öllum þeim, sem taka á móti mér, kraft til að verða synir mínir.

5 Og sannlega, sannlega segi ég yður, að sá, sem tekur á móti fagnaðarerindi mínu, atekur á móti mér. Og sá, sem ekki tekur á móti fagnaðarerindi mínu, tekur ekki á móti mér.

6 Og þetta er afagnaðarerindi mitt — iðrun og skírn með vatni, og síðan kemur bskírn af eldi og heilögum anda, já, huggaranum, sem sýnir alla hluti og ckennir friðsæld ríkisins.

7 Og sjá, nú segi ég þér, þjónn minn aJames: Ég hef séð verk þín og ég þekki þig.

8 Og sannlega segi ég þér: Hjarta þitt er réttlátt fyrir mér á þessari stundu, og sjá, ég hef veitt þér ríkulegar blessanir —

9 Engu að síður hefur þú kynnst mikilli sorg, því að þú hefur hafnað mér mörgum sinnum vegna drambs og veraldlegra aáhyggjuefna.

10 En sjá, dagar lausnar þinnar eru upp runnir, ef þú vilt hlýða á rödd mína, sem segir við þig: Rís á fætur og lát askírast og lauga burtu syndir þínar. Ákalla nafn mitt og þú skalt hljóta anda minn og ríkulegri blessun en þú hefur áður þekkt.

11 Og gjörir þú þetta, hef ég búið þig undir enn stærra verk. Þú skalt boða fyllingu fagnaðarerindis míns, sem ég hef sent út á þessum síðustu dögum, sáttmálann, sem ég hef sent til að aendurheimta þjóð mína, sem er af ætt Ísraels.

12 Og svo ber við, að kraftur mun ahvíla yfir þér. Þú skalt öðlast sterka trú og ég mun vera með þér og ganga fyrir þér.

13 Þú ert kallaður til að avinna í víngarði mínum og byggja upp kirkju mína og bleiða fram Síon, svo að hún megi fagna á hæðunum og cblómstra.

14 Sjá, sannlega, sannlega segi ég þér: Þú ert ekki kallaður til að fara til landanna í austri, heldur ert þú kallaður til þess að fara til Ohio.

15 Og ef fólk mitt safnast saman í Ohio, hef ég geymt því slíka ablessun, sem ekki hefur þekkst meðal mannanna barna, og henni skal úthellt yfir það. Og þaðan skulu menn fara til ballra cþjóða.

16 Sjá, sannlega, sannlega segi ég þér, að fólkið í Ohio ákallar mig í sterkri trú, og telur að ég muni halda að mér höndum með dóm minn yfir þjóðunum, en ég get ekki afneitað orði mínu.

17 Beitið þess vegna öllum mætti yðar og kallið dygga verkamenn í víngarð minn, svo að hann megi asniðlaður verða í síðasta sinn.

18 Og sem þeir iðrast og meðtaka fyllingu fagnaðarerindis míns og helgast, svo mun ég halda að mér höndum með adóm minn.

19 Farið því og hrópið hárri röddu og segið: Himnaríki er í nánd, og hrópið: Hósanna! Blessað sé nafn hins æðsta Guðs!

20 Farið og skírið með vatni og greiðið mér veg fyrir akomu mína —

21 Því að tíminn nálgast. aDaginn né stundina bveit enginn maður, en vissulega kemur hún.

22 Og sá, sem tekur á móti þessu, tekur á móti mér, og þeim mun safnað til mín um tíma og eilífð.

23 Og enn fremur ber svo við, að þér munuð leggja ahendur yðar yfir alla þá, sem þér skírið með vatni, og þeir munu meðtaka bgjöf heilags anda og chuga að táknum dkomu minnar og þekkja mig.

24 Sjá, ég kem skjótt. Já, vissulega. Amen.