Ritningar
Kenning og sáttmálar 40


40. Kafli

Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith og Sidney Rigdon í Fayette, New York, 6. janúar 1831. Áður en þessi opinberun var skráð segir í sögu spámannsins: „Þar sem James Covel hafnaði orði Drottins og sneri aftur til fyrri trúarkenninga og fólks, gaf Drottinn mér og Sidney Rigdon eftirfarandi opinberun“ (sjá kafla 39).

1–3, Ótti við ofsóknir og veraldlega hluti veldur því að fagnaðarerindinu er hafnað.

1 Sjá, sannlega segi ég yður, að hjarta þjóns míns aJames Covel var réttlátt fyrir mér, því að hann gjörði sáttmála við mig um að hlýða orðum mínum.

2 Og hann atók á móti orðinu með gleði, en samstundis freistaði Satan hans og óttinn við bofsóknir og veraldlega hluti varð til þess, að hann chafnaði orðinu.

3 Hann rauf þess vegna sáttmála minn, og það er mitt að gjöra við hann eins og mér þóknast. Amen.