Ritningar
Kenning og sáttmálar 43


43. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, í febrúar 1831. Á þeim tíma höfðu nokkrir kirkjumeðlimir látið glepjast af fólki, sem ranglega fullyrti að það fengi opinberanir. Spámaðurinn leitaði til Drottins og fékk þessi orð, en þeim er beint til öldunga kirkjunnar. Fyrri hlutinn fjallar um mál er varðar stjórnlög kirkjunnar, en síðari hlutinn er aðvörun, sem öldungarnir skulu flytja þjóðum jarðar.

1–7, Opinberanir og boðorð berast aðeins með þeim sem útnefndur er; 8–14, Hinir heilögu helgast með því að breyta í öllu í heilagleika frammi fyrir Drottni; 15–22, Öldungarnir eru sendir út til að hrópa iðrun og búa menn undir hinn mikla dag Drottins; 23–28, Drottinn kallar á menn með sinni eigin röddu og með náttúruöflunum; 29–35, Þúsund ára ríkið mun koma og Satan verður bundinn.

1 Ó, hlýðið á, þér öldungar kirkju minnar, og ljáið eyra orðum þeim, sem ég mæli til yðar.

2 Því að sjá, sannlega, sannlega segi ég yður, að með honum, sem ég hef útnefnt til að meðtaka aboð og opinberanir frá mér, hafið þér fengið fyrirmæli sem blög kirkju minnar.

3 Og það skuluð þér vita með vissu — að enginn annar er yður útnefndur til að meðtaka boð og opinberanir, fyrr en hann verður burt numinn, ef hann reynist atrúr í mér.

4 En sannlega, sannlega segi ég yður, að aenginn annar skal útnefndur fyrir þessa gjöf, nema með honum, því að verði það tekið frá honum, mun hann ekki hafa vald til annars en að tilnefna annan í sinn stað.

5 Og þetta skal vera yður lög, að þér takið ekki á móti kenningum neinna, sem koma til yðar, sem opinberunum og boðum —

6 Og þetta gef ég yður, svo að þér látið ekki ablekkjast og megið vita, að þær eru ekki frá mér.

7 Því að sannlega segi ég yður, að sá, sem ég avígi, mun ganga inn um bhliðið og hljóta vígslu, eins og ég hef áður sagt yður, til að kenna þær opinberanir, sem þér hafið meðtekið og munuð meðtaka í gegnum þann, sem ég hef útnefnt.

8 Og sjá, nú gef ég yður fyrirmæli, að þegar þér komið saman skuluð þér afræða og uppbyggja hver annan, svo að þér megið vita hvað gjöra skal og hvernig stjórna skal kirkju minni, og hvernig fara skal eftir lögmálum þeim og boðum, sem ég hef gefið.

9 Og þannig skuluð þér fræðast um lög kirkju minnar og ahelgast af því, sem þér hafið meðtekið. Og þér skuluð skuldbinda yður til að breyta í öllu í heilagleika frammi fyrir mér —

10 Og sem þér gjörið þetta, svo mun dýrð abætast því ríki, sem þér hafið hlotið. En sem þér gjörið það eigi, svo skal það burtu btekið, já, það sem þér hafið meðtekið.

11 Hreinsið burtu þær amisgjörðir, sem meðal yðar eru. Helgið yður frammi fyrir mér —

12 Og ef þér þráið dýrðir ríkisins, þá skuluð þér tilnefna þjón minn Joseph Smith yngri og astyðja hann frammi fyrir mér með trúarbæn.

13 Og enn segi ég yður, að ef þér þráið aleyndardóma ríkisins, þá skuluð þér sjá honum fyrir fæði og klæði og hverju því, sem hann þarfnast til að ljúka því verki, sem ég hef boðið honum —

14 Og ef þér gjörið það eigi, skal hann verða með þeim, sem hafa tekið á móti honum, svo að ég megi geyma mér ahreint fólk.

15 Og enn segi ég, hlýðið á, þér öldungar kirkju minnar, sem ég hef útnefnt: Þér eruð ekki sendir út til að láta kenna yður, heldur til að akenna mannanna börnum það, sem ég hef falið yður í hendur með krafti banda míns —

16 Og þér skuluð hljóta akennslu frá upphæðum. bHelgið yður, og þér munuð cgæddir krafti, svo að þér megið af hendi láta, já, eins og ég hef talað.

17 Hlýðið á, því að sjá, hinn amikli bdagur Drottins er í nánd.

18 Því að sá dagur kemur, er Drottinn mun láta araust sína berast frá himni. Himnarnir munu bbifast og jörðin cnötra og dbásúna Guðs skal hljóma bæði hátt og lengi og segja sofandi þjóðunum: Þér heilagir, erísið á fætur og lifið. Þér syndarar, fsofið áfram þar til ég kalla aftur.

19 Girðið þess vegna lendar yðar, svo að þér finnist ei meðal hinna ranglátu.

20 Hefjið upp raust yðar og hlífist eigi. Kallið þjóðirnar til iðrunar, bæði aldna og unga, bæði ánauðuga og frjálsa og segið: Búið yður undir hinn mikla dag Drottins —

21 Því að ef ég, sem er maður, hef upp raust mína og kalla yður til iðrunar og þér forsmáið mig, hvað munuð þér segja þegar sá dagur kemur, er aþrumur láta raust sína berast frá endimörkum jarðar og tala í eyru allra sem lifa, og segja: Iðrist og búið yður undir hinn mikla dag Drottins?

22 Já, og enn fremur, þegar eldingar leiftra frá austri til vesturs og láta raust sína berast til allra er lifa, svo að klingir í eyrum allra, sem á hlýða, og þessi orð hljóma: Iðrist, því að hinn mikli dagur Drottins er kominn?

23 Og enn mun Drottinn láta raust sína berast frá himni og segja: Hlýðið á, ó, þér þjóðir jarðar, og heyrið orð þess Guðs, sem gjörði yður.

24 Ó, þér þjóðir jarðar, hversu oft hef ég viljað safna yður saman eins og ahæna safnar ungum sínum undir vængi sér, en þér bvilduð það eigi!

25 Hversu oft hef ég ahrópað til yðar með munni bþjóna minna og með cþjónustu engla og minni eigin raust, og með þrumuraust og með raust eldinga og með raust fellibyls og með raust jarðskjálfta og mikils hagléls og með raust hvers kyns dhungursneyðar og plágu og með sterkum hljómi básúnunnar og með raust dómsins og með raust emiskunnar, allan liðlangan daginn, og með raust dýrðar og heiðurs og ríkidæmis eilífs lífs, og hefði frelsað yður með fævarandi hjálpræði, en þér vilduð það eigi!

26 Sjá, sá dagur er upp runninn, er reiðibikar réttlátrar reiði minnar er fullur.

27 Sjá, sannlega segi ég yður, að þetta eru orð Drottins Guðs yðar.

28 Vinnið því, avinnið í víngarði mínum í síðasta sinn — kallið í síðasta sinn á íbúa jarðar.

29 Því að á mínum tíma mun ég akoma til jarðar til að dæma, og mitt fólk mun endurleyst og ríkja með mér á jörðu.

30 Því að hið mikla aþúsund ára ríki, sem ég hef talað um fyrir munn þjóna minna, mun koma.

31 Því að aSatan mun bbundinn, og þegar hann verður leystur aftur mun hann aðeins ríkja cskamma hríð, og síðan koma dendalok jarðar.

32 Og sá, sem lifir í aréttlæti, mun bbreytast á augabragði, og jörðin skal líða undir lok sem af eldi.

33 Og hinir ranglátu skulu fara í óslökkvandi aeld, og um endalok þeirra veit enginn maður á jörðu, né mun nokkurn tíma vita, fyrr en þeir koma fram fyrir mig til bdóms.

34 Hlýðið á þessi orð. Sjá, ég er Jesús Kristur, afrelsari heimsins. bVarðveitið þetta í hjörtum yðar og látið chátíðleika eilífðarinnar dhvíla í ehugum yðar.

35 Verið aárvakrir. Haldið öll mín boðorð. Já, vissulega. Amen.