Ritningar
Kenning og sáttmálar 48


48. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 10. mars 1831. Spámaðurinn hafði spurt Drottin hvaða aðferð skyldi beita við útvegun lands undir búsetu hinna heilögu, en þetta var mjög aðkallandi mál vegna aðflutnings kirkjumeðlima frá austurhluta Bandaríkjanna í hlýðni við fyrirmæli Drottins um að safnast til Ohio (sjá kafla 37:1–3; 45:64).

1–3, Hinir heilögu í Ohio eiga að deila löndum sínum með bræðrum sínum; 4–6, Hinir heilögu skulu kaupa land, byggja borg, og fylgja ráðum yfirmanna sinna.

1 Nauðsynlegt er að þér haldið að svo stöddu kyrru fyrir á dvalarstöðum yðar, eins og best hentar aðstæðum yðar.

2 Og ef þér eigið land, skuluð þér adeila því með bræðrum yðar úr austri —

3 Og ef þér eigið ekkert land, skuluð þér láta þá að svo stöddu kaupa það í nærliggjandi héruðum, eins og hentar þeim, því að óhjákvæmilegt hlýtur að vera, að þeir hafi stað til að búa á um stundarsakir.

4 Nauðsynlegt hlýtur að vera að þér sparið alla þá peninga, sem þér getið, og að þér í réttlæti aflið eins mikils og þér getið, svo að þér með tímanum getið akeypt erfðaland, jafnvel bborgina.

5 Staðurinn mun enn ekki opinberaður, en eftir að bræður yðar hafa komið úr austri, skulu aákveðnir menn útnefndir, og þeim mun gefið að bþekkja staðinn, eða þeim verður opinberað það.

6 Og þeir skulu tilnefndir til að kaupa löndin og byrja að leggja grundvöllinn að aborginni, og þá skuluð þér fara að safnast þangað með fjölskyldum yðar, sérhver maður með bfjölskyldu sína, eftir aðstæðum hans, og eins og forsætisráð og biskup kirkjunnar útnefna honum, í samræmi við lög þau og boð, sem þér hafið meðtekið, og þér munuð hér eftir meðtaka. Já, vissulega. Amen.