Ritningar
Kenning og sáttmálar 49


49. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Sidneys Rigdon, Parleys P. Pratt og Lemans Copley í Kirtland, Ohio, 7. maí 1831. Leman Copley hafði meðtekið fagnaðarerindið, en hélt enn fast við nokkrar af kenningum skekjara (Shakers eða Samfélag trúaðra á endurkomu Krists), en þeim hafði hann áður tilheyrt. Sumar trúarskoðanir skekjara voru þær, að síðari koma Krists væri þegar orðin veruleiki, og að hann hefði birst í mynd konu, Önnu Lee. Þeir töldu að skírn í vatni væri ekki nauðsynleg. Þeir afneituðu hjónabandi og trúðu á algert einlífi. Sumir skekjarar bönnuðu einnig kjötát. Sem formála að þessari opinberun segir í sögu Josephs Smith: „Til þess að fá fullan skilning á þessu efni, spurði ég Drottin, og tók á móti því sem hér fer á eftir.“ Opinberunin hrekur nokkrar af meginkenningum skekjaranna. Áðurnefndir bræður fóru með eintak af opinberuninni til skekjaranna (nálægt Cleveland, Ohio) og lásu hana alla fyrir þá, en henni var hafnað.

1–7, Dagur og stund komu Krists mun haldast ókunn, þar til hann kemur; 8–14, Menn verða að iðrast, trúa á fagnaðarerindið og fylgja helgiathöfnum til að öðlast sáluhjálp; 15–16, Hjónabandið er vígt af Guði; 17–21, Neysla kjöts samþykkt; 22–28, Síon mun blómstra og Lamanítar blómgast sem rós fyrir síðari komuna.

1 Hlýðið á orð mitt þjónar mínir, Sidney, Parley og Leman, því að sjá, sannlega segi ég yður, að ég gef yður fyrirmæli um að fara og aprédika fyrir skekjurum fagnaðarerindi mitt, sem þér hafið meðtekið, já, eins og þér hafið meðtekið það.

2 Sjá, ég segi yður, að þeir þrá að þekkja sannleikann að hluta, en ekki allan, því að þeir eru ekki aeinlægir gagnvart mér og verða að iðrast.

3 Þess vegna sendi ég yður, þjónar mínir Sidney og Parley, til að prédika þeim fagnaðarerindið.

4 Og þjónn minn Leman skal vígður til þessa verks, svo að hann geti rökrætt við þá, ekki samkvæmt því, sem hann hefur meðtekið frá þeim, heldur samkvæmt því, sem þér þjónar mínir skuluð akenna honum. Og með því að gjöra svo, mun ég blessa hann, ella mun honum ekki vel farnast.

5 Svo segir Drottinn: Því að ég er Guð og hef asent minn eingetna son í heiminn til að bendurleysa heiminn, og hef ákvarðað, að sá sem tekur á móti honum skuli hólpinn verða, en sá sem tekur ekki á móti honum skal cfordæmdur verða —

6 Og þeir hafa gjört eins og þá lysti við amannssoninn. Og hann hefur tekið vald sitt til bhægri handar cdýrðar sinnar, og ríkir nú á himnum, og mun sitja við völd þar til hann stígur niður til jarðar til að leggja alla óvini að dfótum sér. Og sá tími er í nánd —

7 Ég, Drottinn Guð, hef talað þetta. En adaginn og stundina veit enginn maður, né englar himins, né heldur munu þeir vita fyrr en hann kemur.

8 Þess vegna vil ég að allir menn iðrist, því að allir eru asyndugir, nema þeir sem ég hef geymt mér, bheilagir menn, sem þér vitið ekki um.

9 Þess vegna segi ég yður, að ég hef sent yður ævarandi asáttmála minn, já, þann, sem var frá upphafi.

10 Og það, sem ég hef heitið, hef ég uppfyllt, og aþjóðir jarðar munu blúta honum, ef ekki sjálfviljugar, þá skulu þær niðurlægjast, því að það, sem nú upphefur sjálft sig, skal cniðurlægt verða.

11 Þess vegna gef ég yður þau fyrirmæli, að afara út á meðal þessa fólks og segja því, eins og postuli minn til forna, sem nefndur var Pétur:

12 Trúið á nafn Drottins Jesú, sem var á jörðu og koma mun, upphafið og endirinn —

13 aIðrist og látið skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar syndanna, samkvæmt hinu heilaga boðorði —

14 Og hver sá, sem það gjörir, mun meðtaka agjöf heilags anda með bhandayfirlagningu öldunga kirkjunnar.

15 Og sannlega segi ég yður enn, að hver sá, sem abannar hjónabönd, er ekki vígður af Guði, því að bhjónabandið hefur Guð vígt manninum til handa.

16 Því er það lögmálinu samkvæmt, að hann hafi eina aeiginkonu, og þau tvö skulu vera beitt hold, og allt er þetta til þess að cjörðin nái tilgangi sköpunar sinnar —

17 Og svo að hún megi fyllast ákveðnum fjölda manna í samræmi við asköpun hans báður en heimurinn var skapaður.

18 Og sá, sem abannar bkjöt, að maðurinn skuli ekki neyta þess, er ekki vígður af Guði —

19 Því að sjá, adýr merkurinnar og fuglar loftsins og það, sem af jörðu kemur, er ætlað manninum til fæðu og klæðis, svo að hann hafi gnægð.

20 En ekki er einum manni ætlað að aeiga umfram annan, þess vegna liggur bheimurinn í synd.

21 Og vei þeim manni, sem að þarflausu aúthellir blóði eða sóar holdi.

22 Og sannlega segi ég yður enn, að mannssonurinn akemur hvorki í mynd konu, né karls, sem gengur um á jörðunni.

23 Látið þess vegna ekki ablekkjast, heldur haldið staðfastir áfram og blítið fram til þess, þá er himnarnir bifast og jörðin skelfur og veltist fram og aftur líkt og drukkinn maður, og cdalirnir lyftast og dfjöllin hjaðna og hamrarnir verða að jafnsléttum — og allt verður þetta, þegar engillinn þeytir ebásúnu sína.

24 En áður en hinn mikli dagur Drottins kemur, mun aJakob blómstra í eyðimörkinni og Lamanítarnir bblómgast sem rós.

25 Síon skal ablómstra á bhæðunum og fagna á fjöllunum og hún skal safnast saman á þeim stað, sem ég hef útnefnt.

26 Sjá, ég segi yður, farið eins og ég hef boðið yður, iðrist allra synda yðar. aBiðjið og yður mun gefast, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.

27 Sjá, ég mun fara fyrir yður og ég mun vera abakvörður yðar. Og ég mun verða bmitt á meðal yðar og þér verðið ekki csigraðir.

28 Sjá, ég er Jesús Kristur, og ég kem askjótt. Já, vissulega. Amen.