Ritningar
Kenning og sáttmálar 52


52. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til öldunga kirkjunnar í Kirtland, Ohio, 6. júní 1831. Ráðstefna hafði verið haldin í Kirtland, og hófst hún þann 3. en lauk hinn 6. júní. Á þessari ráðstefnu fór í fyrsta skipti fram sérstök vígsla til embættis háprests. Ákveðnar vísbendingar um falska og blekkjandi anda afhjúpaðar og víttar.

1–2, Næsta ráðstefna skal haldin í Missouri; 3–8, Ákveðnir öldungar nefndir til að ferðast saman; 9–11, Öldungarnir skulu kenna það sem postularnir og spámennirnir hafa ritað; 12–21, Þeir, sem upplýstir eru af andanum, bera ávexti lofgjörðar og visku; 22–44, Ýmsir öldungar nefndir til að fara og boða fagnaðarerindið á leið sinni til ráðstefnunnar í Missouri.

1 Sjá, svo segir Drottinn við öldunga þá, sem hann hefur akallað og útvalið með rödd anda síns á þessum síðustu dögum —

2 Og segir: Ég Drottinn, mun gjöra yður kunnugt um það sem ég vil að þér gjörið frá þessari stundu og fram að næstu ráðstefnu, sem haldin skal í Missouri, á alandi því sem ég mun bhelga fólki mínu, sem er cleifar Jakobs, og því sem er erfingjar samkvæmt dsáttmálanum.

3 Sannlega segi ég yður því: Lát þjóna mína, Joseph Smith yngri og Sidney Rigdon, hefja ferð sína strax og þeir eru tilbúnir að yfirgefa heimili sín og ferðast til Missourilands.

4 Og séu þeir trúir mér, mun þeim gjört kunnugt hvað þeir skuli gjöra —

5 Og séu þeir trúir, mun þeim einnig kunngjört aerfðaland yðar.

6 En séu þeir ekki trúir, skulu þeir útilokaðir, já, að vilja mínum, og eins og mér þóknast.

7 Og sannlega segi ég yður enn fremur: Lát þjón minn Lyman Wight og þjón minn John Corrill hefja ferð sína í skyndi —

8 Og einnig þjón minn John Murdock og þjón minn Hyrum Smith hefja ferð sína til sama staðar í gegnum Detroit.

9 Og lát þá ferðast þaðan og boða orðið á leið sinni og segja aaðeins það, sem bspámennirnir og postularnir hafa ritað, og það, sem chuggarinn kennir þeim fyrir trúarbæn.

10 Lát þá fara atvo og tvo og lát þá prédika þannig fyrir öllum söfnuðum á leið sinni, skíra með bvatni og með chandayfirlagningu á vatnsbakkanum.

11 Því að svo segir Drottinn: Ég mun með hraði ljúka verki minu í aréttlæti, því að þeir dagar koma, er ég mun dóm fella til sigurs.

12 Og lát þjón minn Lyman Wight gæta sín, því að Satan þráir að asálda hann sem hismi.

13 Og sjá, sá, sem er atrúr, skal yfir mikið settur.

14 Og enn fremur mun ég gefa yður forskrift að öllu, svo að þér látið eigi blekkjast. Því að Satan fer um landið og hann kemur og blekkir þjóðirnar —

15 Þess vegna mun ég ataka á móti hverjum þeim, sem biður með bsáriðrandi anda, ef hann virðir chelgiathafnir mínar.

16 Sá, sem talar með sáriðrandi anda og hógværri og uppbyggjandi tungu, hann er Guðs, ef hann virðir helgiathafnir mínar.

17 Og enn fremur mun sá, sem skelfur undan krafti mínum, gjörður astyrkur og bera ávöxt, lof og bvisku, í samræmi við þær opinberanir og þann sannleika, sem ég hef gefið yður.

18 Og enn fremur er sá ekki minn, sem lætur yfirbugast og aber ekki ávöxt, já, samkvæmt þessari forskrift.

19 Eftir þessari forskrift skuluð þér aþekkja andana í öllum efnum undir gjörvöllum himnunum.

20 Og þeir dagar eru komnir. Og í samræmi við trú mannanna skal við þá abreytt.

21 Sjá, þessi boð eru gefin öllum þeim öldungum, sem ég hef útvalið.

22 Og sannlega segi ég yður enn fremur: Lát einnig þjón minn aThomas B. Marsh og þjón minn Ezra Thayre hefja ferð sína og boða orðið á leið sinni til þessa sama lands.

23 Og lát enn fremur þjón minn Isaac Morley og þjón minn Ezra Booth hefja ferð sína og einnig boða orðið á leið sinni til þessa sama lands.

24 Og lát enn fremur þjóna mína aEdward Partridge og Martin Harris hefja ferð sína með þjónum mínum Sidney Rigdon og Joseph Smith yngri.

25 Lát þjóna mína David Whitmer og Harvey Whitlock einnig hefja ferð sína og prédika á leið sinni til þessa sama lands.

26 Og lát þjóna mína aParley P. Pratt og bOrson Pratt hefja ferð sína og prédika á leið sinni, já, til þessa sama lands.

27 Og lát þjóna mína Solomon Hancock og Simeon Carter einnig hefja ferð sína til þessa sama lands og prédika á leið sinni.

28 Lát þjóna mína Edson Fuller og Jacob Scott einnig hefja ferð sína.

29 Lát þjóna mína Leví W. Hancock og Zebedee Coltrin einnig hefja ferð sína.

30 Lát þjóna mína Reynolds Cahoon og Samuel H. Smith einnig hefja ferð sína.

31 Lát þjóna mína Wheeler Baldwin og William Carter einnig hefja ferð sína.

32 Og lát þjóna mína aNewel Knight og Selah J. Griffin báða vígjast og einnig hefja ferð sína.

33 Já, sannlega segi ég yður, lát alla þessa hefja ferð sína á einn stað, hver í sína átt, og einn maður skal ekki byggja á annars agrunni, né heldur feta í annars slóð.

34 Sá, sem er trúr, skal varðveittur og blessaður með ríkulegum aávexti.

35 Og ég segi yður enn fremur, lát þjóna mína Joseph Wakefield og Solomon Humphrey hefja ferð sína til landanna í austri —

36 Lát þá erfiða meðal ættingja sinna og ekkert aboða annað en spámennirnir og postularnir, það, sem þeir hafa bséð og heyrt og ctrúa með fullri vissu, svo að spádómarnir uppfyllist.

37 Það, sem veitt var Heman Basset, skal vegna brots hans frá honum atekið og veitt Simonds Ryder.

38 Og sannlega segi ég yður enn fremur, lát avígja Jared Carter til prests og einnig skal George James vígður bprestur.

39 Lát þá öldunga, sem eftir eru, avaka yfir söfnuðunum og boða orðið í nærliggjandi héruðum, og lát þá vinna með eigin höndum, svo að hvorki bhjáguðadýrkun né ranglæti tíðkist.

40 Og minnist í öllu hinna afátæku og bþurfandi, sjúku og aðþrengdu, því að sá, sem slíkt gjörir ei, er ekki lærisveinn minn.

41 Og lát enn fremur þjóna mína Joseph Smith yngri og Sidney Rigdon og Edward Partridge taka með sér ameðmæli frá kirkjunni. Og ein skulu og útgefin handa þjóni mínum Oliver Cowdery.

42 Og séuð þér trúir, skuluð þér því safnast saman til að fagna í landi aMissouri, sem er berfðaland yðar, en sem nú er land óvina yðar, já, eins og ég hef sagt.

43 En sjá, ég, Drottinn, mun hraða borginni á sínum tíma og mun krýna hina staðföstu með agleði og fögnuði.

44 Sjá, ég er Jesús Kristur, sonur Guðs, og ég mun alyfta þeim upp á efsta degi. Já, vissulega. Amen.