Ritningar
Kenning og sáttmálar 54


54. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Newels Knight í Kirtland, Ohio, 10. júní 1831. Meðlimir kirkjunnar sem bjuggu í Thompson, Ohio, voru ósammála um viss atriði varðandi helgun eigna. Eigingirni og ágirnd var greinileg. Eftir trúboð hans til skekjaranna (sjá formálsorð að kafla 49), hafði Leman Copley rofið sáttmála sinn um að helga hina stóru bújörð sína sem erfðaland fyrir hina heilögu, er komu frá Colesville, New York. Newel Knight (leiðtogi meðlimanna sem bjuggu í Thompson) og aðrir öldungar komu þar af leiðandi til spámannsins til að spyrjast fyrir um hvernig þeir skyldu bregðast við. Spámaðurinn leitaði til Drottins og fékk þessa opinberun, sem býður meðlimunum í Thompson að yfirgefa bújörð Lemans Copley og fara til Missouri.

1–6, Hinir heilögu verða að halda sáttmála fagnaðarerindisins til að njóta miskunnar; 7–10, Þeir verða að sýna þolinmæði í andstreymi.

1 Sjá, svo segir Drottinn, sjálfur aAlfa og Ómega, upphafið og endirinn, já, hann, sem var bkrossfestur vegna synda heimsins —

2 Sjá, sannlega, sannlega segi ég þér, þjónn minn Newel Knight, þú skalt standa fast í því embætti, sem ég hef útnefnt þér.

3 Og þrái bræður þínir að umflýja óvini sína, skulu þeir iðrast allra synda sinna og verða sannlega aauðmjúkir og sáriðrandi fyrir mér.

4 Og þar sem asáttmálinn, sem þeir gjörðu við mig, hefur verið rofinn, þá er hann bógildur og ómerkur.

5 En vei þeim, sem þessum arangindum veldur, því að betra hefði honum verið að drukkna í djúpi sjávar.

6 En blessaðir eru þeir, sem hafa haldið sáttmálann og virt boðorðið, því að þeir munu amiskunn hljóta.

7 Farið þess vegna og flýið landið, svo að óvinir yðar komi eigi yfir yður. Hefjið ferð yðar og tilnefnið þann, sem þér viljið sem leiðtoga yðar, og til að leggja út fé fyrir yður.

8 Og þannig skuluð þér hefja ferð yðar í vesturátt, til aMissourilands, að landamærum Lamaníta.

9 Og þegar ferð yðar lýkur, sjá, ég segi yður, skuluð þér leita alífsviðurværis eins og aðrir menn, þar til ég fyrirbý yður stað.

10 Og verið enn fremur aþolinmóðir í þrengingum þar til ég bkem. Og sjá, ég kem skjótt, og laun mín eru með mér, og þeir, sem árla hafa cleitað mín, skulu finna sálum sínum dhvíld. Já, vissulega. Amen.