Ritningar
Kenning og sáttmálar 63


63. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 30. ágúst 1831. Spámaðurinn, Sidney Rigdon og Oliver Cowdery höfðu komið til Kirtlands 27. ágúst úr heimsókn sinni til Missouri. Saga Joseph Smith lýsir þessari opinberun: „Á þessum bernskudögum kirkjunnar var mikill áhugi fyrir því að heyra orð Drottins í öllum þeim efnum, sem á einhvern hátt varðaði sáluhjálp okkar, og þar sem land Síonar var nú mikilvægasta stundlega málið á dagskrá, bað ég Drottin um frekari upplýsingar um samansöfnun hinna heilögu og kaup á landi og fleiri mál.“

1–6, Dagur heilagrar reiði mun koma yfir hina ranglátu; 7–12, Tákn verða fyrir trú; 13–19, Hinir hórsömu í hjarta munu afneita trúnni og þeim verður varpað í eldsdíki; 20, Hinir staðföstu hljóta arfleifð á ummyndaðri jörðunni; 21, Full frásögn af atburðunum á Ummyndunarfjallinu hefur enn ekki verið opinberuð; 22–23, Hinir hlýðnu hljóta leyndardóma ríkisins; 24–31, Arfleifð í Síon skal keypt; 32–35, Drottinn segir styrjaldir verða, og hinir ranglátu drepa hina ranglátu; 36–48, Hinir heilögu skulu safnast til Síonar og útvega fé til uppbyggingar hennar; 49–54, Hinum staðföstu eru tryggðar blessanir við síðari komuna, í upprisunni og í þúsund ára ríkinu; 55–58, Þetta er dagur viðvörunar; 59–66, Þeir, sem nota nafn Drottins án valdsumboðs, leggja nafn hans við hégóma.

1 Hlýðið á, ó, þér fólk, og opnið hjörtu yðar og leggið við eyru úr fjarlægð, og hlustið, þér sem kallið yður fólk Drottins, og heyrið orð Drottins og vilja hans varðandi yður.

2 Já, sannlega segi ég: Heyrið orð hans, sem reiðst hefur hinum ranglátu og auppreisnargjörnu —

3 Sem tekur þá, er hann vill ataka, og varðveitir líf þeirra, sem hann vill varðveita —

4 Sem byggir upp að eigin vild og hyggju, en tortímir, þegar honum þóknast, og er fær um að varpa sálinni niður til heljar.

5 Sjá, ég, Drottinn, læt raust mína hljóma og henni skal hlýtt.

6 Sannlega segi ég þess vegna: Hinir ranglátu skulu taka eftir og hinir uppreisnargjörnu óttast og skjálfa og hinir vantrúuðu loka munni sínum, því að dagur heilagrar areiði mun koma yfir þá sem bhvirfilvindur og allt hold skal cvita, að ég er Guð.

7 Og sá sem leitar tákna, mun sjá atákn, en ekki til sáluhjálpar.

8 Sannlega segi ég yður, til eru þeir á meðal yðar, sem leita tákna, og slíkir hafa verið allt frá upphafi —

9 En sjá, trú kviknar ekki af táknum, heldur fylgja tákn þeim, sem trúa.

10 Já, tákn verða fyrir atrú, ekki að vilja manna, né eins og þeim þóknast, heldur að vilja Guðs.

11 Já, táknin verða fyrir trú til máttugra verka, því að án atrúar þóknast enginn maður Guði, og sá sem vekur reiði Guðs nýtur ekki velþóknunar hans. Þess vegna sýnir hann slíkum engin tákn, nema í heilagri breiði þeim til cfordæmingar.

12 Þess vegna er ég, Drottinn, ekki ánægður með þá á meðal yðar, sem sóst hafa eftir táknum og undrum til að öðlast trú, en hvorki mönnum til góðs né mér til dýrðar.

13 Engu að síður gef ég boðorð, og margir hafa snúið frá boðorðum mínum og ekki haldið þau.

14 Á meðal yðar voru ahórkarlar og hórkerlingar, sum hver hafa snúið frá yður, en önnur eru enn á meðal yðar, en munu síðar afhjúpuð.

15 Slíkir skulu gæta sín og iðrast í skyndi, svo að dómur falli ekki yfir þá eins og snara, og heimska þeirra verði kunn og verk þeirra fylgi þeim fyrir augum manna.

16 Og sannlega segi ég yður, eins og ég hef áður sagt, hver sem alítur á konu með bgirndarhug, eða hver sem drýgir chór í hjarta sínu, mun ekki hafa andann, heldur afneita trúnni og skelfast.

17 Þess vegna hef ég, Drottinn, sagt, að hinir aóttaslegnu og vantrúuðu, og allir blygarar, og hver sem elskar og ciðkar lygi, og frillulífsmennirnir og töframennirnir, munu fá hlut sinn í ddíkinu, sem logar af eldi og brennisteini, og er hinn eannar dauði.

18 Sannlega segi ég, að þeir munu ekki eiga hlut í afyrstu upprisunni.

19 Og sjá nú. Ég, Drottinn, segi yður, að þér eruð ekki aréttlættir, vegna þess að slíkt finnst á meðal yðar.

20 Þó mun sá sigra, sem astendur stöðugur í trúnni og gjörir vilja minn, og hann mun og hljóta barf á jörðunni, þegar dagur ummyndunarinnar kemur —

21 Þegar ajörðin mun bummyndast, já, á þann hátt, sem sýndur var postulum mínum á cfjallinu, en fulla frásögn af því hafið þér enn ekki fengið.

22 Og sannlega segi ég yður nú: Ég sagði, að ég mundi kunngjöra yður vilja minn, sjá, því mun ég kunngjöra yður hann, ekki með boðorðum, því að margir gæta þess ekki að halda boðorð mín.

23 En honum, sem heldur boðorð mín, mun ég gefa aleyndardóma ríkis míns og þeir munu verða í honum sem lind blifandi vatns, er csprettur upp til ævarandi lífs.

24 Og sjá nú. Þetta er vilji Drottins Guðs yðar varðandi hans heilögu, að þeir safnist saman á landi Síonar, en ekki í flaustri, til að forðast megi glundroða, sem leiðir til plágu.

25 Sjá, land aSíonar — ég, Drottinn, held því í höndum mér —

26 Engu að síður greiði ég, Drottinn, akeisaranum það sem keisarans er.

27 Þess vegna vil ég, Drottinn, að þér kaupið löndin, svo að þér standið betur að vígi gagnvart heiminum og eigið kröfu á heiminn, og ekki verði unnt að reita hann til reiði.

28 Því að aSatan hvetur hjörtu þeirra til reiði gegn yður og til úthellingar blóðs.

29 Þess vegna fæst land Síonar aðeins með kaupum eða blóði, ella verður ekki um neinn arf að ræða handa yður.

30 Og verði það með kaupum, sjá, þá eruð þér blessaðir —

31 En verði það með blóði, takið eftir, þá koma óvinir yðar yfir yður og þér verðið hraktir borg úr borg og úr einu samkomuhúsinu í annað, og aðeins fáir standa og veita arfi viðtöku, því að yður er bannað að úthella blóði.

32 Ég Drottinn, er reiður hinum ranglátu. Ég held anda mínum frá íbúum jarðar.

33 Ég hef svarið í heilagri reiði minni og ákvarðað astríð á yfirborði jarðar, og hinir ranglátu munu drepa hina ranglátu og allir menn munu slegnir ótta —

34 Og hinir aheilögu fá einnig vart undan komist. Engu að síður er ég, Drottinn, með þeim og mun bkoma niður í himni úr návist föður míns og eyða hinum cranglátu í óslökkvandi deldi.

35 Og sjá, þetta er enn ókomið, en verður er tímar líða.

36 Með tilliti til þess að ég, Drottinn, hef ákvarðað allt þetta á yfirborði jarðar, vil ég því að mínir heilögu safnist saman á landi Síonar —

37 Og að sérhver maður taki aréttlætið sér í hönd og staðfestu um lendar sér og hefji upp baðvörunarraust til íbúa jarðar og boði, bæði með orði og með cflótta, að eyðing komi yfir hina ranglátu.

38 Lát því lærisveina mína í Kirtland, sem búa á þessari bújörð, ganga frá stundlegum málum sínum.

39 Lát þjón minn Titus Billings, sem annast hana, selja landið, svo að hann verði á komanda vori reiðubúinn að hefja ferð sína upp til Síonarlands, ásamt þeim, sem þar dvelja, að þeim frátöldum, sem ég mun geyma mér, og ekki munu fara, fyrr en ég býð þeim.

40 Og lát senda allt það fé, sem spara má — það skiptir mig engu hvort það er lítið eða mikið — til Síonarlands, til þeirra, sem ég hef útnefnt til að veita því viðtöku.

41 Sjá, ég Drottinn, gef þjóni mínum Joseph Smith yngri kraft til að geta agreint með andanum hverjir fari upp til Síonarlands og hverjir lærisveina minna verði eftir.

42 Lát þjón minn Newel K. Whitney halda enn um hríð verslun sinni, eða með öðrum orðum versluninni.

43 Lát hann engu að síður afhenda allt það fé, sem hann getur af hendi látið, að það verði sent til Síonarlands.

44 Sjá, þetta er í hans eigin höndum, lát hann breyta samkvæmt visku.

45 Sannlega segi ég, lát vígja hann erindreka þeirra lærisveina, sem eftir verða, og hann skal vígður þessu valdi —

46 Og vitja í skyndi safnaðanna ásamt þjóni mínum Oliver Cowdery og útskýra þetta fyrir þeim. Sjá, það er vilji minn, að aflað sé fjár eins og ég hef sagt fyrir um.

47 Sá, sem er atrúr og stendur stöðugur, mun sigra heiminn.

48 Sá, sem sendir fjársjóði upp til Síonarlands, mun aarf hljóta í þessum heimi, og verk hans munu fylgja honum og einnig laun í komanda heimi.

49 Já, og blessaðir eru þeir, sem eftirleiðis adeyja í Drottni, þegar Drottinn kemur og hið aldna blíður undir lok og allt verður nýtt. Þeir munu crísa frá dauðum og eigi aftur ddeyja, og hljóta arf hjá Drottni í hinni helgu borg.

50 Og ablessaður er sá, sem lifir þegar Drottinn kemur og hefur varðveitt trúna. Engu að síður er honum ætlað að bdeyja, þegar hann nær fullum mannsaldri.

51 Þannig munu abörn bvaxa upp til gamalsaldurs. Aldnir menn deyja, en þeir munu ekki sofa í moldu, heldur cbreytast á einu augabragði.

52 Vegna þessa prédikuðu postularnir heiminum upprisu hinna dauðu.

53 Þetta er það, sem þér verðið að huga að, og mælt að hætti Drottins er það í anánd og í náinni framtíð, já, á komudegi mannssonarins.

54 Og fram að þeirri stundu verða fávísar ameyjar á meðal hinna vitru. Og á þeirri stundu verður algjör aðskilnaður hinna réttlátu og hinna ranglátu, og á þeim degi mun ég senda engla mína til að btína úr hina ranglátu og kasta þeim í óslökkvandi eld.

55 Og sjá nú. Sannlega segi ég yður, ég, Drottinn, er ekki ánægður með þjón minn aSidney Rigdon. Hann bupphóf sjálfan sig í hjarta sínu og þáði engin ráð, heldur hryggði andann —

56 Þess vegna er arit hans Drottni ekki þóknanlegt og hann verður að umskrifa það. Og veiti Drottinn því ekki viðtöku, sjá, þá stendur hann ekki lengur í því embætti, sem ég hef útnefnt hann til.

57 Og sannlega segi ég yður enn, að aþeir sem af hógværð þrá í hjarta sínu að baðvara syndara, svo að þeir iðrist, þeir skulu vígðir til þess valds.

58 Því að þetta er dagur viðvörunar, en ekki dagur margra orða. Því að ég, Drottinn, læt ekki að mér hæða á síðustu dögum.

59 Sjá, ég er frá upphæðum, en vald mitt er undir niðri. Ég er ofar öllu og í öllu og með öllu og ég arannsaka allt, og sá dagur kemur að allt verður mér undirgefið.

60 Sjá, ég er aAlfa og Ómega, sjálfur Jesús Kristur.

61 Allir menn skulu þess vegna gæta þess hvernig þeir taka anafn mitt sér á varir —

62 Því að sjá. Sannlega segi ég, að margir eru undir þessa fordæmingu settir, sem nota nafn Drottins án þess að hafa til þess vald og leggja það þannig við hégóma.

63 Lát því kirkjuna iðrast synda sinna, og ég, Drottinn, mun eiga þá, ella munu þeir útilokast.

64 Hafið hugfast, að það sem að ofan kemur er aheilagt og verður að bsegjast með gætni og eins og andinn býður, og í þessu felst engin fordæming, og þér meðtakið andann cmeð bæn. En án þessa varir því fordæmingin.

65 Lát þjóna mína Joseph Smith yngri og Sidney Rigdon leita sér heimilis eins og andinn kennir þeim í abæn.

66 Allt þetta skal vinnast með þolinmæði, svo að slíkir fái hlotið adýrð í ríkari mæli og eilífari bmæli, en frekari fordæming ella. Amen.