Ritningar
Kenning og sáttmálar 73


73. Kafli

Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith og Sidney Rigdon í Hiram, Ohio, 10. janúar 1832. Frá því snemma í desember síðast liðnum höfðu spámaðurinn og Sidney verið önnum kafnir við að prédika, og á þann hátt tókst að lægja þær öldur, sem risið höfðu gegn kirkjunni (sjá formála að kafla 71).

1–2, Öldungarnir skulu halda áfram að prédika; 3–6, Joseph Smith og Sidney Rigdon skulu halda áfram að þýða Biblíuna, þar til því er lokið.

1 Því að sannlega segir Drottinn svo: Ég tel nauðsynlegt, að aþeir haldi áfram að prédika fagnaðarerindið og hvetja söfnuðina í nærliggjandi héruðum, fram að ráðstefnu —

2 Og sjá, þá munu þeim kunngjörð með arödd ráðstefnunnar hin ýmsu ætlunarverk sín.

3 Sannlega segi ég yður nú, þjónar mínir Joseph Smith yngri og Sidney Rigdon, svo segir Drottinn: aNauðsynlegt er að hefja bþýðingar á ný —

4 Og svo sem unnt er að prédika í nærliggjandi héruðum fram að ráðstefnu, og eftir það er nauðsynlegt að halda þýðingarstarfinu áfram, þar til því er lokið.

5 Og þetta skal vera öldungunum til eftirbreytni, þar til frekari vitneskja hlýst, já, eins og ritað er.

6 Nú veiti ég yður ekki meira í þetta sinn. aGirðið lendar yðar og verið árvakrir. Já, vissulega. Amen.