79. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Hiram, Ohio, 12. mars 1832.

1–4, Jared Carter er kallaður til að prédika fagnaðarerindið með huggaranum.

 Sannlega segi ég yður, að það er vilji minn, að þjónn minn Jared Carter fari aftur til landsvæðanna í austri, fari stað úr stað og borg úr borg, í krafti þeirrar avígslu, sem hann hefur verið vígður, og kunngjöri gleðitíðindin um mikinn fögnuð, já, hið ævarandi fagnaðarerindi.

 Og ég mun senda honum ahuggarann, sem kennir honum sannleikann og segir honum hvert halda skal —

 Og reynist hann trúr, mun ég enn krýna hann með kornbindum.

 Ver þess vegna glaður í hjarta, þjónn minn Jared Carter, og aóttast ei, segir Drottinn þinn, sjálfur Jesús Kristur. Amen.