Ritningar
Kenning og sáttmálar 8


8. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Olivers Cowdery í Harmony, Pennsylvaníu, í apríl 1829. Oliver, sem hélt áfram að þjóna sem ritari við þýðingu Mormónsbókar og skráði niður það sem spámaðurinn las honum fyrir, óskaði eftir að öðlast þýðingargjöfina. Drottinn svaraði bæn hans með því að veita honum þessa opinberun.

1–5, Opinberun fæst fyrir kraft heilags anda; 6–12, Með trú fæst þekking á leyndardómum Guðs og kraftur til að þýða fornar heimildir.

1 aOliver Cowdery, sannlega, sannlega segi ég þér, að eins víst og Drottinn lifir, sem er Guð þinn og lausnari, já, jafn vissulega skalt þú öðlast bvitneskju um allt það, sem þú í trú og af einlægu hjarta cspyrð um, og í trú á að þú öðlist vitneskju um áletranir gamalla dheimildarita, sem eru forn og innihalda þá hluta ritninga minna, sem um hefur verið talað fyrir eopinberun anda míns.

2 Já, sjá, ég mun asegja þér í huga þínum og bhjarta, með cheilögum anda, sem koma mun yfir þig og dvelja í hjarta þínu.

3 Sjá, þetta er andi opinberunar. Sjá, með þeim anda leiddi Móse Ísraelsmenn yfir aRauðahafið sem þurrt land væri.

4 Þetta er þess vegna gjöf þín. Notaðu hana, og blessaður ert þú, því að hún mun bjarga þér úr höndum óvina þinna, þegar þeir mundu drepa þig og tortíma sál þinni, ef þú hefðir hana ekki.

5 Ó, haf þessi aorð hugföst og hald boðorð mín. Mundu að þetta er gjöf þín.

6 Þetta er ekki eina gjöf þín, því að þú hefur aðra gjöf, sem er gjöf Arons. Sjá, hún hefur sagt þér margt —

7 Sjá, enginn kraftur annar en kraftur Guðs getur valdið því að gjöf Arons sé með þér.

8 Efast þess vegna eigi, því að þetta er gjöf Guðs, og þú skalt halda henni í höndum þér og vinna undursamleg verk. Og enginn kraftur getur tekið hana úr höndum þér, því að hún er verk Guðs.

9 Og hvað sem þú þess vegna biður mig að segja þér, á þennan hátt, það mun ég veita þér og þú munt fá vitneskju um það.

10 Haf hugfast að án atrúar getur þú ekkert gjört. Bið þess vegna í trú. Far ekki léttúðlega með þetta. bBið ekki um það sem þú ættir ekki að biðja um.

11 Bið um að fá að þekkja leyndardóma Guðs og að geta aþýtt og öðlast þekkingu frá öllum þessum fornu heimildaritum, sem hulin hafa verið og helg eru. Og í samræmi við trú þína skal þér veitast.

12 Sjá, það er ég sem hef talað þetta, og ég er hinn sami og talað hef til þín frá upphafi. Amen.