81. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Hiram, Ohio, 15. mars 1832. Frederick G. Williams er kallaður til að vera háprestur og ráðgjafi í forsætisráði hins háa prestdæmis. Skráð sagan sýnir, að þegar þessi opinberun var gefin í mars 1832, kallaði hún Jesse Gause í embætti ráðgjafa Josephs Smith í forsætisráðinu. Þegar það síðan brást, að hann starfaði í samræmi við þessa útnefningu, var köllunin flutt til Fredericks G. Williams. Líta skal á opinberunina (dags. mars 1832) sem skref í átt að formlegri stofnun Æðsta forsætisráðsins, sérstaka köllun í embætti ráðgjafa þar, og skýringu á tign þeirrar útnefningar. Bróðir Gause þjónaði um tíma, en var vikið úr kirkjunni í desember 1832. Bróðir Williams var vígður til þessa embættis 18. mars 1833.

1–2, Æðsta forsætisráðið heldur alltaf lyklum ríkisins; 3–7, Ef Frederick G. Williams reynist staðfastur í helgri þjónustu sinni, mun hann eignast eilíft líf.

 Sannlega, sannlega segi ég þér, þjónn minn Frederick G. Williams: Hlýð á rödd þess sem talar, á orð Drottins Guðs þíns, og hlýð þeirri köllun, sem þú ert kallaður til, já, að verða aháprestur í kirkju minni og ráðgjafi þjóns míns Josephs Smith yngri —

 En honum hef ég afhent alykla ríkisins, sem ávallt tilheyra bforsætisráði hins háa prestdæmis:

 Sannlega viðurkenni ég hann því og mun blessa hann og einnig þig, reynist þú trúr í ráðum í því embætti, sem ég hef útnefnt þér, í bæn ætíð, munnlegri og í hjarta, opinberlega og í einrúmi, einnig í helgri þjónustu þinni við boðun fagnaðarerindisins í landi hinna lifandi og á meðal bræðra þinna.

 Og með því að gjöra svo munt þú þjóna meðbræðrum þínum á bestan veg og auka adýrð hans, sem er Drottinn þinn.

 Ver þess vegna trúr. Gegn því embætti, sem ég hef útnefnt þér. aStyð þá óstyrku, lyft máttvana örmum og bstyrk cveikbyggð kné.

 Og reynist þú trúr allt til enda, skalt þú öðlast kórónu aódauðleika og beilíft líf í þeim chíbýlum, sem ég hef fyrirbúið í húsi föður míns.

 Sjá og tak eftir. Þetta eru orð Alfa og Ómega, já, Jesú Krists. Amen.