Ritningar
Kenning og sáttmálar 88


88. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 27. og 28. desember 1832 og 3. janúar 1833. Spámaðurinn nefnir hana „‚Olífulaufið,‘ … tínt af Paradísartrénu, friðarboðskapur Drottins til okkar.“ Opinberunin var gefin eftir að háprestar á ráðstefnu báðu „hver í sínu lagi og upphátt til Drottins, að hann opinberaði okkur vilja sinn varðandi uppbyggingu Síonar.“

1–5, Hinir heilögu, sem staðfastir eru, hljóta huggarann, sem er fyrirheitið um eilíft líf; 6–13, Öllu er stjórnað og stýrt með ljósi Krists; 14–16, Upprisan kemur fyrir endurlausnina; 17–31, Hlýðni við himneskt, yfirjarðneskt, eða jarðneskt lögmál býr menn undir samsvarandi ríki og dýrðir; 32–35, Þeir sem vilja haldast í synd verða áfram saurugir; 36–41, Öll ríki stjórnast af lögmálum; 42–45, Guð hefur gefið öllu lögmál; 46–50, Maðurinn mun skynja sjálfan Guð; 51–61, Dæmisagan um manninn, sem sendi þjóna sína út á akurinn og vitjaði þeirra allra; 62–73, Nálgist Drottin og þér munuð sjá ásjónu hans; 74–80, Helgið yður og kennið hvert öðru kenningar ríkisins; 81–85, Sérhver maður, sem fengið hefur viðvörun skal aðvara náunga sinn; 86–94, Tákn, náttúruhamfarir og englar greiða veginn fyrir komu Drottins; 95–102, Englabásúnur kalla fram hina dánu í réttri röð; 103–116, Englabásúnur boða endurreisn fagnaðarerindisins, fall Babýlonar, og orrustu hins mikla Guðs; 117–126, Leitið fræðslu, reisið hús Guðs (musteri), og íklæðist böndum kærleikans; 127–141, Reglur um skóla spámannanna gefnar, þar á meðal um helgiathöfnina, laugun fóta.

1 Sannlega, svo segir Drottinn við yður, sem safnast hafið saman til að meðtaka vilja hans varðandi yður:

2 Sjá, þetta er Drottni yðar þóknanlegt og englarnir afagna yfir yður. bVelgjörningur bæna yðar hefur borist upp til eyrna Drottins chersveitanna og er skráður í dnafnabók hinna helguðu, já, þeirra, sem tilheyra hinum himneska heimi.

3 Þess vegna sendi ég yður nú annan ahuggara, já, yður vinum mínum, svo að hann geti búið í hjörtum yðar, já, bheilagan anda fyrirheitsins, þann sama huggara sem ég lofaði lærisveinum mínum, eins og skráð er í vitnisburði Jóhannesar.

4 Þessi huggari er fyrirheitið, sem ég gef yður um aeilíft líf, sjálfa bdýrð hins himneska ríkis —

5 En dýrð þess er dýrð kirkju afrumburðarins, já, Guðs hins alheilagasta, fyrir son hans Jesú Krist —

6 aHann, sem sté til upphæða og bsté einnig neðar öllu, og cskynjaði þannig alla hluti, svo að hann gæti í öllu og með öllu verið dljós sannleikans —

7 Sannleikans, sem ljómar. Þetta er aljós Krists. Hann er einnig í sólinni og ljósi sólarinnar og sá kraftur, sem hún var bgjörð með.

8 Hann er einnig í tunglinu og er ljós tunglsins og sá kraftur, sem það var gjört með —

9 Og einnig ljós stjarnanna og sá kraftur, sem þær voru gjörðar með —

10 Og einnig jörðin og kraftur hennar, já, jarðarinnar, sem þér astandið á.

11 Og ljósið, sem ljómar og lýsir yður, er frá honum, sem lýsir upp augu yðar, það sama ljós, sem lífgar askilning yðar —

12 Það aljós, sem kemur úr návist Guðs til að bfylla ómælisgeiminn —

13 Ljósið, sem er í aöllu og gefur öllu blíf, sem er clögmálið, er öllu stjórnar, sjálfur kraftur Guðs, sem situr í hásæti sínu, sem hvílir við brjóst eilífðarinnar, sem er mitt í öllu.

14 Sannlega segi ég yður nú, að fyrir aendurlausnina, sem fyrir yður er gjörð, verður upprisa frá dauðum að veruleika.

15 Og aandinn og blíkaminn eru csál mannsins.

16 Og aupprisa frá dauðum er endurlausn sálarinnar.

17 Og endurlausn sálarinnar er frá honum, sem allt lífgar, en í hjarta hans er ákvarðað, að hinir afátæku og bhógværu á cjörðunni skulu erfa hana.

18 Þess vegna verður að hreinsa hana af öllu óréttlæti, svo að hún verði undir hina ahimnesku dýrð búin —

19 Því að þegar hún hefur fyllt mæli sköpunar sinnar, mun hún krýnd með adýrð, já, með návist Guðs föðurins —

20 Og líkamar hins himneska ríkis aeignast hana alltaf og að eilífu, því að í þeim btilgangi var hún gjörð og sköpuð og í þeim tilgangi eru þeir chelgaðir.

21 Og þeir, sem ekki helgast fyrir það lögmál, sem ég hef gefið yður, sjálft lögmál Krists, verða að erfa annað ríki, já, hið yfirjarðneska ríki eða hið jarðneska ríki.

22 Því að sá, sem ekki fær staðist alögmál himneska ríkisins, fær ekki staðist himneska dýrð.

23 Og sá, sem ekki fær staðist lögmál yfirjarðnesks ríkis, fær ekki staðist ayfirjarðneska dýrð.

24 Og sá, sem ekki fær staðist lögmál jarðnesks ríkis, fær ekki staðist ajarðneska dýrð. Þess vegna er hann ekki hæfur neins dýrðarríkis. Þess vegna verður hann að dvelja í ríki, sem ekki er dýrðarríki.

25 Og sannlega segi ég yður enn, ajörðin stenst lögmál himnesks ríkis, því að hún fyllir mæli sköpunar sinnar og brýtur ekki lögmálið —

26 Þess vegna mun hún ahelguð. Já, þó að hún bdeyi mun hún lífguð aftur og skal standast kraft þann, sem lífgar hana, og hinir créttlátu munu derfa hana.

27 Því að þótt þeir deyi, munu þeir einnig arísa upp aftur, bandlegur líkami.

28 Þeir, sem eiga himneskan anda, hljóta þann sama líkama og var náttúrlegur líkami, já, þér munuð hljóta líkama yðar og adýrð yðar verður sú dýrð sem líkami yðar er blífgaður með.

29 Þér, sem lífgaðir eruð með hluta hinnar ahimnesku dýrðar, munuð hljóta þá sömu, jafnvel fyllingu hennar.

30 Og þeir, sem lífgaðir eru með hluta hinnar ayfirjarðnesku dýrðar, munu hljóta þá sömu, jafnvel fyllingu hennar.

31 Og einnig þeir, sem lífgaðir eru með hluta ajarðneskrar dýrðar, munu hljóta þá sömu, jafnvel fyllingu hennar.

32 Og þeir, sem eftir eru, munu einnig alífgaðir verða. Engu að síður munu þeir snúa aftur á sinn stað, til að njóta þess, sem þeir eru bfúsir til að taka á móti, þar eð þeir voru ekki fúsir til að njóta þess, sem þeir gætu hafa hlotið.

33 Því að hvað gagnar það manninum, ef gjöf er honum gefin og hann veitir gjöfinni ekki viðtöku? Sjá, hann gleðst ekki yfir því, sem honum er gefið, né heldur gleðst sá, sem gjöfina gefur.

34 Og enn, sannlega segi ég yður: Það sem með lögmáli stjórnast er einnig varðveitt með lögmáli og fullkomnað og ahelgað með hinu sama.

35 Það, sem abrýtur lögmál og stenst ekki með lögmáli, heldur reynir að setja sér sitt eigið lögmál og kýs að lifa í synd, og lifir algjörlega í synd, getur hvorki helgast með lögmáli né með bmiskunn, créttvísi eða dómi. Þess vegna verða þeir áfram dóhreinir.

36 Öllum ríkjum er gefið lögmál —

37 Og aríkin eru mörg, því að ekkert rúm finnst án ríkis, og ekkert ríki, stórt eða smátt, finnst án rúms.

38 Og hverju ríki er gefið alögmál og hverju lögmáli fylgja ákveðin takmörk og einnig skilyrði.

39 Allir þeir, sem ekki hlíta þeim askilyrðum, bréttlætast eigi.

40 Því að avitsmunir laðast að vitsmunum. bVísdómur meðtekur vísdóm. cSannleikur umlykur sannleik. dDyggð elskar dyggð. eLjós laðast að ljósi. Miskunn hefur fsamúð með miskunn og krefst þess sem hennar er. Réttvísin heldur stefnu sinni og gjörir kröfu til þess sem hennar er. Dómur gengur frammi fyrir ásjónu hans, sem situr í hásætinu og stjórnar öllu og framkvæmir allt.

41 Hann askynjar allt og allt er frammi fyrir honum og allt er umhverfis hann. Og hann er ofar öllu og í öllu og með öllu og umhverfis allt, og allt er frá honum og af honum, sjálfum Guði, alltaf og að eilífu.

42 Og sannlega segi ég yður enn: Hann hefur gefið öllu lögmál, sem stjórnar hreyfingu þess á sínum atíma og sínu skeiði —

43 Og brautir þeirra eru ákveðnar, já, brautir himna og jarðar, sem umlykja jörðina og allar reikistjörnurnar.

44 Og þau gefa hvert aöðru ljós á sínum tíma og sínu skeiði, í mínútum þeirra og stundum, dögum þeirra og vikum, mánuðum þeirra og árum — allt er þetta beitt ár hjá Guði, en ekki hjá mönnum.

45 Jörðin svífur á vængjum sínum og asólin veitir birtu sína á daginn og tunglið veitir birtu sína á nóttunni og stjörnurnar veita einnig birtu sína, um leið og þau svífa á vængjum sínum í dýrð sinni, mitt í bkrafti Guðs.

46 Við hvað skal ég líkja þessum ríkjum, svo að þér fáið skilið?

47 Sjá, allt eru þetta ríki, og sérhver maður, sem hefur séð eitthvert þeirra eða hið minnsta þeirra, hefur aséð Guð hreyfa sig í hátign sinni og veldi.

48 Ég segi yður, hann hefur séð hann. Hann sem kom til sinna aeigin, en engu að síður tóku þeir ekki á móti honum.

49 aLjósið skín í myrkrinu og myrkrið skynjar það ekki. Þó mun sá dagur koma er þér munuð bskynja sjálfan Guð, lífgaðir í honum og af honum.

50 Þá munuð þér vita, að þér hafið séð mig, að ég er, og að ég er hið sanna ljós, sem í yður er, og að þér eruð í mér. Annars fengjuð þér eigi þrifist.

51 Sjá, ég vil líkja þessum ríkjum við mann, sem á akur, og hann sendi þjóna sína út á akurinn til að stinga hann upp.

52 Og hann sagði við þann fyrsta: Far þú og vinn á akrinum og á fyrstu stundu mun ég koma til þín og þú munt sjá gleði ásjónu minnar.

53 Og hann sagði við annan: Far þú einnig út á akurinn og á annarri stundu mun ég vitja þín með gleði ásjónu minnar.

54 Og einnig við þann þriðja sagði hann: Ég mun vitja þín —

55 Og við þann fjórða og þannig áfram til hins tólfta.

56 Og herra akursins fór til hins fyrsta á fyrstu stundu og dvaldi með honum alla þá stund, og hann gladdist við ljós ásjónu herra síns.

57 Og síðan yfirgaf hann þann fyrsta, svo að hann gæti einnig vitjað annars og hins þriðja og fjórða og þannig til hins tólfta.

58 Og þannig meðtóku þeir allir ljós ásjónu herra síns, sérhver maður á sinni stundu og á sínum tíma, og á sínu skeiði —

59 Byrjað á þeim fyrsta og þannig til hins asíðasta, og frá þeim síðasta til hins fyrsta og frá þeim fyrsta til hins síðasta —

60 Sérhver maður í sinni röð, þar til stund hans var liðin, já, eins og herra hans hefur boðið honum, svo að herra hans megi dýrðlegur verða í honum og hann í herra sínum, svo að þeir megi allir dýrðlegir verða.

61 Við þessa dæmisögu vil ég því líkja öllum þessum ríkjum og aíbúum þeirra — sérhverju ríki á sinni stundu og á sínum tíma og á sínu skeiði, já, eins og Guð hefur ákvarðað.

62 Og sannlega segi ég yður enn, avinir mínir, ég læt yður þessi orð eftir til að bíhuga í hjörtum yðar, með því boði, sem ég gef yður, að þér cákallið mig meðan ég er nálægur —

63 aNálgist mig og ég mun nálgast yður. bLeitið mín af kostgæfni og þér munuð cfinna mig. Biðjið og yður mun gefast, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða.

64 Hvað sem þér abiðjið föðurinn um í mínu nafni, og yður er bgagnlegt, það mun yður gefast —

65 Og biðjið þér einhvers, sem yður er ekki agagnlegt, mun það snúast yður til bfordæmingar.

66 Sjá, það sem þér heyrið er sem arödd þess, er hrópar í óbyggðinni — í óbyggðinni vegna þess að þér getið ekki séð hann — rödd mín, vegna þess að rödd mín er bandi. Andi minn er sannleikur. cSannleikurinn varir og hefur engan endi, og sé hann í yður mun hann þrífast.

67 Og sé auglit yðar aeinbeitt á bdýrð mína, mun allur líkami yðar fyllast ljósi og ekkert myrkur skal í yður búa. Og sá líkami, sem er fullur af ljósi cskynjar allt.

68 aHelgið yður því, svo að bhugur yðar beinist eingöngu að Guði, og þeir dagar koma, er þér csjáið hann, því að hann mun afhjúpa ásjónu sína fyrir yður og það gjörir hann á sínum tíma og á sinn hátt og samkvæmt sínum eigin vilja.

69 Munið hið mikla og síðasta fyrirheit, sem ég hef gefið yður. Varpið langt frá yður ahégómlegum hugsunum og öfgafullum bhlátri.

70 Haldið kyrru fyrir, haldið kyrru fyrir á þessum stað og boðið til hátíðarsamkomu, já, fyrstu verkamannanna í þessu síðasta ríki.

71 Og lát þá, sem þeir hafa aaðvarað á ferðum sínum, ákalla Drottin og íhuga um stund þá viðvörun, sem þeir hafa fengið.

72 Sjá, og tak eftir, ég mun annast hjarðir yðar og mun vekja upp öldunga og senda þeim.

73 Sjá, ég mun hraða verki mínu þegar að því kemur.

74 Og ég gef yður, fyrstu averkamönnunum í þessu síðasta ríki, boð um að safnast saman og skipuleggja yður, undirbúa yður og bhelga yður. Já, hreinsa hjörtu yðar, clauga hendur yðar og fætur fyrir mér, svo að ég geti gjört yður dhreina —

75 Svo að ég geti borið aföðurnum og Guði yðar og Guði mínum vitni um, að þér séuð hreinir af blóði þessarar ranglátu kynslóðar, og geti, þegar ég vil, uppfyllt fyrirheitið, þetta mikla og síðasta fyrirheit, sem ég hef gefið yður.

76 Ég gef yður einnig boð um að halda áfram í abæn og bföstu héðan í frá.

77 Og ég gef yður boð um að afræða hvert annað um bkenningu ríkisins.

78 Kennið af kostgæfni og anáð mín verður með yður, svo að þér megið enn betur bfræddir verða um fræðisetningar, reglur, kenningu og lögmál fagnaðarerindisins, um allt er lýtur að Guðs ríki og yður er gagnlegt að skilja —

79 Bæði um það, sem er á ahimni og á jörðu og undir jörðu. Það sem var, það sem er, það sem brátt mun verða, það sem er heima og það sem er að heiman, um bstyrjaldir og glundroða þjóðanna og dómana, sem á landinu hvíla, og einnig þekkingu á löndum og ríkjum —

80 Svo að þér séuð í öllu reiðubúnir, þegar ég sendi yður aftur til að efla þá köllun, sem ég hef kallað yður til, og það ætlunarverk, sem ég hef falið yður.

81 Sjá, ég sendi yður til að bera avitni og aðvara fólkið, og hverjum manni sem fengið hefur viðvörun ber að baðvara náunga sinn.

82 Þess vegna eru þeir án afsökunar og syndir þeirra falla á þeirra eigin höfuð.

83 Sá, sem aárla bleitar mín, mun finna mig og ekki verða eftir skilinn.

84 Haldið þess vegna kyrru fyrir og vinnið ötullega, svo að þér getið orðið fullkomnir í þeirri helgu þjónustu yðar, að fara út á meðal aÞjóðanna í síðasta sinn, allir þeir sem munnur Drottins nefnir, til að bbinda lögmálið og innsigla vitnisburðinn og búa hina heilögu undir stund dómsins, sem koma skal —

85 Svo að sálir þeirra fái umflúið heilaga reiði Guðs, aeyðingu viðurstyggðarinnar, sem bíður hinna ranglátu, bæði í þessum heimi og í komanda heimi. Sannlega segi ég yður: Látið þá, sem ekki eru fyrstu öldungarnir, halda áfram í víngarðinum, þar til munnur Drottins bkallar þá, því að tími þeirra er enn ekki inni. Klæði þeirra eru ekki chrein af blóði þessarar kynslóðar.

86 Standið fast við það afrelsi, sem gjört hefur yður bfrjálsa. cFlækið yður ekki í dsynd, heldur haldið höndum yðar ehreinum, þar til Drottinn kemur.

87 Því að innan fárra daga mun ajörðin bskjálfa og veltast fram og aftur eins og drukkinn maður. Og csólin mun hylja ásjónu sína og neita að gefa birtu, og tunglið mun baðað dblóði, og estjörnurnar fyllast mikilli reiði og varpa sér niður eins og fíkja, sem fellur af fíkjutré.

88 Og eftir vitnisburð yðar fellur heilög og réttlát reiði yfir fólkið.

89 Því að eftir vitnisburð yðar kemur vitnisburður ajarðskjálftanna, sem framkalla mun stunur á jörðunni miðri, og menn munu falla til jarðar og eigi fá staðið.

90 Og einnig kemur vitnisburður með arödd þrumunnar og rödd eldingarinnar og rödd fellibylsins og rödd sjávaröldunnar, sem hefur sig upp og slítur af sér bönd sín.

91 Og allt verður í auppnámi. Og hjörtu mannanna munu vissulega bregðast þeim, því að allir verða slegnir ótta.

92 Og aenglar munu fljúga um miðhimininn og hrópa hárri raustu og þeyta básúnur Guðs og segja: Búið yður, búið yður, ó, íbúar jarðar, því að dómur Guðs vors er kominn. Sjá, og tak eftir, bbrúðguminn kemur. Gangið út til móts við hann.

93 Og samstundis mun birtast amikið tákn á himni og allir munu sjá það saman.

94 Og annar engill mun þeyta básúnu sína og segja: Sú amikla bkirkja, cmóðir viðurstyggðarinnar, sem lét allar þjóðir teyga reiðivín dsaurlifnaðar síns, sem ofsækir hina heilögu Guðs og úthellir blóði þeirra — hún, sem situr yfir mörgum vötnum og á eyjum sjávarins — sjá, hún er eillgresi jarðar. Hún er bundin í bindin. Bönd hennar eru gjörð sterk og enginn maður fær leyst þau. Þess vegna bíður hún fbrennunnar. Og hann mun þeyta básúnu sína bæði hátt og lengi, og allar þjóðir munu heyra hana.

95 Og aþögn mun ríkja á himni í hálfa stund, og strax á eftir verður fortjaldi himins svipt frá, eins og samanvöfðu bbókfelli sem opnast, og cásjóna Drottins mun afhjúpuð —

96 Og hinir heilögu, sem lifandi eru á jörðu, munu glæddir verða og ahrifnir upp til móts við hann.

97 Og þeir, sem sofið hafa í gröfum sínum, munu akoma fram, því að grafir þeirra opnast, og þeir munu einnig hrifnir upp til móts við hann mitt í stoðum himins —

98 Þeir eru Krists, afrumgróðinn, þeir sem fyrstir munu niður stíga með honum, og þeir sem á jörðunni eru og í gröfum sínum, sem fyrstir eru hrifnir upp til móts við hann, og allt er þetta með hljóminum frá básúnu engils Guðs.

99 Og eftir þetta mun annar engill hljóma og það er önnur básúnan, og þá kemur endurlausn þeirra, sem tilheyra Kristi við komu hans, sem meðtekið hafa hlut sinn í því avarðhaldi, sem þeim er fyrirbúið, svo að þeir fengju meðtekið fagnaðarerindið og yrðu bdæmdir sem menn í holdinu.

100 Og enn mun önnur básúna hljóma, sem er þriðja básúnan, og þá koma aandar þeirra manna, sem dæmast eiga og eru undir bfordæmingu —

101 Og þetta eru þeir, sem eftir eru af hinum alátnu og þeir lifa ekki aftur fyrr en bþúsund árin eru liðin, ekki fyrr en við endalok jarðar.

102 Og önnur básúna mun hljóma, sem er fjórða básúnan, og segja: Á meðal þeirra, sem bíða skulu fram á hinn mikla og síðasta dag, já, allt til enda, eru þeir, sem áfram verða aóhreinir.

103 Og önnur básúna mun hljóma, sem er fimmta básúnan, sem er fimmti engillinn, er flytur hinn aævarandi fagnaðarboðskap — og flýgur um miðhimininn, til allra þjóða, kynkvísla, tungna og lýða —

104 Og þetta verður hljómur básúnu hans, er segir öllum lýðum, bæði á himni og á jörðu og þeim sem undir jörðu eru — því að ahvert eyra skal heyra það og hvert kné bbeygja sig og hver tunga viðurkenna, þegar þeir hlýða á básúnuhljóminn, sem segir: cÓttist Guð og gefið honum, sem í hásætinu situr, dýrðina alltaf og að eilífu, því að stund dóms hans er upp runnin.

105 Og enn mun annar engill þeyta básúnu sína, sem er sjötti engillinn, og segja: Hún er afallin, hún, sem lét allar þjóðir teyga af reiðivíni saurlifnaðar síns. Hún er fallin, fallin!

106 Og enn mun annar engill þeyta básúnu sína, sem er sjöundi engillinn, og segja: Því er lokið, því er lokið! aGuðslambið hefur bsigrað og ctroðið vínþröngina aleinn, já, vínþröng hinnar áköfu og heilögu reiði almáttugs Guðs.

107 Og þá munu englarnir krýndir dýrð máttar hans og hinir aheilögu fyllast bdýrð hans og hljóta carf sinn og gerðir djafnir honum.

108 Og þá mun fyrsti engillinn aftur þeyta básúnu sína í eyru allra sem lifa og aopinbera leyniverk manna og máttug verk Guðs á bfyrsta árþúsundinu.

109 Og þá mun annar engillinn þeyta básúnu sína og opinbera leyniverk manna og hugsanir og áform hjartna þeirra og máttug verk Guðs á öðru árþúsundinu —

110 Og þannig áfram, þar til sjöundi engillinn mun þeyta básúnu sína. Og hann mun standa á landi og á hafi og sverja þess eið í nafni hans, sem í hásætinu situr, að atíminn sé ei lengur. Og bSatan mun bundinn, hinn gamli höggormur, sem kallast djöfullinn, og mun ekki leystur í cþúsund ár.

111 En þá mun hann aleystur skamma hríð, svo að hann geti safnað saman herjum sínum.

112 Og aMíkael, sjöundi engillinn, sjálfur erkiengillinn, mun safna saman herjum sínum, já, hersveitum himins.

113 Og djöfullinn mun safna saman herjum sínum, já, hersveitum heljar og mun ganga til orrustu við Míkael og hersveitir hans.

114 Og þá verður aorrusta hins mikla Guðs, og djöflinum og herjum hans verður vísað burt á sinn stað, svo að þeir hafi aldrei aftur vald yfir hinum heilögu.

115 Því að Míkael mun heyja orrustu þeirra og sigra þann, sem asækist eftir hásæti þess, sem í hásætinu situr, já, lambsins.

116 Þetta er dýrð Guðs og hinna ahelguðu, og þeir munu ekki framar sjá bdauðann.

117 Sannlega segi ég yður þess vegna, avinir mínir, boðið til hátíðarsamkomu yðar, eins og ég hef boðið yður.

118 Og þar eð ekki eiga allir trú, skuluð þér af kostgæfni leita avísdómsorða og bkenna þau hver öðrum. Já, leitið að vísdómsorðum í hinum bestu cbókum. Sækist eftir fræðslu með námi og einnig með trú.

119 Komið reglu á líf yðar. Gjörið allt gagnlegt til reiðu og stofnið ahús, já, hús bænar, hús föstu, hús trúar, hús fræðslu, hús dýrðar, hús reglu, hús Guðs —

120 Svo að innganga yðar verði í nafni Drottins, að útganga yðar verði í nafni Drottins, að allar kveðjur yðar verði í nafni Drottins, með upplyftum örmum í átt til hins æðsta.

121 aLátið þess vegna af öllu léttúðarhjali yðar, af öllum bhlátri, af öllum clostafullum þrám yðar, af öllu ddrambi yðar og kæruleysi og af öllum ranglátum verkum yðar.

122 Tilnefnið kennara yðar á meðal og gætið þess að allir taki ekki til máls samtímis, heldur tali einn í einu og allir hlusti á orð hans. Þannig, að þegar allir hafa lokið máli sínu, hafi allir uppbyggst af öllum og allir njóti sama réttar.

123 Sjáið svo um að þér aelskið hver annan. Látið af bágirnd. Lærið að miðla hver öðrum eins og fagnaðarerindið ætlast til.

124 Látið af aiðjuleysi. Verið ei framar óhrein. Hættið að bgagnrýna hvert annað. Sofið ei framar lengur en nauðsyn krefur. Gangið snemma til hvílu, svo að þér þreytist ekki. Rísið árla úr rekkju, svo að líkami yðar og hugur glæðist.

125 Og umfram allt, klæðist bandi akærleikans, sem kyrtill væri, bandi fullkomnunar og bfriðar.

126 aBiðjið ávallt, svo að þér látið ekki hugfallast fram að bkomu minni. Sjá og tak eftir, ég kem skjótt og tek yður til mín. Amen.

127 Og enn fremur, varðandi reglu fyrir það hús, sem ætlað er forsætisráði askóla spámannanna, sem settur er á stofn þeim til fræðslu í öllu því, sem þeim er gagnlegt, já, öllum bembættismönnum kirkjunnar, eða með öðrum orðum þeim, sem kallaðir eru til helgrar þjónustu í kirkjunni, allt frá háprestum til djákna —

128 Og þessi regla skal vera á húsi forsætisráðs skólans: Sá, sem tilnefndur er forseti eða kennari, skal vera á sínum stað í því húsi, sem honum verður ætlað.

129 Þess vegna skal hann koma fyrstur í hús Guðs, á þann stað, þar sem söfnuðurinn í húsinu getur heyrt orð hans skýrt og greinilega, án þess að tala þurfi hárri röddu.

130 Og þegar hann kemur inn í hús Guðs, því að hann skal vera fyrstur í húsið — sjá, þetta er fagurt, svo að hann sýni fordæmi —

131 Hann skal falla á kné og afórna bæn sinni til Guðs, til tákns eða minningar um hinn ævarandi sáttmála.

132 Og þegar einhver kemur inn á eftir honum, skal kennarinn rísa á fætur og með upplyftum örmum beint til himins heilsa bróður sínum eða bræðrum með þessum orðum:

133 Ert þú bróðir eða eruð þið bræður? Ég heilsa þér í nafni Drottins Jesú Krists til tákns eða minningar um hinn ævarandi sáttmála, en í þeim sáttmála tek ég ykkur í asamfélag, með þeirri föstu ákvörðun, óhagganlegri og óbreytanlegri, að vera vinur ykkar og bbróðir, fyrir náð Guðs og með böndum kærleikans, og fara flekklaus og með þakkargjörð eftir öllum boðorðum Guðs alltaf og að eilífu. Amen.

134 Og sá, sem óverðugur reynist þessarar kveðju, skal ekki eiga stað meðal yðar, því að þér skuluð ekki leyfa að hús mitt asaurgist af honum.

135 Og sá, sem inn kemur og er staðfastur gagnvart mér og er bróðir, eða séu þeir bræður, skal heilsa forsetanum eða kennaranum með upplyftum örmum til himins, með þessari sömu bæn og sáttmála, eða segja amen til tákns um það sama.

136 Sjá, sannlega segi ég yður: Þetta er yður til eftirbreytni, þegar þér heilsið hver öðrum í Guðs húsi, í skóla spámannanna.

137 Og þér eruð kallaðir til að gjöra þetta með bænum og þakkargjörð, eins og andinn gefur að mæla, við allt er þér gjörið í húsi Drottins, í skóla spámannanna, svo að hann megi verða helgidómur, tjaldbúð hins heilaga anda, yður til auppbyggingar.

138 Og þér skuluð ekki taka neinn inn í þennan skóla, sem ekki er hreinn af ablóði þessarar kynslóðar —

139 Og við honum skal tekið með hinni helgu athöfn að alauga fætur, því að í þeim tilgangi var þeirri helgiathöfn, að lauga fætur, komið á.

140 Og helgiathöfnina, að lauga fætur, skal forsetinn eða ráðandi öldungur kirkjunnar inna af hendi.

141 Hún skal hefjast með bæn, og eftir að hafa aneytt brauðs og víns, skal hann girða sig beins og sagt er fyrir um í þrettánda kapítula vitnisburðar Jóhannesar um mig. Amen.