Ritningar
Kenning og sáttmálar 94


94. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 2. ágúst 1833. Hyrum Smith, Reynolds Cahoon og Jared Carter eru tilnefndir í byggingarnefnd kirkjunnar.

1–9, Drottinn gefur fyrirmæli varðandi byggingu húss undir starf forsætisráðsins; 10–12, Prentsmiðja skal reist; 13–17, Ákveðnum arfshlutum úthlutað.

1 Og sannlega segi ég yður enn, avinir mínir, fyrirmæli gef ég yður, um að hefja undirbúning að grundvöllun borgar í bSíonarstiku, hér í landi Kirtlands, og byrja með húsi mínu.

2 Og sjá, það verður að gjörast eftir þeirri afyrirmynd, sem ég hef gefið yður.

3 Og fyrsta lóðin til suðurs skal helguð mér til byggingar húss fyrir forsætisráðið, til starfa forsætisráðsins, til að taka á móti opinberunum, og til helgra þjónustustarfa aforsætisráðsins við allt, er varðar kirkjuna og ríkið.

4 Sannlega segi ég yður, að það skal vera fimmtíu og fimm sinnum sextíu og fimm fet á breidd og lengd að innanmáli.

5 Og það skal hafa neðri sal og efri sal, að þeirri fyrirmynd, sem síðar verður gefin yður.

6 Og það skal helgað Drottni allt frá grundvöllun þess, samkvæmt reglu prestdæmisins og samkvæmt þeirri fyrirmynd, sem síðar verður gefin yður.

7 Og það skal að fullu helgað Drottni undir starfsemi forsætisráðsins.

8 Og inn í það skuluð þér ekki leyfa neinu aóhreinu að koma, og bdýrð mín mun vera þar og návist mín mun vera þar.

9 En komi eitthvað aóhreint inn í það, mun dýrð mín ekki vera þar, og návist mín mun ekki inn í það koma.

10 Og sannlega segi ég yður enn, að önnur lóð til suðurs skal helguð mér til byggingar húss fyrir mig undir aprentun á bþýðingum ritninga minna og hvers þess, sem ég býð yður.

11 Og það skal vera fimmtíu og fimm sinnum sextíu og fimm fet að breidd og lengd, að innanmáli, og þar skal vera neðri og efri salur.

12 Og þetta hús skal að fullu helgað Drottni frá grundvöllun þess, undir prentun á öllu því, sem ég býð yður, og vera heilagt og óflekkað, og í öllu eftir þeirri fyrirmynd, sem yður verður gefin.

13 Og á þriðju lóðinni skal þjónn minn Hyrum Smith fá arfshluta sinn.

14 Og á fyrstu og annarri lóð til norðurs skulu þjónar mínir Reynolds Cahoon og Jared Carter fá arfshluta sinn —

15 Svo að þeir megi vinna það verk, sem ég hef útnefnt þeim, að vera nefnd, sem sér um byggingu húsa minna, samkvæmt því boði, sem ég, Drottinn Guð, hef gefið yður.

16 Þessi tvö hús skulu ekki reist, fyrr en ég gef yður fyrirmæli um það.

17 Og nú gef ég yður ekki fleira að sinni. Amen.