99. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Johns Murdock 29. ágúst 1832, í Hiram, Ohio. Í rúmt ár hafði John Murdock prédikað fagnaðarerindið, og á meðan börn hans dvöldu hjá öðrum fjölskyldum í Ohio, móðurlaus eftir að kona hans, Julia Clapp, dó í apríl 1831.

1–8, John Murdock er kallaður til að boða fagnaðarerindið, og þeir, sem taka á móti honum, taka á móti Drottni og munu hljóta miskunn.

 Sjá, svo mælir Drottinn til þjóns síns Johns Murdock: Þú ert kallaður til þess að fara til landsvæðanna í austri, hús úr húsi, þorp úr þorpi, borg úr borg, til þess að kunngjöra íbúum þeirra ævarandi fagnaðarerindi mitt, mitt í aofsóknum og ranglæti.

 Og hver, sem tekur á móti þér, atekur á móti mér, og þú munt hafa kraft til að boða orð mitt eins og hinn heilagi andi minn bsýnir þér.

 Og hver, sem tekur á móti þér aeins og lítið barn, tekur á móti bríki mínu. Og blessaðir eru þeir, því að þeir munu cmiskunn hljóta.

 En hverjum, sem hafnar þér, mun faðir minn ahafna, og húsi hans. Og þú skalt hreinsa bfætur þína á leyndum stöðum á leið þinni, sem vitnisburð gegn þeim.

 Og sjá og tak eftir, ég akem skjótt til að bdæma, til að sannfæra alla um óguðleg verk þeirra, sem þeir hafa unnið gegn mér, eins og skráð er af mér í bókinni.

 Og sannlega segi ég þér nú, að ekki er æskilegt að þú farir fyrr en séð hefur verið fyrir börnum þínum og þau hafa umhyggjusamlega verið send til biskupsins í Síon.

 Og eftir nokkur ár, ef þú æskir þess af mér, mátt þú einnig fara til hins góða lands til að fá erfðahluta þinn —

 Að öðru leyti skalt þú halda áfram og boða fagnaðarerindi mitt, auns þú ert burtu numinn. Amen.