Kenning og sáttmálar

Kenning og sáttmálar 

1. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith á sérstakri öldungaráðstefnu kirkjunnar, sem haldin var í Hiram, Ohio, 1. nóvember 1831 (History of the Church [Saga kirkjunnar], 1:221–224). Fyrir þann tíma hafði Drottinn gefið margar opinberanir og var samantekt þeirra til útgáfu í bókarformi eitt aðalmálið, sem samþykkt var á ráðstefnunni. Þessi kafli er formáli Drottins að kenningum, sáttmálum og boðum þeim, sem gefin eru á þessum ráðstöfunartímum.
1–7, Aðvörunarorð til allra manna; 8–16, Fráhvarf og ranglæti eru undanfari síðari komunnar; 17–23, Joseph Smith er kallaður til að endurreisa sannleika Drottins og kraft á jörðu; 24–33, Mormónsbók er birt og hin sanna kirkja stofnuð, 34–36, Friður mun tekinn af jörðu; 37–39, Kannið þessi boð.
2. kafli
Útdráttur úr orðum engilsins Morónís til spámannsins Josephs Smith meðan hann dvaldi á heimili föður síns í Manchester, New York, kvöldið 21. september 1823 (History of the Church, 1:12). Moróní var síðastur í langri röð sagnaritara, sem ritað höfðu heimildir þær, er nú liggja frammi fyrir heiminum sem Mormónsbók. (Berið saman við Malakí 4:5, 6; einnig kafla 27:9; 110:13–16 og 128:18.)
1, Elía á að opinbera prestdæmið; 2–3, Fyrirheit feðranna eru gróðursett í hjörtum barnanna.
3. kafli
Opinberun veitt spámanninum Joseph Smith í Harmony, Pennsylvaníu, í júlí 1828, varðandi 116 bls. af handritum, sem glatast höfðu af þýðingu fyrsta hluta Mormónsbókar og nefndust Bók Lehís, en spámaðurinn hafði með tregðu látið þessi blöð úr vörslu sinni til Martins Harris, sem skamma hríð hafði verið ritari hans við þýðingu Mormónsbókar. Opinberunin veittist með Úrím og Túmmím. (History of the Church, 1:21–23.) (Sjá einnig 10. kafla.)
1–4, Farvegur Drottins er eilíf hringrás; 5–15, Joseph Smith verður að iðrast eða glata þýðingargjöfinni; 16–20, Mormónsbók kemur fram, til að frelsa niðja Lehís.
4. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til föður hans, Josephs Smith eldri, í Harmony, Pennsylvaníu, í febrúar 1829 (History of the Church, 1:28).
1–4, Dygg þjónusta frelsar þjóna Drottins; 5–6, Guðlegir eiginleikar gera þá hæfa til þjónustunnar; 7, Leita verður þess sem Guðs er.
5. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Harmony, Pennsylvaníu, í mars 1829, samkvæmt beiðni Martins Harris (History of the Church, 1:28–31).
1–10, Þessi kynslóð mun fá orð Drottins með Joseph Smith; 11–18, Þrjú vitni munu bera vitni um Mormónsbók; 19–20, Orð Drottins mun sannast sem fyrr; 21–35, Martin Harris getur iðrast og orðið eitt vitnanna.
6. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith og Oliver Cowdery í Harmony, Pennsylvaníu, í apríl 1829 (History of the Church, 1:32–35). Oliver Cowdery hóf starf sitt sem ritari við þýðingu Mormónsbókar 7. apríl 1829. Hann hafði þá þegar fengið guðlega opinberun um sannleiksgildi vitnisburðar Josephs varðandi töflurnar, sem Mormónsbók var letruð á. Spámaðurinn spurði Drottin með Úrím og Túmmím og fékk þetta svar.
1–6, Verkamenn á akri Drottins öðlast sáluhjálp; 7–13, Engin gjöf er stærri en gjöf sáluhjálpar; 14–27, Vitnisburður um sannleikann fæst með krafti andans; 28–37, Lítum til Krists og gjörum gott án afláts.
7. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith og Oliver Cowdery í Harmony, Pennsylvaníu, í apríl 1829, þegar þeir í gegnum Úrím og Túmmím spurðust fyrir um hvort Jóhannes, hinn elskaði lærisveinn, lifði enn í holdinu eða hvort hann hefði dáið. Opinberunin er þýðing á frásögn, sem Jóhannes sjálfur ritaði á bókfell og varðveitti (History of the Church, 1:35–36).
1–3, Jóhannes hinn elskaði mun lifa þar til Drottinn kemur; 4–8, Pétur, Jakob og Jóhannes halda lyklum fagnaðarerindisins.
8. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Olivers Cowdery í Harmony, Pennsylvaníu, í apríl 1829 (History of the Church, 1:36–37). Oliver, sem hélt áfram að þjóna sem ritari við þýðingu Mormónsbókar og skráði niður það sem spámaðurinn las honum fyrir, óskaði eftir að öðlast þýðingargjöfina. Drottinn svaraði bæn hans með því að veita honum þessa opinberun.
1–5, Opinberun fæst fyrir kraft heilags anda; 6–12, Með trú fæst þekking á leyndardómum Guðs og kraftur til að þýða fornar heimildir.
9. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Olivers Cowdery í Harmony, Pennsylvaníu, í apríl 1829 (History of the Church, 1:37–38). Oliver er áminntur um þolinmæði og hvattur til að láta sér lynda, að svo stöddu, að skrá niður eftir upplestri þýðandans, frekar en að reyna sjálfur að þýða.
1–6, Aðrar fornar heimildir eru enn óþýddar; 7–14, Mormónsbók er þýdd með námi og með andlegri staðfestingu.
10. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith í Harmony, Pennsylvaníu, sumarið 1828 (History of the Church, 1:20–23). Hér segir Drottinn Joseph frá breytingum, sem misindismenn hafa gjört á 116 handrituðum síðum úr þýðingu á Bók Lehís í Mormónsbók. Þessar handrituðu síður glötuðust úr vörslu Martins Harris, en honum hafði um tíma verið treyst fyrir þeim. (Sjá formálsorð að 3. kafla.) Hinn illi tilgangur var sá, að bíða væntanlegrar endurþýðingar á því, sem þessar stolnu síður geymdu, og síðan ófrægja þýðandann með því að sýna ósamræmið, sem orðið hefði við breytingarnar. Sjá má í Mormónsbók (sjá Orð Mormóns 1:3–7) að Drottinn vissi um þessa níðingslegu fyrirætlan hins illa, jafnvel þegar Mormón, hinn forni sagnamaður Nefíta, var að gera ágrip af töflusafninu.
1–26, Satan æsir rangláta menn til andstöðu við verk Drottins; 27–33, Hann leitast við að tortíma sálum mannanna; 34–52, Fagnaðarerindið skal berast til Lamaníta og allra þjóða með Mormónsbók; 53–63, Drottinn mun stofna kirkju sína og fagnaðarerindi sitt meðal manna; 64–70, Hann mun safna hinum iðrandi í kirkju sína og frelsa þá hlýðnu.
11. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til bróður hans, Hyrums Smith, í Harmony, Pennsylvaníu, í maí 1829 (History of the Church, 1:39–46). Þessi opinberun fékkst með Úrím og Túmmím, sem svar við auðmjúkri bæn Josephs og fyrirspurn. History of the Church telur, að þessi opinberun hafi fengist eftir að Aronsprestdæmið var endurreist.
1–6, Verkamenn í víngarðinum munu öðlast sáluhjálp; 7–14, Sækist eftir visku, hrópið iðrun, treystið á andann; 15–22, Haldið boðorðin og lærið orð Drottins; 23–27, Afneitið ekki anda opinberunar og spádóms; 28–30, Þeir sem taka á móti Kristi verða synir Guðs.
12. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Josephs Knight eldri, í Harmony, Pennsylvaníu, í maí 1829 (History of the Church, 1:47–48). Joseph Knight trúði yfirlýsingu Josephs Smith um að hann hefði töflurnar með Mormónsbók og um þýðingarstarf það, sem þá var unnið, og hafði nokkrum sinnum veitt Joseph Smith og ritara hans fjárhagsstuðning, sem gerði þeim kleift að halda þýðingunni áfram. Að beiðni Josephs Knight leitaði spámaðurinn til Drottins og fékk opinberunina.
1–6, Verkamenn í víngarðinum eiga að öðlast sáluhjálp; 7–9, Allir, sem þrá að aðstoða við verk Drottins og eru hæfir til þess, mega gjöra það.
13. kafli
Vígsla Josephs Smith og Olivers Cowdery til Aronsprestdæmisins á bökkum Susquehanna-fljótsins í grennd við Harmony í Pennsylvaníu, 15. maí 1829 (History of the Church, 1:39–42). Vígsluna gjörði engill, er kynnti sig sem Jóhannes, hinn sama og nefndur er Jóhannes skírari í Nýja testamentinu. Engillinn sagðist starfa undir handleiðslu Péturs, Jakobs og Jóhannesar, hinna fornu postula, er héldu lyklum hins æðra prestdæmis, sem nefnt er Melkísedeksprestdæmið. Joseph og Oliver fengu það loforð, að á sínum tíma yrði þeim veitt prestdæmi Melkísedeks. (Sjá einnig kafla 27:7, 8, 12.)
Lyklar og vald Aronsprestdæmisins útskýrt.
14. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Davids Whitmer, í Fayette, New York, í júní 1829 (History of the Church, 1:48–50). Whitmer-fjölskyldan hafði fengið mikinn áhuga á þýðingu Mormónsbókar. Joseph flutti aðsetur sitt á heimili Peters Whitmer eldri, þar sem hann dvaldi, uns þýðingarstarfinu lauk og útgáfuréttur bókarinnar var tryggður. Þrem sonum Whitmer-hjónanna, sem allir höfðu fengið vitnisburð um áreiðanleika þessa verks, var mjög umhugað um persónulega skyldu sína. Þessi opinberun og tvær næstu (15. og 16. kafli) voru gefnar með Úrím og Túmmím, sem svar við fyrirspurn. David Whitmer varð seinna eitt vitnanna þriggja að Mormónsbók.
1–6, Verkamenn í víngarðinum munu öðlast sáluhjálp; 7–8, Eilíft líf er mest allra gjafa Guðs; 9–11, Kristur skapaði himna og jörð.
15. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Johns Whitmer, í Fayette, New York, í júní 1829 (History of the Church, 1:50). (Sjá einnig formála að 14. kafla.) Þessi boðskapur er afar persónulegur, því Drottinn talar um það, sem aðeins hann og John Whitmer vissu. John Whitmer varð síðar eitt vitnanna átta að Mormónsbók.
1–2, Armur Drottins er yfir allri jörðunni; 3–6, Að prédika fagnaðarerindið og frelsa sálir er það sem mest er virði.
16. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Peters Whitmer yngri, í Fayette, New York, í júní 1829 (History of the Church, 1:51). (Sjá einnig formála að 14. kafla.) Peter Whitmer yngri varð síðar eitt vitnanna átta að Mormónsbók.
1–2, Armur Drottins er yfir allri jörðunni; 3–6, Að prédika fagnaðarerindið og frelsa sálir er það sem mest er virði.
17. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Olivers Cowdery, Davids Whitmer og Martins Harris, í Fayette, New York, í júní 1829, áður en þeir litu hinar áletruðu töflur, sem innihéldu heimildir Mormónsbókar (History of the Church, 1:52–57). Joseph og ritari hans, Oliver Cowdery, höfðu komist að því við þýðingu á töflum Mormónsbókar, að þrjú sérstök vitni yrðu tilnefnd (sjá Eter 5:2–4; 2 Nefí 11:3 og 27:12). Oliver Cowdery, David Whitmer og Martin Harris urðu gripnir innblásinni ósk um að verða þessi þrjú sérstöku vitni. Spámaðurinn spurði Drottin og þessi opinberun var gefin sem svar með Úrím og Túmmím.
1–4, Í trú munu vitnin þrjú sjá töflurnar og aðra helga muni; 5–9, Kristur ber vitni um guðdómleika Mormónsbókar.
18. kafli
Opinberun til spámannsins Josephs Smith, Olivers Cowdery og Davids Whitmer, gefin í Fayette, New York, í júní 1829 (History of the Church, 1:60–64). Þegar Aronsprestdæmið var veitt, var veitingu Melkísedeksprestdæmisins heitið (sjá formála að 13. kafla). Sem svar við heitum bænum um þekkingu á þessum málum, gaf Drottinn þessa opinberun.
1–5, Ritningar sýna hvernig byggja á upp kirkjuna; 6–8, Misgjörðir heimsins vaxa; 9–16, Verðmæti sálna er mikið; 17–25, Menn verða að taka á sig nafn Krists til að öðlast sáluhjálp; 26–36, Köllun og ætlunarverk hinna tólf er opinberað; 37–39, Oliver Cowdery og David Whitmer eiga að velja hina tólf; 40–47, Til að öðlast sáluhjálp verða menn að iðrast, láta skírast og halda boðorðin.
19. kafli
Opinberun gefin með Joseph Smith í Manchester, New York, í mars 1830 (History of the Church, 1:72–74). Í sögu sinni kynnir spámaðurinn hana sem „boðorð Guðs en ekki manna til Martins Harris, gefið af honum, sem eilífur er” (History of the Church, 1:72).
1–3, Kristur hefur allt vald; 4–5, Allir menn verða að iðrast eða þjást; 6–12, Eilíf refsing er Guðs refsing; 13–20, Kristur þjáðist fyrir alla, svo að þeir þyrftu ekki að þjást, ef þeir iðruðust; 21–28, Prédikið fagnaðarerindi iðrunar; 29–41, Boðið gleðitíðindi.
20. kafli
Opinberun um stofnun kirkjunnar og stjórn, gefin með spámanninum Joseph Smith í apríl 1830 (History of the Church, 1:64–70). Fyrir skráningu þessarar opinberunar skrifaði spámaðurinn: „Okkur veittist það, sem hér fer á eftir, af honum [Jesú Kristi], með anda spádóms og opinberunar, sem ekki aðeins veitti okkur miklar upplýsingar, heldur benti okkur einnig nákvæmlega á þann dag, sem við, samkvæmt vilja hans og fyrirmælum, skyldum stofna kirkju hans aftur hér á jörðu”(History of the Church, 1:64).
1-16, Mormónsbók sannar guðdómleika þessa síðari daga verks; 17–28, Kenningar um sköpunina, fallið, friðþæginguna og skírnina staðfestar; 29–37, Lögmál iðrunar, réttlætingar, helgunar og skírnar sett fram; 38–67, Skyldur öldunga, presta, kennara og djákna; 68–74, Skyldur kirkjumeðlima, blessun barna, og skírnaraðferð opinberað; 75–84, Sakramentisbænirnar og reglur um aðild að kirkjunni gefnar.
21. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith í Fayette, New York, 6. apríl 1830 (History of the Church, 1:74–79). Þessi opinberun var gefin við stofnun kirkjunnar á fyrrgreindum degi á heimili Peters Whitmer eldri. Sex menn, sem áður höfðu verið skírðir, tóku þátt í þessu. Þeir létu samhljóða þá ósk og ákvörðun í ljós að stofna kirkjuna í samræmi við fyrirmæli Guðs (sjá 20. kafla). Þeir samþykktu einnig og studdu Joseph Smith yngri og Oliver Cowdery sem ráðandi embættismenn kirkjunnar. Með handayfirlagningu vígði Joseph Oliver síðan til öldungs kirkjunnar, og Oliver vígði Joseph á sama hátt. Eftir veitingu sakramentisins lögðu Joseph og Oliver hendur yfir viðstadda, hvern fyrir sig, til veitingar heilags anda og til staðfestingar hvers þeirra sem meðlims kirkjunnar.
1–3, Joseph Smith er kallaður til að vera sjáandi, þýðandi, spámaður, postuli og öldungur; 4–8, Orð hans mun leiða málstað Síonar; 9–12, Hinir heilögu munu trúa orðum hans, eins og hann mælir þau með huggaranum.
22. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Manchester, New York, í apríl 1830 (History of the Church, 1:79–80). Þessi opinberun var gefin kirkjunni vegna nokkurra, sem áður höfðu verið skírðir og óskuðu að sameinast kirkjunni án endurskírnar.
1, Skírn er nýr og ævarandi sáttmáli; 2–4, Krafist er fullgildrar skírnar.
23. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Manchester, New York, í apríl 1830, til Olivers Cowdery, Hyrums Smith, Samuels H. Smith, Josephs Smith eldri og Josephs Knight eldri (History of the Church, 1:80). Vegna einlægra óska þessara fimm manna um að þekkja viðkomandi skyldur sínar leitaði spámaðurinn til Drottins og meðtók þessa opinberun.
1–7, Þessir fyrstu lærisveinar eru kallaðir til að prédika, hvetja og styrkja kirkjuna.
24. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith og Oliver Cowdery í Harmony, Pennsylvaníu, í júlí 1830 (History of the Church, 1:101–103). Þó að aðeins væru liðnir tæpir fjórir mánuðir frá því kirkjan var stofnuð, voru ofsóknirnar orðnar mjög harðar og leiðtogarnir urðu að leita öryggis í nokkurs konar einangrun. Þrjár eftirfarandi opinberanir voru gefnar á þessum tíma til að styrkja þá og hvetja og leiðbeina þeim.
1–9, Joseph Smith er kallaður til að þýða, prédika og skýra ritningarnar; 10–12, Oliver Cowdery er kallaður til að prédika fagnaðarerindið; 13–19, Lögmál er opinberað varðandi kraftaverk, bölvun, að hrista rykið af fótum sér og ferðast án pyngju og mals.
25. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Harmony, Pennsylvaníu, í júlí 1830 (History of the Church, 1:103–104). (Sjá einnig formála að 24. kafla.) Þessi opinberun birtir Emmu Smith, eiginkonu spámannsins, vilja Drottins.
1–6, Emma Smith, kjörin kona, er kölluð til að aðstoða og hughreysta eiginmann sinn; 7–11, Hún er einnig kölluð til að skrifa, til að útskýra ritningar og til að safna sálmum; 12–14, Söngur hinna réttlátu er bæn til Drottins; 15–16, Reglur um hlýðni í þessari opinberun eru til allra.
26. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith, Oliver Cowdery og John Whitmer í Harmony, Pennsylvaníu, í júlí 1830 (History of the Church, 1:104). (Sjá einnig formála að 24. kafla.)
1, Þeim er sagt að nema ritningarnar og prédika; 2, Lögmál almennrar samþykktar staðfest.
27. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith í Harmony, Pennsylvaníu, í ágúst 1830 (History of the Church, 1:106–108). Vegna undirbúnings guðsþjónustu, þar sem sakramenti brauðs og víns skyldi veitt, fór Joseph til að útvega vín. Þá mætti hann himneskum sendiboða og fékk þessa opinberun. Var hluti hennar skrifaður á þeirri stundu, en það sem eftir var í september sama ár. Vatn er nú notað í stað víns á sakramentissamkomum kirkjunnar.
1–4, Táknin, sem notuð skulu við sakramentið, gefin; 5–14, Kristur og þjónar hans frá öllum ráðstöfunartímum eiga að meðtaka sakramentið; 15–18, Íklæðist alvæpni Guðs.
28. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Olivers Cowdery, í Fayette, New York, í september 1830 (History of the Church, 1:109–111). Hiram Page, meðlimur kirkjunnar, átti ákveðinn stein og taldi sig fá opinberanir með hans hjálp varðandi uppbyggingu Síonar og fyrirkomulag kirkjunnar. Nokkrir meðlimir höfðu látið blekkjast vegna þessarar fullyrðingar og jafnvel Oliver Cowdery varð ranglega fyrir áhrifum þar af. Stuttu fyrir boðaða ráðstefnu leitaði spámaðurinn einlæglega til Drottins varðandi málið og þessi opinberun fylgdi.
1–7, Joseph Smith heldur lyklum að leyndardómunum, og aðeins hann fær opinberanir fyrir kirkjuna; 8–10, Oliver Cowdery skal prédika fyrir Lamanítum; 11–16, Satan blekkti Hiram Page og veitti honum falskar opinberanir.
29. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith að viðstöddum sex öldungum, í Fayette, New York, í september 1830 (History of the Church, 1:111–115). Þessi opinberun var gefin nokkrum dögum fyrir ráðstefnuna, sem hófst 26. september 1830.
1–8, Kristur safnar saman sínum kjörnu; 9–11, Við komu hans hefst Þúsund ára ríkið; 12–13, Hinir tólf munu dæma alla Ísraelsþjóð; 14–21, Tákn, plágur og eyðing verður undanfari síðari komunnar; 22–28, Síðasta upprisan og lokadómurinn fylgja í kjölfar Þúsund ára ríkisins; 29–35, Allt er andlegt fyrir Drottni; 36–39, Djöflinum og herskörum hans var varpað frá himni til að freista mannsins; 40–45, Fallið og friðþægingin færir sáluhjálp; 46–50, Lítil börn eru endurleyst fyrir friðþæginguna.
30. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Davids Whitmer, Peters Whitmer yngri og Johns Whitmer í Fayette, New York, í september 1830, eftir þriggja daga ráðstefnu í Fayette, en áður en öldungar kirkjunnar skildu (History of the Church, 1:115–116). Í upphafi var hún birt sem þrjár opinberanir, sem spámaðurinn sameinaði síðan í eina heild fyrir útgáfu Kenningar og sáttmála árið 1835.
1–4, David Whitmer er agaður fyrir að þjóna ekki af kostgæfni; 5–8, Peter Whitmer yngri skal fara með Oliver Cowdery í trúboðsferð til Lamaníta; 9–11, John Whitmer er kallaður til að prédika fagnaðarerindið.
31. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Thomasar B. Marsh í september 1830 (History of the Church, 1:115–117). Þetta átti sér stað strax eftir ráðstefnu kirkjunnar (sjá formála að 30. kafla). Thomas B. Marsh hafði verið skírður fyrr í mánuðinum og hafði þegar verið vígður öldungur í kirkjunni, er opinberun þessi var gefin.
1–6, Thomas B. Marsh er kallaður til að boða fagnaðarerindið og er fullvissaður um velfarnað fjölskyldu sinnar; 7–13, Honum er ráðlagt að vera þolinmóður, biðja stöðugt og fylgja huggaranum.
32. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Parleys P. Pratt og Ziba Peterson í október 1830 (History of the Church, 1:118–120). Mikill áhugi og brennandi þrá var meðal öldunganna varðandi Lamanítana, en kirkjan hafði lært um blessanir þær, sem Mormónsbók talar um að þeim séu ætlaðar. Þar af leiðandi var Drottinn beðinn að segja vilja sinn um, hvort öldungarnir skyldu nú sendir til ættflokka indíánanna í vestri. Opinberunin fylgdi.
1–3, Parley P. Pratt og Ziba Peterson eru kallaðir til að prédika fyrir Lamanítunum og fylgja Oliver Cowdery og Peter Whitmer yngri; 4–5, Þeir eiga að biðja um skilning á ritningunum.
33. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Ezra Thayre og Northrops Sweet í Fayette, New York, í október 1830 (History of the Church, 1:126–127). Við skráningu þessarar opinberunar staðfestir spámaðurinn, að „...Drottinn er ávallt reiðubúinn að leiðbeina þeim, sem af kostgæfni leita í trú” (History of the Church, 1:126).
1–4, Verkamenn eru kallaðir til að boða fagnaðarerindið á elleftu stundu; 5–6, Kirkjan er stofnuð og hinum kjörnu skal safnað saman; 7–10, Iðrist, því að himnaríki er í nánd; 11–15, Kirkjan er byggð á bjargi fagnaðarerindisins; 16–18, Undirbúið komu brúðgumans.
34. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Orsons Pratt, í Fayette, New York, 4. nóvember 1830 (History of the Church, 1:127–128). Bróðir Pratt var þá nítján ára. Hann hafði snúist til trúar og verið skírður, þegar hann fyrst heyrði boðun hins endurreista fagnaðarerindis hjá eldri bróður sínum, Parley P. Pratt, sex vikum fyrr. Þessi opinberun var meðtekin á heimili Peters Whitmer eldri.
1–4, Hinir staðföstu verða synir Guðs með friðþægingunni; 5–9, Boðun fagnaðarerindisins greiðir síðari komunni veginn; 10–12, Spádómur fæst með krafti heilags anda.
35. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith og Sidney Rigdon í eða í grennd við Fayette, New York, í desember 1830 (History of the Church, 1:128–131). Á þessum tíma var spámaðurinn næstum daglega önnum kafinn við þýðingu á Biblíunni. Þýðingin hófst þegar í júní 1830 og bæði Oliver Cowdery og John Whitmer höfðu þjónað sem ritarar. Þar sem þeir höfðu nú verið kallaðir til annarra starfa, var Sidney Rigdon kallaður með guðlegri tilnefningu til þjónustu sem ritari spámannsins við þetta verk (sjá 20. vers). Sem formála að skráningu þessarar opinberunar skrifaði spámaðurinn: „Í desember kom Sidney Rigdon [frá Ohio] til að gjöra fyrirspurn til Drottins og með honum var Edward Partridge ... Stuttu eftir komu þessara tveggja bræðra mælti Drottinn þetta” (History of the Church, 1:128).
1–2, Hvernig menn geta orðið synir Guðs; 3–7, Sidney Rigdon er kallaður til að skíra og til að veita heilagan anda; 8–12, Tákn og undur eru unnin í trú; 13–16, Þjónar Drottins munu þreskja þjóðirnar með krafti andans; 17–19, Joseph Smith heldur lyklum leyndardómanna; 20–21, Hinir kjörnu munu standast komudag Drottins; 22–27, Ísrael mun frelsast.
36. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Edwards Partridge í grennd við Fayette, New York, í desember 1830 (History of the Church, 1:131). (Sjá formála að 35. kafla.) Spámaðurinn sagði, að Edward Partridge „væri fyrirmynd í guðrækni og einn af mikilmennum Drottins” (History of the Church, 1:128).
1–3, Drottinn leggur hendur sínar yfir Edward Partridge með hendi Sidney Rigdon; 4–8, Hver sá, sem tekur á móti fagnaðarerindinu og prestdæminu, er kallaður til að fara og prédika.
37. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith og Sidney Rigdon í grennd við Fayette, New York, í desember 1830 (History of the Church, 1:139). Hér eru gefin fyrstu fyrirmælin um samansöfnun í þessum ráðstöfunum.
1–4, Hinum heilögu sagt að safnast til Ohio.
38. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Fayette, New York, 2. janúar 1831 (History of the Church, 1:140–143). Tilefnið var ráðstefna kirkjunnar.
1–6, Kristur skapaði alla hluti; 7–8, Hann er mitt á meðal sinna heilögu, sem munu brátt sjá hann; 9–12, Allt hold er spillt frammi fyrir honum; 13–22, Hann hefur geymt sínum heilögu land fyrirheitsins um tíma og eilífð; 23–27, Hinum heilögu boðið að vera eitt og meta hver annan sem bróður; 28–29, Sagt fyrir um styrjaldir; 30–33, Hinum heilögu skal gefinn kraftur frá upphæðum og þeir fara út meðal allra þjóða; 34–42, Kirkjunni er boðið að annast hina fátæku og þurfandi og leita auðæfa eilífðarinnar.
39. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til James Covill í Fayette, New York, 5. janúar 1831 (History of the Church, 1:143–145). James Covill, sem hafði verið baptistaprestur í u. þ. b. fjörutíu ár, gjörði sáttmála við Drottin um að hlýðnast hverju því boði, sem Drottinn gæfi honum með spámanninum Joseph.
1–4, Hinir heilögu hafa mátt til að verða synir Guðs; 5–6, Að taka á móti fagnaðarerindinu er að taka á móti Kristi; 7–14, James Covill er boðið að láta skírast og starfa í víngarði Drottins; 15–21, Þjónar Drottins eiga að boða fagnaðarerindið fyrir síðari komuna; 22–24, Þeim sem taka á móti fagnaðarerindinu mun safnað saman um tíma og eilífð.
40. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith og Sidney Rigdon í Fayette, New York, í janúar 1831 (History of the Church, 1:145). Áður en spámaðurinn skráði þessa opinberun skrifaði hann: „Þar sem James Covill hafnaði orðum Drottins og sneri aftur til fyrri trúarkenninga og fólks, gaf Drottinn mér og Sidney Rigdon eftirfarandi opinberun” (History of the Church, 1:145).
1–3, Ótti við ofsóknir og veraldlega hluti veldur því að fagnaðarerindinu er hafnað.
41. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til kirkjunnar í Kirtland, Ohio, 4. febrúar 1831 (History of the Church, 1:146–147). Meðlimum Kirtlandgreinar kirkjunnar fjölgaði ört á þessum tíma. Í formála að þessari opinberun skrifaði spámaðurinn: „Kirkjumeðlimir ... kappkostuðu að hlíta vilja Guðs, eftir því sem þeir þekktu hann, þó að nokkrar einkennilegar hugmyndir og falskir andar hafi smeygt sér inn á meðal þeirra ... (og) Drottinn gaf kirkjunni það sem hér fer á eftir” (History of the Church, 1:146–147).
1–3, Öldungarnir munu stjórna kirkjunni með anda opinberunar; 4–6, Sannir lærisveinar munu meðtaka og halda lögmál Drottins; 7–12, Edward Partridge er nefndur sem biskup kirkjunnar.
42. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 9. febrúar 1831 (History of the Church, 1:148–154). Hún var meðtekin í viðurvist tólf öldunga og til uppfyllingar loforði, sem Drottinn hafði áður gefið um að „lögmálið” yrði gefið í Ohio (sjá kafla 38:32). Spámaðurinn segir þessa opinberun „fela í sér lögmál kirkjunnar” (History of the Church, 1:148).
1–10, Öldungarnir eru kallaðir til að prédika fagnaðarerindið, skíra trúskiptinga og byggja upp kirkjuna; 11–12, Þá verður að kalla og vígja og þeir eiga að kenna reglur fagnaðarerindisins, sem í ritningunum eru; 13–17, Þeir eiga að kenna og spá með krafti andans; 18–29, Hinum heilögu er boðið, að þeir megi ekki drepa, stela, ljúga, girnast, drýgja hór, eða tala illa um aðra; 30–39, Lögmál varðandi helgun eigna sett fram; 40-42, Dramb og iðjuleysi fordæmt; 43–52, Hina sjúku skal lækna með líknarblessun og trú; 53–60, Ritningar stjórna kirkjunni og skulu kynntar heiminum; 61–69, Lega Nýju Jerúsalem og leyndardómar ríkisins mun opinberað; 70–73, Helgaðar eigur skulu notaðar til stuðnings embættismönnum kirkjunnar; 74–93, Lögmál varðandi saurlífi, hórdóm, morð, stuld og játningu synda sett fram.
43. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, í febrúar 1831 (History of the Church, 1:154–156). Á þeim tíma höfðu nokkrir kirkjumeðlimir látið glepjast af fólki, sem ranglega fullyrti að það fengi opinberanir. Spámaðurinn leitaði til Drottins og fékk þessi orð, en þeim er beint til öldunga kirkjunnar. Fyrri hlutinn fjallar um mál er varðar stjórnlög kirkjunnar, en síðari hlutinn er aðvörun, sem öldungarnir skulu flytja þjóðum jarðar.
1–7, Opinberanir og boðorð berast aðeins með þeim sem útnefndur er; 8–14, Hinir heilögu helgast með því að breyta í öllu í heilagleika frammi fyrir Drottni; 15–22, Öldungarnir eru sendir út til að hrópa iðrun og búa menn undir hinn mikla dag Drottins; 23–28, Drottinn kallar á menn með sinni eigin röddu og með náttúruöflunum; 29–35, Þúsund ára ríkið mun koma og Satan verður bundinn.
44. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith og Sidney Rigdon í Kirtland, Ohio, síðari hluta febrúar 1831 (History of the Church, 1:157). Í samræmi við þá nauðsyn, sem hér er greint frá, ákvað kirkjan að ráðstefna skyldi haldin snemma í júnímánuði næstkomandi.
1–3, Öldungarnir skulu koma saman til ráðstefnu; 4–6, Þeir skulu skipuleggja sig í samræmi við lög landsins og annast hina fátæku.
45. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til kirkjunnar, í Kirtland, Ohio, 7. mars 1831 (History of the Church, 1:158–163). Í formála sínum að þessari opinberun segir spámaðurinn, að „á þessu tímabili kirkjunnar ... hafi margar falskar frásagnir ... og heimskulegar sögur verið gefnar út ... og þeim dreift ... til að hindra fólk í að rannsaka starfið eða taka við trúnni ... En hinum heilögu til gleði ... meðtók ég eftirfarandi,”(History of the Church, 1:158).
1–5, Kristur er málsvari okkar hjá föðurnum; 6–10, Fagnaðarerindið er boðberi, sem greiðir Drottni veg; 11–15, Drottinn tók sjálfur á móti Enok og bræðrum hans; 16–23, Kristur opinberaði tákn um komu sína, eins og gefin voru á Olíufjallinu; 24–38, Fagnaðarerindið verður endurreist, tími Þjóðanna mun uppfylltur og eyðandi sjúkdómur mun hylja landið; 39–47, Tákn, undur og upprisan fylgja síðari komunni; 48–53, Kristur mun standa á Olíufjallinu, og Gyðingar munu sjá sárin á höndum hans og fótum; 54–59, Drottinn mun ríkja í þúsund ár; 60–62, Spámanninum er sagt að hefja þýðingu á Nýja testamentinu, en þar munu mikilvægar upplýsingar kunngjörðar; 63–75, Hinum heilögu er boðið að sameinast og byggja Nýju Jerúsalem, en þangað mun fólk frá öllum þjóðum koma.
46. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til kirkjunnar, í Kirtland, Ohio, 8. mars 1831 (History of the Church, 1:163–165). Á þessum fyrstu tímum kirkjunnar var engin föst regla komin á stjórn á guðsþjónustum hennar. Þó var orðinn siður í kirkjunni að veita aðeins meðlimum og einlægum könnuðum aðgang að sakramentissamkomum og öðrum samkomum hennar. Þessi opinberun lýsir vilja Drottins varðandi skipulag og stjórn á samkomum.
1–2, Öldungar eiga að stjórna samkomum eins og heilagur andi segir fyrir um; 3–6, Leitendur sannleikans skulu ekki útilokaðir frá sakramentissamkomum; 7–12, Biðjið til Guðs og leitið gjafa andans; 13–26, Upptalning á sumum þeirra gjafa veitt; 27–33, Kirkjuleiðtogum gefst kraftur til að þekkja gjafir andans.
47. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 8. mars 1831 (History of the Church, 1:166). Fram að þeim tíma hafði Oliver Cowdery verið sagna- og skýrsluritari kirkjunnar. John Whitmer hafði ekki sóst eftir útnefningu sem sagnaritari, en þegar óskað var eftir, að hann þjónaði á þessu sviði, sagðist hann mundi hlýða vilja Drottins í því efni. Hann hafði þegar þjónað sem ritari spámannsins og skráð margar opinberanir, sem fengust í Fayette á New York-svæðinu.
1–4, John Whitmer er falið að skrá sögu kirkjunnar og skrifa fyrir spámanninn.
48. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, í mars 1831 (History of the Church, 1:166–167). Spámaðurinn hafði spurt Drottin hvaða aðferð skyldi beita við útvegun lands undir búsetu hinna heilögu, en þetta var mjög aðkallandi mál vegna aðflutnings kirkjumeðlima frá austurhluta Bandaríkjanna í hlýðni við fyrirmæli Drottins um að safnast til Ohio (sjá kafla 37:1–3; 45:64).
1–3, Hinir heilögu í Ohio eiga að deila löndum sínum með bræðrum sínum; 4–6, Hinir heilögu skulu kaupa land, byggja borg, og fylgja ráðum yfirmanna sinna.
49. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Sidneys Rigdon, Parleys P. Pratt og Lemans Copley í Kirtland, Ohio, í mars 1831 (History of the Church, 1:167–169). (Sumar söguskýrslur segja dagsetningu þessarar opinberunar vera í maí 1831.) Leman Copley hafði meðtekið fagnaðarerindið, en hélt enn fast við nokkrar af kenningum skekjara (Shakers eða Samfélag trúaðra á endurkomu Krists), en þeim hafði hann áður tilheyrt. Sumar trúarskoðanir skekjara voru þær, að síðari koma Krists væri þegar orðin veruleiki, og að hann hefði birst í mynd konu, Önnu Lee; að skírn í vatni væri ekki talin nauðsynleg; að neysla svínakjöts væri sérstaklega bönnuð, og margir þeirra neyttu ekki kjöts; að einlífi væri talið æðra hjónabandi. Sem formála að þessari opinberun skrifaði spámaðurinn: „Til þess að fá fullan skilning á þessu efni, spurði ég Drottin, og tók á móti því sem hér fer á eftir” (History of the Church, 1:167). Opinberunin hrakti nokkrar af meginkenningum skekjaranna. Áðurnefndir bræður fóru með eintak af opinberuninni til skekjaranna (nálægt Cleveland, Ohio) og lásu hana alla fyrir þá, en henni var hafnað.
1–7, Dagur og stund komu Krists mun haldast ókunn, þar til hann kemur; 8–14, Menn verða að iðrast, trúa á fagnaðarerindið og fylgja helgiathöfnum til að öðlast sáluhjálp; 15–16, Hjónabandið er vígt af Guði; 17–21, Neysla kjöts samþykkt; 22–28, Síon mun blómstra og Lamanítar blómgast sem rós fyrir síðari komuna.
50. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, í maí 1831 (History of the Church, 1:170–173). Spámaðurinn lýsir því yfir, að nokkrir öldunganna hafi ekki skilið hvernig ýmsir andar birtast, sem á jörðunni eru, og að þessi opinberun hafi verið gefin sem svar við sérstakri fyrirspurn hans um málið. Svokölluð andleg fyrirbæri voru ekki óalgeng meðal meðlimanna, sumir staðhæfðu, að þeir sæju sýnir og fengju opinberanir.
1–5, Margir falskir andar eru á jörðunni; 6–9, Vei sé hræsnurum og þeim, sem útilokaðir eru frá kirkjunni; 10–14, Öldungar eiga að boða fagnaðarerindið með andanum; 15–22, Andinn þarf að upplýsa bæði prédikara og áheyrendur; 23–25, Það sem ekki uppbyggir er ekki af Guði; 26–28, Hinir staðföstu eru eigendur alls; 29–36, Bænum hinna hreinsuðu er svarað; 37–46, Kristur er góði hirðirinn og klettur Ísraels.
51. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Thompson, Ohio, í maí 1831 (History of the Church, 1:173–174). Um þetta leyti fóru hinir heilögu, sem fluttust frá austurríkjunum, að koma til Ohio og nauðsynlegt reyndist að gera ákveðnar ráðstafanir varðandi búsetu þeirra. Þar sem þetta verkefni tilheyrði sérstaklega biskupsstarfinu, leitaði Edward Partridge leiðbeininga í málinu og spámaðurinn leitaði til Drottins.
1–8, Edward Partridge er útnefndur til að ráðstafa eigum og eignum; 9–12, Hinir heilögu eiga að breyta heiðarlega og skipta jafnt; 13–15, Þeir eiga að hafa forðabúr biskups og ráðstafa eigum í samræmi við lögmál Drottins; 16–20, Ohio skal vera bráðabirgðaaðsetur.
52. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til öldunga kirkjunnar í Kirtland, Ohio, 7. júní 1831 (History of the Church, 1:175–179). Ráðstefna hafði verið haldin í Kirtland, og hófst hún þann 3. en lauk hinn 6. júní. Á þessari ráðstefnu fór í fyrsta skipti fram sérstök vígsla til embættis háprests. Ákveðnar vísbendingar um falska og blekkjandi anda afhjúpaðar og víttar.
1–2, Næsta ráðstefna skal haldin í Missouri; 3–8, Ákveðnir öldungar nefndir til að ferðast saman; 9–11, Öldungarnir skulu kenna það sem postularnir og spámennirnir hafa ritað; 12–21, Þeir, sem upplýstir eru af andanum, bera ávexti lofgjörðar og visku; 22–44, Ýmsir öldungar nefndir til að fara og boða fagnaðarerindið á leið sinni til ráðstefnunnar í Missouri.
53. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Algernons Sidneys Gilbert í Kirtland, Ohio, í júní 1831 (History of the Church, 1:179–180). Að beiðni Sidneys Gilbert spurði spámaðurinn Drottin um starf bróður Gilberts og útnefningu í kirkjunni.
1–3, Köllun og kjör Sidneys Gilbert í kirkjunni er að vera vígður til öldungs; 4–7, Hann skal einnig þjóna sem erindreki biskups.
54. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Newels Knight í Kirtland, Ohio, í júní 1831 (History of the Church, 1:180–181). Meðlimir kirkjunnar í greininni í Thompson, Ohio, voru ósammála um viss atriði varðandi helgun eigna. Eigingirni og ágirnd var greinileg, og Leman Copley hafði rofið sáttmála sinn um að helga hina stóru bújörð sína sem erfðaland fyrir hina heilögu, er komu frá Colesville, New York. Ezra Thayre átti einnig hlut í þessum deilum. Newel Knight (greinarforseti í Thompson) og aðrir öldungar komu þar af leiðandi til spámannsins til að spyrjast fyrir um hvernig þeir skyldu bregðast við. Spámaðurinn leitaði til Drottins og fékk þessa opinberun. (Sjá kafla 56, sem er framhald á þessu máli.)
1–6, Hinir heilögu verða að halda sáttmála fagnaðarerindisins til að njóta miskunnar; 7–10, Þeir verða að sýna þolinmæði í andstreymi.
55. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Williams W. Phelps í Kirtland, Ohio, í júní 1831 (History of the Church, 1:184–186). William W. Phelps, prentari, og fjölskylda hans voru nýkomin til Kirtlands, og spámaðurinn leitaði upplýsinga hjá Drottni varðandi hann.
1–3, W. W. Phelps er kallaður og útvalinn til að skírast, til að vígjast til öldungs og prédika fagnaðarerindið; 4, Hann skal einnig skrifa bækur fyrir börnin í kirkjuskólunum; 5–6, Hann skal fara til Missouri, en þar mun hann starfa.
56. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, í júní 1831 (History of the Church, 1:186–188). Öldungur Ezra Thayre, sem falið hafði verið að ferðast til Missouri með öldungi Thomas B. Marsh (sjá kafla 52:22), gat ekki hafið ferð sína, þegar hinn síðarnefndi var tilbúinn. Öldungur Thayre var ekki reiðubúinn í ferð sína vegna vandamála sinna í Thompson, Ohio (sjá formála að 54. kafla). Drottinn svaraði fyrirspurn spámannsins um málið með þessari opinberun.
1–2, Hinir heilögu verða að taka upp kross sinn og fylgja Drottni til að öðlast sáluhjálp; 3–13, Drottinn býður og afturkallar, og hinum óhlýðnu er vísað burt; 14–17, Vei sé hinum ríku, sem ekki vilja hjálpa hinum fátæku, og vei sé hinum fátæku, sem ekki hafa sundurkramin hjörtu; 18–20, Blessaðir eru hinir fátæku, sem eru hreinir í hjarta, því að þeir munu jörðina erfa.
57. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Síon, Jacksonsýslu, Missouri, 20. júlí 1831 (History of the Church, 1:189–190). Í samræmi við fyrirmæli Drottins (52. kafli) höfðu öldungarnir ferðast frá Kirtland til Missouri og orðið fyrir margskonar reynslu og mætt nokkurri andstöðu. Eftir að hafa hugleitt ásigkomulag Lamaníta, skort á menningu, siðfágun og trú meðal fólksins almennt, hrópaði spámaðurinn: „Hvenær mun eyðimörkin blómgast sem rós? Hvenær mun Síon reist í dýrð sinni, og hvar mun musteri þitt standa, sem allar þjóðir skulu koma til á síðustu dögum?” (History of the Church, 1:189). Spámaðurinn fékk þá þessa opinberun.
1–3, Independence, Missouri, er staðurinn undir borg Síonar og musterið; 4–7, Hinir heilögu skulu kaupa lönd og hljóta arf á því svæði; 8–16, Sidney Gilbert skal opna verslun, W. W. Phelps skal vera prentari og Oliver Cowdery skal ritstýra efni til birtingar.
58. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Síon, Jacksonsýslu, Missouri, 1. ágúst 1831 (History of the Church, 1:190–195). Á fyrsta hvíldardeginum eftir komu spámannsins og fylgdarliðs hans til Jacksonsýslu, Missouri, var guðsþjónusta haldin og tveir meðlimir teknir með skírn í kirkjuna. Þá viku kom hluti hinna heilögu í Colesville, frá Thompson-greininni, ásamt fleirum (sjá kafla 54). Marga langaði ákaft að vita um vilja Drottins varðandi þá á þessum nýja samastað.
1–5, Þeir sem standast andstreymi munu krýndir með dýrð; 6–12, Hinir heilögu skulu undirbúa brúðkaup lambsins og kvöldmáltíð Drottins; 13–18, Biskupar eru dómarar í Ísrael; 19–23, Hinir heilögu skulu hlýða lögum landsins; 24–29, Menn skulu nota frelsi sitt til að gjöra gott; 30–33, Drottinn býður og afturkallar; 34–43, Til að iðrast verða menn að játa syndir sínar og láta af þeim; 44–58, Hinir heilögu skulu kaupa arfleifð sína og safnast til Missouri; 59–65, Fagnaðarerindið verður að prédika hverri skepnu.
59. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Síon, Jacksonsýslu, Missouri, 7. ágúst 1831 (History of the Church, 1:196–201). Áður en spámaðurinn skráir þessa opinberun ritar hann lýsingu á landi Síonar, þar sem fólkið var þá saman komið. Landið var helgað eins og Drottinn hafði mælt fyrir um og staðurinn undir verðandi musteri var vígður. Drottinn tileinkar hinum heilögu í Síon sérstaklega þessi fyrirmæli.
1–4, Hinir heilögu í Síon, sem staðfastir eru, munu blessaðir; 5–8, Þeir skulu elska Drottin og þjóna honum, og halda boðorð hans; 9–19, Með því að halda dag Drottins heilagan, eru hinir heilögu blessaðir stundlega og andlega; 20–24, Hinir réttlátu fá fyrirheit um frið í þessum heimi og eilíft líf í komanda heimi.
60. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Jacksonsýslu, Missouri, 8. ágúst 1831 (History of the Church, 1:201–202). Í þessu tilviki þráðu öldungar, sem snúa skyldu aftur í austurátt, að vita hvernig þeir ættu að bera sig að og hvernig og hvaða leið þeir skyldu fara.
1–9, Öldungarnir skulu boða fagnaðarerindið í söfnuðum hinna ranglátu; 10–14, Þeir skulu hvorki eyða tíma sínum til einskis né grafa hæfileika sína í jörðu; 15–17, Þeir mega þvo fætur sína sem vitnisburð gegn þeim, sem hafna fagnaðarerindinu.
61. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith á bökkum Missouri-fljótsins, McIlwaines Bend, 12. ágúst 1831 (History of the Church, 1:202–205). Á heimleið sinni til Kirtlands höfðu spámaðurinn og tíu öldungar ferðast niður ána á eintrjáningum. Á þriðja degi ferðarinnar urðu margar hættur á vegi þeirra. Öldungur William W. Phelps sá í sýn um hábjartan dag, hvar eyðandinn þeysti í veldi eftir yfirborði vatnsins.
1–12, Drottinn hefur ákvarðað mikla tortímingu á vötnunum; 13–22, Jóhannes bölvaði vötnunum, og eyðandinn þeysir eftir yfirborði þeirra; 23–29, Sumir hafa vald til að ráða yfir vötnunum; 30–35, Öldungarnir skulu ferðast tveir og tveir og prédika fagnaðarerindið; 36–39 Þeir skulu undirbúa komu mannssonarins.
62. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith á bökkum Missouri-fljótsins í Chariton í Missouri, 13. ágúst 1831 (History of the Church, 1:205–206). Þennan dag mættu spámaðurinn og fylgdarlið hans, á leið sinni frá Independence til Kirtlands, nokkrum öldungum, sem voru á leið til lands Síonar, og eftir ánægjulegar kveðjur meðtók hann þessa opinberun.
1–3, Vitnisburðir eru skráðir á himni; 4–9, Öldungarnir skulu ferðast og prédika samkvæmt eigin dómgreind og leiðbeiningum andans.
63. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, í síðari hluta ágústmánaðar 1831 (History of the Church, 1:206–211). Spámaðurinn, Sidney Rigdon og Oliver Cowdery höfðu komið til Kirtlands 27. ágúst úr heimsókn sinni til Missouri. Sem formála að þessari opinberun skrifaði spámaðurinn: „Á þessum bernskudögum kirkjunnar var mikill áhugi fyrir því að heyra orð Drottins í öllum þeim efnum, sem á einhvern hátt varðaði sáluhjálp okkar, og þar sem land Síonar var nú mikilvægasta stundlega málið á dagskrá, bað ég Drottin um frekari upplýsingar um samansöfnun hinna heilögu og kaup á landi og fleiri mál” (History of the Church, 1:207).
1–6, Dagur heilagrar reiði mun koma yfir hina ranglátu; 7–12, Tákn verða fyrir trú; 13–19, Hinir hórsömu í hjarta munu afneita trúnni og þeim verður varpað í eldsdíki; 20, Hinir staðföstu hljóta arfleifð á ummyndaðri jörðunni; 21, Full frásögn af atburðunum á Ummyndunarfjallinu hefur enn ekki verið opinberuð; 22–23, Hinir hlýðnu hljóta leyndardóma ríkisins; 24–31, Arfleifð í Síon skal keypt; 32–35, Drottinn segir styrjaldir verða, og hinir ranglátu drepa hina ranglátu; 36–48, Hinir heilögu skulu safnast til Síonar og útvega fé til uppbyggingar hennar; 49–54, Hinum staðföstu eru tryggðar blessanir við síðari komuna, í upprisunni og í þúsund ára ríkinu; 55–58, Þetta er dagur viðvörunar; 59–66, Þeir, sem nota nafn Drottins án valdsumboðs, leggja nafn hans við hégóma.
64. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til öldunga kirkjunnar í Kirtland, Ohio, 11. september 1831 (History of the Church, 1:211–214). Spámaðurinn bjó sig undir að flytja til Hiram, Ohio, til að hefja á ný þýðingu sína á Biblíunni, sem legið hafði niðri, meðan hann var í Missouri. Hópur bræðra, sem fengið höfðu boð um að fara til Síonar (Missouri) bjó sig af alvöru undir ferðina, sem verða átti í október. Opinberunin var meðtekin á þessum annatíma.
1–11, Hinum heilögu er boðið að fyrirgefa hver öðrum, svo að ekki búi í þeim hin stærri synd; 12–22, Þeir sem ekki iðrast skulu leiddir fyrir kirkjuna; 23–25, Sá sem greiðir tíund mun ekki brenna við komu Drottins; 26–32, Hinir heilögu varaðir við skuldum; 33–36, Hinir uppreisnargjörnu munu útilokaðir frá Síon; 37–40, Kirkjan mun dæma þjóðirnar; 41–43, Síon mun blómstra.
65. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Hiram, Ohio, í október 1831 (History of the Church, 1:218). Spámaðurinn nefnir þessa opinberun bæn.
1–2, Lyklar Guðs ríkis eru afhentir manni á jörðu, og málstaður fagnaðarerindisins mun sigra; 3–6, Þúsund ára ríki himins mun koma og sameinast ríki Guðs á jörðu.
66. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Orange, Ohio, 25. október 1831 (History of the Church, 1:219–221). Þetta var fyrsti dagur þýðingarmikillar ráðstefnu. Í formála að þessari opinberun skrifaði spámaðurinn: „Að beiðni Williams E. McLellin, leitaði ég til Drottins og meðtók eftirfarandi” (History of the Church, 1:220).
1–4, Hinn ævarandi sáttmáli er fylling fagnaðarerindisins; 5–8, Öldungar skulu prédika, vitna og rökræða við fólkið; 9–13, Trúverðug andleg þjónusta tryggir arfleifð eilífs lífs.
67. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Hiram, Ohio, í nóvember 1831 (History of the Church, 1:224–225). Tilefnið var sérstök ráðstefna, þar sem rædd var og ákvörðun tekin um birtingu opinberana, sem þá þegar hafði verið tekið á móti frá Drottni með spámanninum Joseph Smith (sjá formála að 1. kafla). Ákveðið var að Oliver Cowdery og John Whitmer færu með handritin að opinberununum til Independence, þar sem W. W. Phelps gæfi þau út sem Boðorðabókina. Margir bræðranna gáfu hátíðlegan vitnisburð um að opinberanirnar, sem safnað hafði verið saman til útgáfu, væru vissulega sannar, eins og heilagur andi, sem þeim veittist, hafði borið þeim vitni um. Spámaðurinn skýrir frá því, að eftir að opinberunin, sem þekkt er sem 1. kafli, hafði verið gefin, hafi nokkrar neikvæðar umræður orðið um málfar opinberananna. Þessi opinberun fylgdi.
1–3, Drottinn heyrir bænir öldunga sinna og vakir yfir þeim; 4–9, Hann skorar á þann vitrasta að eftirlíkja hina smæstu af opinberunum hans; 10–14, Staðfastir öldungar munu lífgaðir af andanum og sjá ásjónu Guðs.
68. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Hiram, Ohio, í nóvember 1831, að beiðni Orsons Hyde, Lukes S. Johnson, Lymans E. Johnson og Williams E. McLellin (History of the Church, 1:227–229). Þó að þessi opinberun væri gefin sem svar við beiðni um að fá að vita vilja Drottins varðandi nefnda öldunga, þá varðar mikill hluti hennar alla kirkjuna.
1–5, Orð öldunganna, sem þeir mæla fyrir áhrif heilags anda, er ritning; 6–12, Öldungarnir munu prédika og skíra, og tákn munu fylgja sönnum trúendum; 13–24, Frumburður meðal sona Arons má þjóna sem yfirbiskup (þ. e. halda forsætislyklum sem biskup) undir stjórn Æðsta forsætisráðsins; 25–28, Foreldrum er boðið að kenna börnum sínum fagnaðarerindið; 29–35, Hinir heilögu skulu virða hvíldardaginn, starfa af kappi og biðja.
69. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Hiram, Ohio, í nóvember 1831 (History of the Church, 1:234–235). Samantekt opinberana, sem gefa skal út fljótlega, var tekin fyrir á sérstakri ráðstefnu 1. nóvember. Þann þriðja sama mánaðar var opinberuninni, er birtist hér sem 133. kafli, bætt við og nefnd Viðauki. Samkvæmt ákvörðun ráðstefnunnar var Oliver Cowdery falið að fara með handrit hinna samanteknu opinberana og boðorða til Independence, Missouri, til prentunar. Hann skyldi einnig taka með sér fé það, sem lagt hafði verið fram til uppbyggingar kirkjunnar í Missouri. Þar sem leið hans lægi gegnum strjálbýlt svæði að mörkunum, var ferðafélagi æskilegur.
1–2, John Whitmer skal fara með Oliver Cowdery til Missouri; 3–8, Hann skal einnig prédika, og safna, skrá og rita söguheimildir.
70. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 12. nóvember 1831 (History of the Church, 1:235–237). Sagan, sem spámaðurinn skráði, sýnir að fjórar ráðstefnur voru haldnar frá 1. og til og með 12. nóvember. Á þeirri síðustu var rætt um mikilvægi Boðorðabókarinnar, síðar nefnd Kenning og sáttmálar, og spámaðurinn talar um hana sem „grundvöll kirkjunnar á þessum síðustu dögum og ávinning fyrir heiminn, sem sýni að mönnum sé enn á ný treyst fyrir lyklunum að leyndardómum ríkis frelsara okkar” (History of the Church, 1:235).
1–5, Ráðsmenn útnefndir til að birta opinberanirnar; 6–13, Þeir sem vinna að andlegum málum eru verðir launa sinna; 14–18, Hinir heilögu séu jafnir í stundlegum efnum.
71. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith og Sidney Rigdon í Hiram, Ohio, 1. desember 1831 (History of the Church, 1:238–239). Spámaðurinn hélt áfram þýðingu Biblíunnar, með Sidney Rigdon sem ritara, þar til þessi opinberun var gefin, en þá var hún lögð til hliðar um hríð, svo að þeir gætu uppfyllt þær leiðbeiningar, sem hér eru gefnar. Bræðurnir áttu að fara og prédika til að lægja þær óvinsamlegu öldur sem risið höfðu gegn kirkjunni, vegna birtingar nokkurra blaðagreina eftir Ezra Booth, sem horfið hafði frá kirkjunni.
1–4, Joseph Smith og Sidney Rigdon sendir út til að boða fagnaðarerindið; 5–11, Óvinum hinna heilögu mun hnekkt.
72. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 4. desember 1831 (History of the Church, 1:239–241). Nokkrir öldungar og meðlimir höfðu safnast saman til að læra um skyldur sínar og uppbyggjast frekar í kenningum kirkjunnar. Þessi kafli er tvær opinberanir, sem gefnar voru sama daginn. Vers 1 til og með 8 kunngjöra köllun Newels K. Whitney til biskups. Hann var síðan kallaður og vígður, og eftir það voru vers 9 til og með 26 gefin, en þau veita frekari upplýsingar varðandi skyldur biskups.
1–8, Öldungar skulu gefa biskupi skýrslu um ráðsmennsku sína; 9–15, Biskupinn sér um forðabúrið og annast hina fátæku og þurfandi; 16–26, Biskupar skulu votta verðleika öldunganna.
73. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith og Sidney Rigdon í Hiram, Ohio, 10. janúar 1832 (History of the Church, 1:241–242). Frá því snemma í desember síðast liðnum höfðu spámaðurinn og Sidney verið önnum kafnir við að prédika, og á þann hátt tókst að lægja þær öldur, sem risið höfðu gegn kirkjunni (sjá formála að 71. kafla).
1–2, Öldungarnir skulu halda áfram að prédika; 3–6, Joseph Smith og Sidney Rigdon skulu halda áfram að þýða Biblíuna, þar til því er lokið.
74. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith í Hiram, Ohio, í janúar 1832 (History of the Church, 1:242). Spámaðurinn skrifar: „Eftir að hafa tekið á móti fyrrgreindum orðum Drottins [K&S 73] hóf ég að nýju þýðingu á ritningunum og vann ötullega að henni alveg fram undir ráðstefnu, sem boðuð var 25. janúar. Á þessum tíma tók ég einnig á móti eftirfarandi orðum, sem skýringu við Fyrra Korintubréfið, sjöunda kapítula, 14. vers” (History of the Church, 1:242).
1–5, Páll ráðleggur kirkjunni á sínum dögum að halda ekki lögmál Móse; 6–7, Lítil börn eru heilög og helguð með friðþægingunni.
75. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Amherst, Ohio, 25. janúar 1832 (History of the Church, 1:242–245). Tilefnið var ráðstefna, sem áður var ákveðin. Á þessari ráðstefnu fékk Joseph Smith stuðning og var vígður forseti hins háa prestdæmis. Ákveðnir öldungar, sem mætt höfðu erfiðleikum við að leiða menn í skilning um boðskap sinn, óskuðu eftir að fræðast meira og nákvæmar um aðkallandi skyldur sínar. Þessi opinberun fylgdi.
1–5, Staðfastir öldungar, sem prédika fagnaðarerindið, munu öðlast eilíft líf; 6–12, Biðjið um að hljóta huggarann, sem kennir allt; 13–22, Öldungar munu dæma þá sem hafna boðskap þeirra; 23–36, Fjölskyldur trúboðanna skulu fá hjálp frá kirkjunni.
76. kafli
Sýn gefin spámanninum Joseph Smith og Sidney Rigdon í Hiram, Ohio, 16. febrúar 1832 (History of the Church, 1:245–252). Í formála að frásögn sinni af þessari sýn skrifaði spámaðurinn: „Þegar ég kom til baka af ráðstefnunni í Amherst, hóf ég að nýju þýðingu á ritningunum. Af ýmsum opinberunum, sem mótteknar höfðu verið, var greinilegt að mörg mikilvæg atriði varðandi sáluhjálp mannsins höfðu verið tekin úr Biblíunni, eða glatast áður en hún var sett saman. Auðséð var af þeim sannleik, sem eftir stóð, að ef Guð umbunaði sérhverjum samkvæmt verkum hans í líkamanum þá hlaut orðið himinn, sem ákvarðaður var sem eilífðarheimili hinna heilögu, að fela í sér fleiri ríki en eitt. Meðan ég og öldungur Rigdon vorum því önnum kafnir við þýðingu Jóhannesarguðspjalls, sáum við eftirfarandi sýn” (History of the Church, 1:245). Það var eftir að spámaðurinn hafði þýtt Jóh 5:29, að sýn þessi var gefin.
1–4, Drottinn er Guð; 5–10, Leyndardómar ríkisins munu opinberaðir öllum staðföstum; 11–17, Allir munu koma fram í upprisu hinna réttvísu eða hinna ranglátu; 18–24, Íbúar margra heima eru getnir synir og dætur Guðs fyrir friðþægingu Jesú Krists; 25–29, Engill Guðs féll og varð djöfullinn; 30–49, Glötunarsynirnir þola eilífa fordæmingu; allir aðrir öðlast einhverja gráðu sáluhjálpar; 50–70, Lýsing á dýrð og launum upphafinna vera í himneska ríkinu; 71–80, Þeim, sem erfa munu yfirjarðneska ríkið, er lýst; 81–113, Hlutskipti þeirra, sem eru í jarðneskri, yfirjarðneskri og himneskri dýrð, skýrt; 114–119, Hinir staðföstu geta séð og skilið leyndardóma Guðs ríkis með krafti heilags anda.
77. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith í Hiram, Ohio, í mars 1832 (History of the Church, 1:253–255). Spámaðurinn skrifaði: „Við þýðingu á ritningunum fékk ég eftirfarandi skýringar á opinberun Jóhannesar” (History of the Church, 1:253).
1–4, Dýr hafa anda og munu dvelja í eilífri sælu á ódauðlegri jörð; 5–7, Stundleg tilvera þessarar jarðar er 7.000 ár; 8–10, Ýmsir englar endurreisa fagnaðarerindið og þjóna á jörðu; 11, Innsiglun hinna 144.000; 12–14, Kristur mun koma í upphafi sjö þúsundasta ársins; 15, Tveir spámenn verða upp vaktir fyrir Gyðingana.
78. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Hiram, Ohio, í mars 1832 (History of the Church, 1:255-257). Regla sú sem Drottinn gaf Joseph Smith varðandi stofnun og rekstur forðabúrs fyrir hina fátæku. Ekki var alltaf æskilegt að einstaklingar þeir, sem Drottinn ávarpaði í opinberunum, yrðu kunnir heiminum, og af þeim sökum voru bræðurnir í þessari og nokkrum síðari opinberunum ávarpaðir með öðru nafni en þeirra eigin. Þegar ekki reyndist lengur nauðsynlegt að dylja nöfn þeirra, voru rétt nöfn þeirra gefin í sviga. Þar sem engin gild ástæða er nú til þess að halda þessum dulnefnum, eru einungis réttu nöfnin notuð nú eins og þau eru í upprunalegum handritum.
1–4, Hinir heilögu skulu stofna og reka forðabúr; 5–12, Viturleg meðferð eigna þeirra mun leiða til sáluhjálpar; 13–14, Kirkjan skal vera óháð jarðnesku valdi; 15–16, Míkael (Adam) þjónar undir stjórn hins heilaga (Krists); 17–22, Blessaðir eru hinir staðföstu, því að þeir munu erfa alla hluti.
79. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Hiram, Ohio, í mars 1832 (History of the Church, 1:257).
1–4, Jared Carter er kallaður til að prédika fagnaðarerindið með huggaranum.
80. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Hiram, Ohio, í mars 1832 (History of the Church, 1:257).
1–5, Stephen Burnett og Eden Smith eru kallaðir til að prédika hvar sem þeir vilja.
81. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Hiram, Ohio, í mars 1832 (History of the Church, 1:257–258). Frederick G. Williams er kallaður til að vera háprestur og ráðgjafi í forsætisráði hins háa prestdæmis. Skráð sagan sýnir, að þegar þessi opinberun var gefin í mars 1832, kallaði hún Jesse Gause í embætti ráðgjafa Josephs Smith í forsætisráðinu. Þegar það síðan brást að hann starfaði í samræmi við þessa útnefningu, var köllunin flutt til Fredericks G. Williams. Líta skal á opinberunina (dags. mars 1832) sem skref í átt að formlegri stofnun Æðsta forsætisráðsins, sérstaka köllun í embætti ráðgjafa þar, og skýringu á tign þeirrar útnefningar. Bróðir Gause þjónaði um tíma en var vikið úr kirkjunni í desember 1832. Bróðir Williams var vígður til þessa embættis 18. mars 1833.
1–2, Æðsta forsætisráðið heldur alltaf lyklum ríkisins; 3–7, Ef Frederick G. Williams reynist staðfastur í helgri þjónustu sinni, mun hann eignast eilíft líf.
82. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith í Jacksonsýslu, Missouri, 26. apríl 1832 (History of the Church, 1:267–269). Tilefnið var almennt þing kirkjunnar, þar sem spámaðurinn Joseph Smith var studdur sem forseti hins háa prestdæmis í það embætti, sem hann hafði áður verið vígður til á ráðstefnu hápresta, öldunga og meðlima í Amherst, Ohio, 25. janúar 1832 (sjá formála að 75. kafla). Áður voru óvenjuleg nöfn notuð við birtingu þessarar opinberunar til að dylja rétt nöfn (sjá formála að 78. kafla).
1–4, Þar sem mikið er gefið er mikils krafist; 5–7, Myrkur ríkir yfir heiminum; 8–13, Drottinn er bundinn, þegar við gerum það sem hann segir; 14–18, Síon verður að vaxa að fegurð og heilagleika; 19–24, Sérhver maður skal bera hag náunga síns fyrir brjósti.
83. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Independence, Missouri, 30. apríl 1832 (History of the Church, 1:269–270). Þessa opinberun meðtók spámaðurinn, er hann sat í ráði með bræðrunum.
1–4, Konur og börn eiga kröfu á eiginmenn sína og feður um framfærslu; 5–6, Ekkjur og munaðarleysingjar eiga kröfu á kirkjuna um framfærslu sína.
84. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 22. og 23. september 1832 (History of the Church, 1:286–295). Þennan septembermánuð tóku öldungarnir að koma heim frá trúboði sínu í eystri fylkjunum og gefa skýrslu um störf sín. Opinberunin var gefin meðan þeir voru samankomnir á þessari gleðistundu. Spámaðurinn nefndi hana opinberun um prestdæmið.
1–5, Nýja Jerúsalem og musterið munu reist í Missouri; 6–17, Prestdæmislína frá Móse til Adams er gefin; 18–25, Æðra prestdæmið hefur lyklana að þekkingu Guðs; 26–32, Lægra prestdæmið hefur lyklana að englaþjónustu og undirbúningi fagnaðarerindisins; 33–44, Menn öðlast eilíft líf fyrir eið og sáttmála prestdæmisins; 45–53, Andi Krists upplýsir menn, og veröldin liggur í synd; 54–61, Hinir heilögu verða að bera vitni um það sem þeir hafa meðtekið; 62–76, Þeir munu prédika fagnaðarerindið, og tákn munu fylgja; 77–91, Öldungar skulu ferðast án pyngju eða mals, og Drottinn mun sjá um þarfir þeirra; 92–97, Plágur og fordæming bíða þeirra sem hafna fagnaðarerindinu; 98–102, Hinn nýi söngur um endurlausn Síonar gefinn; 103–110, Lát sérhvern mann standa í sínu eigin embætti og starfa í sinni eigin köllun; 111–120, Þjónar Drottins skulu boða viðurstyggð eyðingarinnar, sem verður á síðustu dögum.
85. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 27. nóvember 1832 (History of the Church, 1:298–299). Þessi kafli er útdráttur úr bréfi spámannsins til W. W. Phelps, sem bjó í Independence, Missouri. Opinberunin var gefin sem svar við spurningum varðandi þá heilögu, sem fluttust til Síonar, en höfðu ekki fengið arfleifð sína samkvæmt fastri reglu kirkjunnar.
1–5, Arfleifð í Síon fæst með helgun; 6–12, Einn máttugur og sterkur mun gefa hinum heilögu arfleifð þeirra í Síon.
86. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 6. desember 1832 (History of the Church, 1:300). Þessi opinberun var gefin meðan spámaðurinn las yfir og lagfærði handrit sitt að þýðingu á Biblíunni.
1–7, Drottinn skýrir dæmisöguna um hveitið og illgresið; 8–11, Hann útskýrir prestdæmisblessanir til þeirra, sem eru lögerfingjar í holdinu.
87. kafli
Opinberun og spádómur um stríð, gefið með spámanninum Joseph Smith, 25. desember 1832 (History of the Church, 1:301–302). Þessi kafli var gefinn, þegar bræðurnir hugleiddu og ræddu um afrískt þrælahald í Ameríku, og þrælahald mannanna barna um allan heim.
1–4, Sagt fyrir um stríð milli Norðurríkjanna og Suðurríkjanna; 5–8, Miklar hörmungar munu koma yfir alla íbúa jarðar.
88. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 27. desember 1832 (History of the Church, 1:302–312). Spámaðurinn nefnir þessa opinberun „Olífulaufið, ... tínt af Paradísartrénu. Friðarboðskapur Drottins til okkar” (History of the Church, 1:316). Svo virðist af söguheimildum, að hluti þessarar opinberunar hafi verið gefinn 27. og 28. desember 1832 og 3. janúar 1833.
1–5, Hinir heilögu, sem staðfastir eru, hljóta huggarann, sem er fyrirheitið um eilíft líf; 6–13, Öllu er stjórnað og stýrt með ljósi Krists; 14–16, Upprisan kemur fyrir endurlausnina; 17–31, Hlýðni við himneskt, yfirjarðneskt, eða jarðneskt lögmál býr menn undir samsvarandi ríki og dýrðir; 32–35, Þeir sem vilja haldast í synd verða áfram saurugir; 36–41, Öll ríki stjórnast af lögmálum; 42–45, Guð hefur gefið öllu lögmál; 46–50, Maðurinn mun skynja sjálfan Guð; 51–61, Dæmisagan um manninn, sem sendi þjóna sína út á akurinn og vitjaði þeirra allra; 62–73, Nálgist Drottin og þér munuð sjá ásjónu hans; 74–80, Helgið yður og kennið hvert öðru kenningar ríkisins; 81–85, Sérhver maður, sem fengið hefur viðvörun skal aðvara náunga sinn; 86–94, Tákn, náttúruhamfarir og englar greiða veginn fyrir komu Drottins; 95–102, Englabásúnur kalla fram hina dánu í réttri röð; 103–116, Englabásúnur boða endurreisn fagnaðarerindisins, fall Babýlonar, og orrustu hins mikla Guðs; 117–126, leitið fræðslu, reisið hús Guðs (musteri), og íklæðist böndum kærleikans; 127–141, Reglur um skóla spámannanna gefnar, þar á meðal um helgiathöfnina, laugun fóta.
89. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 27. febrúar 1833 (History of the Church, 1:327–329). Þar sem bræðurnir notuðu þá tóbak á fundum sínum, tók spámaðurinn að hugleiða málið, og leitaði til Drottins varðandi það. Árangurinn varð þessi opinberun, þekkt sem Vísdómsorðið. Fyrstu þrjú versin ritaði spámaðurinn upprunalega sem innblásinn inngang og skýringu.
1–9, Notkun víns, sterkra drykkja, tóbaks og heitra drykkja dæmd; 10–17, Jurtir, ávextir, hold, og korn er ætlað mönnum og dýrum til neyslu; 18–21, Hlýðni við lögmál fagnaðarerindisins, þar á meðal Vísdómsorðið, færir stundlegar og andlegar blessanir.
90. kafli
Opinberun til spámannsins Josephs Smith, gefin í Kirtland, Ohio, 8. mars 1833 (History of the Church, 1:329–331). Opinberunin er í framhaldi af stofnun Æðsta forsætisráðsins (sjá formála að 81. kafla); og þar af leiðandi voru nefndir ráðgjafar vígðir 18. mars 1833.
1–5, Lyklar ríkisins eru afhentir Joseph Smith og kirkjunni með honum; 6–7, Sidney Rigdon og Frederick G. Williams skulu þjóna í Æðsta forsætisráðinu; 8–11, Fagnaðarerindið skal prédikað fyrir þjóðum Ísraels, Þjóðunum, og Gyðingunum, hver maður heyri það á sinni eigin tungu; 12–18, Joseph Smith og ráðgjafar hans komi reglu á kirkjuna; 19–37, Drottinn ráðleggur ýmsum einstaklingum að ganga grandvarir og þjóna í ríki hans.
91. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 9. mars 1833 (History of the Church, 1:331–332). Spámaðurinn var á þeim tíma önnum kafinn við þýðingu á Gamla testamentinu. Þegar hann kom að þeim hluta hinna fornu rita, sem nefndust Apókrýfa, leitaði hann til Drottins og fékk þessar leiðbeiningar.
1–3, Apókrýfuritin eru að mestu rétt þýdd, en geyma margt sem ekki er rétt og er innskot af hendi manna; 4–6, Þau gagna þeim, sem upplýstir eru af andanum.
92. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 15. mars 1833 (History of the Church, 1:333). Opinberuninni er beint til Fredericks G. Williams, sem nýlega hafði verið útnefndur ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu.
1–2, Drottinn gefur fyrirmæli varðandi inngöngu í sameiningarregluna.
93. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 6. maí 1833 (History of the Church, 1:343–346).
1–5, Allir sem staðfastir eru munu sjá Drottin; 6–18, Jóhannes bar vitni um að sonur Guðs hafi haldið áfram frá náð til náðar, þar til hann meðtók fyllingu dýrðar föðurins; 19–20, Staðfastir menn, sem halda áfram frá náð til náðar, munu einnig meðtaka fyllingu hans; 21–22, Þeir sem getnir eru fyrir Krist eru kirkja frumburðarins; 23–28, Kristur meðtók fyllingu alls sannleika, og maðurinn getur með hlýðni gert hið sama; 29–32, Maðurinn var í upphafi hjá Guði; 33–35, Frumefnin eru eilíf, og maðurinn getur hlotið fyllingu gleðinnar í upprisunni; 36–37, Dýrð Guðs eru vitsmunir; 38–40, Börn eru saklaus fyrir Guði vegna endurlausnar Krists; 41–53, Leiðandi bræðrum er boðið að koma reglu á fjölskyldur sínar.
94. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 6. maí 1833 (History of the Church, 1:346–347). Hyrum Smith, Reynolds Cahoon og Jared Carter eru tilnefndir í byggingarnefnd kirkjunnar.
1–9, Drottinn gefur fyrirmæli varðandi byggingu húss undir starf forsætisráðsins; 10–12, Prentsmiðja skal reist; 13–17, Ákveðnum arfshlutum úthlutað.
95. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 1. júní 1833 (History of the Church, 1:350–352). Opinberunin er áframhald guðlegrar leiðsagnar um byggingu húsa undir guðsþjónustu og fræðslu, sérstaklega húss Drottins (sjá kafla 88:119–136 og kafla 94).
1–6, Hinir heilögu eru agaðir fyrir að byggja ekki hús Drottins; 7–10, Drottinn þráir að nota hús sitt til að veita fólki sínu kraft frá upphæðum; 11–17, Húsið skal tileinkað guðsþjónustu og skóla postulanna.
96. kafli
Opinberun er sýnir fyrirkomulag borgar eða stiku Síonar, Kirtland, gefin spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 4. júní 1833. Gefin hinum heilögu í Kirtland til eftirbreytni (History of the Church, 1:352–353). Tilefnið var ráðstefna háprestanna og var aðalefnið ráðstöfun ákveðins landsvæðis, er kirkjan átti í grennd við Kirtland, þekkt sem franska býlið. Þar sem ekki náðist einhugur á ráðstefnunni um hver skyldi vera ábyrgur fyrir býlinu, voru allir sammála um að leita til Drottins varðandi málið.
1, Gera skal Kirtlandstiku Síonar öfluga; 2–5, Biskup skal úthluta arfshlutum til hinna heilögu; 6–9, John Johnson skal vera meðlimur sameiningarreglunnar.
97. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 2. ágúst 1833 (History of the Church, 1:400–402). Þessi opinberun varðar sérstaklega málefni hinna heilögu í Síon, Jacksonsýslu, Missouri, og er svar við beiðni spámannsins til Drottins um upplýsingar. Meðlimir kirkjunnar í Missouri urðu á þessum tíma fyrir hörðum ofsóknum og höfðu hinn 23. júlí 1833, neyðst til að undirrita samning um að yfirgefa Jacksonsýslu.
1–2, Margir hinna heilögu í Síon (Jacksonsýslu, Missouri) eru blessaðir fyrir staðfestu sína; 3–5, Parley P. Pratt er lofaður fyrir störf sín í skólanum í Síon; 6–9, Drottinn veitir þeim viðtöku, sem virða sáttmála sína; 10–17, Hús skal reist í Síon, þar sem hinir hjartahreinu munu sjá Guð; 18–21, Síon er hinir hjartahreinu; 22–28, Síon fær umflúið svipu Drottins, ef hún er staðföst.
98. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 6. ágúst 1833 (History of the Church, 1:403–406). Opinberunin kom vegna ofsókna á hendur hinum heilögu í Missouri. Eðlilegt var að hinir heilögu í Missouri, sem bæði höfðu þjáðst líkamlega og einnig misst eigur sínar, fyndu tilhneigingu til að gjalda líku líkt og hefna. Af þeim sökum gaf Drottinn þessa opinberun. Þó að einhverjar fréttir af vandamálunum í Missouri hafi án efa borist spámanninum í Kirtland (níu hundruð mílna vegalengd), gat hann einungis á þessum tíma vitað með opinberun hversu alvarleg þau voru.
1–3, Þrengingar hinna heilögu verða þeim til góðs; 4–8, Hinir heilögu skulu vinveittir stjórnskipunarlögum landsins; 9–10, Heiðvirðir, vitrir og góðir menn skulu studdir í veraldleg stjórnunarstörf; 11–15, Þeir sem fórna lífi sínu fyrir málstað Drottins munu eignast eilíft líf; 16–18, Hafnið styrjöldum og boðið frið; 19–22, Hinir heilögu í Kirtland eru ávíttir og þeim boðið að iðrast; 23–32, Drottinn opinberar lögmál sín varðandi ofsóknir og þrengingar, sem fólk hans má þola; 33–38, Stríð er aðeins réttlætanlegt, þegar Drottinn býður það; 39–48, Hinum heilögu ber að fyrirgefa óvinum sínum, sem einnig munu umflýja refsingu Drottins, ef þeir iðrast.
99. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Johns Murdock í ágúst 1832, í Hiram, Ohio. Þó að útgáfur Kenningar og sáttmála allt frá 1876 segi þessa opinberun gefna í Kirtland í ágúst 1833, gefa fyrri útgáfur og aðrar söguheimildir réttar upplýsingar.
1–8, John Murdock er kallaður til að boða fagnaðarerindið, og þeir, sem taka á móti honum, taka á móti Drottni og munu hljóta miskunn.
100. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith og Sidney Rigdon í Perrysburg, New York, 12. október 1833 (History of the Church, 1:416, 419–421). Bræðurnir tveir höfðu undanfarið verið lengi fjarvistum frá fjölskyldum sínum og höfðu áhyggjur af þeim.
1–4, Joseph og Sidney prédiki fagnaðarerindið til hjálpræðis sálum; 5–8, Þeim mun gefið einmitt á réttri stundu hvað segja skal; 9–12, Sidney skal vera talsmaður og Joseph skal vera opinberari og gefa máttugan vitnisburð; 13–17, Drottinn mun vekja upp hreint fólk og hinir hlýðnu munu frelsaðir verða.
101. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 16. desember 1833 (History of the Church, 1:458–464). Á þessum tíma þoldu hinir heilögu, sem safnast höfðu saman í Missouri, miklar ofsóknir. Múgur manns hafði hrakið þá frá heimilum þeirra í Jacksonsýslu, og nokkrir hinna heilögu höfðu reynt að koma sér fyrir í Van Burensýslu, en ofsóknirnar fylgdu þeim. Meginhluti hinna heilögu var á þessum tíma í Claysýslu, Missouri. Mörgum meðlimum kirkjunnar var hótað dauða. Fólkið hafði misst húsbúnað, klæði, búpening og aðrar persónulegar eigur, og mikið af uppskeru þeirra hafði verið eyðilagt.
1–8, Hinir heilögu eru agaðir og aðþrengdir vegna brota sinna; 9–15, Réttlát reiði Drottins mun falla yfir þjóðirnar, en fólki hans mun safnað saman og það verða huggað; 16–21, Síon og stikur hennar verða stofnaðar; 22–31, Lífinu í þúsund ára ríkinu lýst; 32–42, Þá munu hinir heilögu blessaðir og þeim launað; 43–62, Dæmisagan um aðalsmanninn og olífutrén sýnir erfiðleika og endanlega endurlausn Síonar; 63–75, Hinir heilögu skulu halda áfram sameiningu sinni; 76–80, Drottinn stofnsetti stjórnarskrá Bandaríkjanna; 81–101, Hinir heilögu skulu fara fram á miskabætur samkvæmt dæmisögunni um konuna og rangláta dómarann.
102. kafli
Fundargjörð um skipan háráðs Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Kirtland, Ohio, 17. febrúar 1834 (History of the Church, 2:28–31). Fundargjörðina rituðu upphaflega öldungarnir Oliver Cowdery og Orson Hyde. Tveimur dögum síðar leiðrétti spámaðurinn hana og hún var lesin fyrir háráðið, sem samþykkti hana. Versum 30 til og með 32, sem varða tólf postularáðið, bætti spámaðurinn Joseph Smith við árið 1835, þegar hann bjó þennan kafla Kenningar og sáttmála undir prentun.
1–8, Háráð er útnefnt til að leysa erfiðan vanda, sem upp kemur í kirkjunni; 9–18, Dómsköp við yfirheyrslur gefin; 19–23, Forseti ráðsins tekur ákvörðunina; 24–34, Aðferð við áfrýjun sett fram.
103. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 24. febrúar 1834 (History of the Church, 2:36–39). Þessi opinberun var gefin eftir komu Parleys P. Pratt og Lymans Wight til Kirtlands, Ohio, en þeir komu frá Missouri til að ráðgast við spámanninn varðandi aðstoð við hina heilögu og endurheimt þeirra á löndum sínum í Jacksonsýslu.
1–4, Hvers vegna Drottinn leyfði, að hinir heilögu í Jacksonsýslu væru ofsóttir; 5–10, Hinir heilögu munu sigra, ef þeir halda boðorðin; 11–20, Lausn Síonar verður með mætti, og Drottinn mun fara fyrir fólki sínu; 21–28, Hinir heilögu munu sameinast í Síon, og þeir sem fórna lífi sínu munu finna það aftur; 29–40, Ýmsir bræður eru kallaðir til að skipuleggja Síonarfylkingu og fara til Síonar; þeim er heitið sigri, ef þeir eru staðfastir.
104. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith 23. apríl 1834, varðandi sameiningarregluna eða reglu kirkjunnar hinum fátæku til heilla (History of the Church, 2:540-60). Tilefnið var ráðsfundur Æðsta forsætisráðsins og annarra hápresta, þar sem brýnar stundlegar þarfir fólksins voru til umræðu. Sameiningarreglan í Kirtland skyldi leyst upp um stundarsakir og endurskipulögð, og ráðsmennsku yfir eignum skipt meðal meðlima reglunnar.
1–10, Hinir heilögu, sem brjóta gegn sameiningarreglunni, munu fordæmdir; 11–16, Drottinn sér fyrir sínum heilögu á sinn hátt; 17–18, Lögmál fagnaðarerindisins stjórnar umönnun hinna fátæku; 19–46, Ráðsmennska og blessanir ýmissa bræðra tilgreindar; 47–53, Sameiningarreglan í Kirtland og reglan í Síon skulu starfa aðskildar; 54–66, Hin helga fjárhirsla Drottins stofnsett til prentunar á ritningunum; 67–77, Hin almenna fjárhirsla sameiningarreglunnar skal starfa á grundvelli almennrar samþykktar; 78–86, Þeir sem eru í sameiningarreglunni skulu greiða allar skuldir sínar, og Drottinn mun frelsa þá úr fjárhagsfjötrum.
105. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith við Fishing River, Missouri, 22. júní 1834 (History of the Church, 2:108–111). Múgofbeldi gegn hinum heilögu í Missouri hafði aukist og skipulagðir hópar frá mörgum héruðum höfðu lýst yfir þeirri ætlun sinni að tortíma fólkinu. Spámaðurinn hafði komið frá Kirtland í fararbroddi hóps, sem kallaði sig Síonarfylkingu, og flutti hann fatnað og vistir. Meðan þessi hópur hélt kyrru fyrir við Fishing River fékk spámaðurinn þessa opinberun.
1–5, Síon mun uppbyggð í samræmi við himneskt lögmál; 6–13, Björgun Síonar er frestað um hríð; 14–19, Drottinn mun heyja orrustur Síonar; 20–26, Hinir heilögu skulu vera hyggnir og ekki guma af máttugum verkum, þegar þeir safnast saman; 27–30, Kaupa skal land í Jackson og nærliggjandi sýslum; 31–34, Öldungarnir skulu taka á móti musterisgjöf í húsi Drottins í Kirtland; 35–37, Hinir heilögu, sem bæði eru kallaðir og útvaldir munu helgaðir verða; 38–41, Hinir heilögu skulu hefja upp friðartákn fyrir heiminn.
106. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 25. nóvember 1834 (History of the Church, 2:170–171). Þessari opinberun er beint til Warrens A. Cowdery, eldri bróður Olivers Cowdery.
1–3, Warren A. Cowdery er kallaður sem yfirembættismaður staðarins; 4–5, Síðari koman mun ekki koma yfir börn ljóssins eins og þjófur; 6–8, Miklar blessanir fylgja dyggri þjónustu í kirkjunni.
107. kafli
Opinberun um prestdæmið, gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, dagsett 28. mars 1835 (History of the Church, 2:209–217). Þennan umrædda dag hittust hinir tólf til ráðagerða, og viðurkenndi hver þeirra eigin veikleika og bresti, og létu þeir í ljós iðrun og leituðu frekari leiðsagnar Drottins. Þeir voru í þann veginn að leggja upp í trúboðsferðir til tilgreindra staða. Þó að hluti þessa kafla hafi verið gefinn tilgreindan dag, sýna söguheimildir að nokkrir hlutar hans voru gefnir á ýmsum tímum, sumir allt aftur til nóvembermánaðar 1831.
1–6, Prestdæmin eru tvö: Melkísedeks og Arons; 7–12, Þeir sem hafa Melkísedeksprestdæmið hafa vald til að starfa í öllum embættum kirkjunnar; 13–17, Biskupsráðið er yfir Aronsprestdæminu, sem starfar að ytri helgiathöfnum; 18–20, Melkísedeksprestdæmið hefur lykla að öllum andlegum blessunum; Aronsprestdæmið hefur lykla að englaþjónustunni; 21–38, Æðsta forsætisráðið, hinir tólf, og hinir sjötíu, mynda yfirsveitirnar, og skulu ákvarðanir þeirra teknar einhuga og í réttlæti; 39–52, Patríarkareglan stofnuð frá Adam til Nóa; 53–57, Hinir heilögu til forna söfnuðust saman í Adam-ondi-Ahman, og Drottinn birtist þeim; 58–67, Hinir tólf skulu koma reglu á embættismenn kirkjunnar; 68–76, Biskupar þjóna sem almennir dómarar í Ísrael; 77–84, Æðsta forsætisráðið og hinir tólf mynda hæstarétt kirkjunnar; 85–100, Prestdæmisforsetar stjórna viðkomandi sveitum sínum.
108. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 26. desember 1835 (History of the Church, 2:345). Þessi opinberun var gefin að beiðni Lymans Sherman, sem áður hafði verið vígður háprestur og einn hinna sjötíu, og komið hafði til spámannsins með beiðni um opinberun, sem greindi frá skyldu hans.
1–3, Lyman Sherman fær fyrirgefningu synda sinna; 4–5, Hann skal talinn með leiðandi öldungum kirkjunnar; 6–8, Hann er kallaður til að boða fagnaðarerindið og styrkja bræður sína.
109. kafli
Bæn flutt við helgun musterisins í Kirtland, Ohio, 27. mars 1836 (History of the Church, 2:420–426). Samkvæmt skráðri yfirlýsingu spámannsins fékk hann þessa bæn með opinberun.
1–5, Kirtland-musterið var reist sem vitjunarstaður mannssonarins; 6–21, Það skal vera hús bænar, föstu, trúar, lærdóms, dýrðar, og reglu, og hús Guðs; 22–33, Megi þeir, sem ekki iðrast og rísa gegn fólki Drottins, verða smánaðir; 34–42, Megi hinir heilögu ganga fram í krafti og safna hinum réttlátu til Síonar; 43–53, Megi hinum heilögu forðað frá því hræðilega, sem úthellt verður yfir hina ranglátu á síðustu dögum; 54–58, Megi þjóðir og lýðir og kirkjur verða undir fagnaðarerindið búin; 59–67, Megi Gyðingar, Lamanítar og allur Ísrael, verða endurleystir; 68–80, Megi hinir heilögu krýndir dýrð og heiðri og öðlast eilífa sáluhjálp.
110. kafli
Sýn, sem birtist spámanninum Joseph Smith og Oliver Cowdery í musterinu í Kirtland, Ohio, 3. apríl 1836 (History of the Church, 2:435–436). Tilefnið var hvíldardagssamkoma. Í formála að frásögn sinni af þessari sýn segir spámaðurinn: „Um miðjan dag aðstoðaði ég aðra forseta við að deila út kvöldmáltíð Drottins til safnaðarins, en við henni tókum við af hinum tólf, sem nutu þeirra forréttinda þann dag að þjóna við hið heilaga borð. Eftir að hafa veitt bræðrum mínum þessa þjónustu fór ég aftur að ræðustólnum, fyrir luktum tjöldum, og laut ásamt Oliver Cowdery í helgri og hljóðri bæn. Eftir að við risum upp frá bæninni, birtist eftirfarandi sýn okkur báðum” (History of the Church, 2:435).
1–10, Drottinn Jehóva birtist í dýrð og veitir Kirtland musterinu viðtöku sem húsi sínu; 11–12, Móse og Elías birtast báðir og afhenda lykla sína og ráðstafanir; 13–16, Elía kemur til baka og afhendir lykla sinnar ráðstöfunar eins og Malakí lofaði.
111. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Salem, Massachusetts, 6. ágúst 1836 (History of the Church, 2:465–466). Á þessum tíma voru leiðtogar kirkjunnar hlaðnir skuldum vegna helgra þjónustustarfa sinna. Þegar þeir heyrðu að miklar fjárhæðir væru þeim tiltækar í Salem, fór spámaðurinn, ásamt Sidney Rigdon, Hyrum Smith og Oliver Cowdery þangað frá Kirtland, Ohio, til að kanna þetta, svo og að boða fagnaðarerindið. Bræðurnir afgreiddu nokkur mál kirkjunnar og prédikuðu nokkuð. Þegar ljóst varð, að ekkert fé fengist afhent, sneru þeir aftur til Kirtland. Nokkur atriði, sem þarna voru mest áberandi, endurspeglast í orðum þessarar opinberunar.
1–5, Drottinn lítur eftir stundlegum þörfum þjóna sinna; 6–11, Hann mun vera Síon miskunnsamur og haga öllu til góðs fyrir þjóna sína.
112. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Thomasar B. Marsh í Kirtland, Ohio, 23. júlí 1837 (History of the Church, 2:499–501). Þessi opinberun geymir orð Drottins til Thomasar B. Marsh varðandi tólf postula lambsins. Spámaðurinn skrifar, að þessa opinberun hafi hann fengið sama dag og fagnaðarerindið var fyrst prédikað á Englandi. Thomas B. Marsh var á þessum tíma forseti tólfpostulasveitarinnar.
1–10, Hinir tólf skulu senda út fagnaðarerindið og hefja upp aðvörunarraust til allra þjóða og lýða; 11–15, Þeir skulu taka upp kross sinn, fylgja Jesú og næra sauði hans; 16–20, Þeir sem taka á móti Æðsta forsætisráðinu taka á móti Drottni; 21–29, Myrkur grúfir yfir jörðunni, og aðeins þeir sem trúa og eru skírðir munu hólpnir; 30–34, Æðsta forsætisráðið og hinir tólf hafa lyklana að ráðstöfuninni í fyllingu tímanna.
113. kafli
Svör við ákveðnum spurningum varðandi rit Jesaja, gefin af spámanninum Joseph Smith í mars 1838 (History of the Church, 3:9–10).
1–6, Stofn Ísaí, kvisturinn kemur þaðan, og rótarkvistur Ísaí er skilgreindur; 7–10, Dreifðar leifar Síonar eiga rétt á prestdæminu og eru kallaðar aftur til Drottins.
114. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Far West, Missouri, 17. apríl 1838 (History of the Church, 3:23).
1–2, Þau embætti, er skipuð eru mönnum sem ekki eru staðfastir, munu veitt öðrum.
115. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Far West, Missouri, 26. apríl 1838, sem kunngjörði vilja Guðs varðandi uppbyggingu þess staðar og húss Drottins (History of the Church, 3:23–25). Þessari opinberun er beint til yfirmanna kirkjunnar.
1–4, Drottinn nefnir kirkju sína Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu; 5–6, Síon og stikur hennar eru vörn og athvarf hinna heilögu; 7–16, Hinum heilögu er boðið að reisa hús Drottins í Far West; 17–19, Joseph Smith hefur lyklana að ríki Guðs á jörðu.
116. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith nálægt Wight's Ferry, á stað, sem nefnist Spring Hill, Daviess-sýslu, Missouri, 19. maí 1838 (History of the Church, 3:35).
117. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Far West, Missouri, 8. júlí 1838, varðandi skyldur Williams Marks, Newels K. Whitney og Olivers Granger (History of the Church, 3:45–46).
1–9, Þjónar Drottins skulu ekki girnast veraldlega hluti, því að „hvað eru eigur í augum Drottins?”; 10–16, Þeir munu láta af lítilmennsku sálarinnar, og fórnir þeirra skulu vera Drottni heilagar.
118. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Far West, Missouri, 8. júlí 1838, sem svar við bæninni: „Sýn oss, ó Drottinn, vilja þinn varðandi hina tólf” (History of the Church, 3:46–47).
1–3, Drottinn mun annast fjölskyldur hinna tólf; 4–6, Skipað í stöður meðal hinna tólf.
119. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Far West, Missouri, 8. júlí 1838, sem svar við bæninni: „Ó Drottinn! Sýn þjónum þínum hve mikils þú krefst af eigum fólks þíns í tíund” (History of the Church, 3:44). Tíundarlögmálið, í þeim skilningi sem það er nú, hafði ekki verið gefið kirkjunni fyrir þessa opinberun. Orðið tíund í fyrrgreindri bæn og í fyrri opinberunum (64:23, 85:3, 97:11) þýddi ekki aðeins einn tíunda hluta, heldur allar fórnir og framlög, sem af frjálsum vilja voru gefin sjóðum kirkjunnar. Drottinn hafði áður gefið kirkjunni helgunarlögmálið og ráðsmennsku eigna, sem meðlimirnir (aðallega leiðandi öldungar) tóku að sér með sáttmála, sem vera skyldi ævarandi. Vegna þess að margir héldu ekki þennan sáttmála, dró Drottinn hann til baka um hríð og gaf allri kirkjunni þess í stað tíundarlögmálið. Spámaðurinn spurði Drottin, hve mikið af eigum þeirra hann krefðist í þessum heilaga tilgangi. Svarið var þessi opinberun.
1–5, Hinir heilögu skulu greiða umframeigur og síðan gefa sem tíund einn tíunda hluta af ábata sínum árlega; 6–7, Slíkur málstaður mun helga Síonarland.
120. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Far West, Missouri, 8. júlí 1838. Hún greinir frá hvernig farið skuli með tíundargreiðslu fólksins, sem nefnd er í fyrri opinberun, 119. kafla (History of the Church, 3:44).
121. kafli
Bæn og spádómar, sem spámaðurinn Joseph Smith skráði meðan hann var í haldi í fangelsinu í Liberty, Missouri, dagsett 20. mars 1839 (History of the Church, 3:289–300). Spámaðurinn, ásamt nokkrum félaga sinna, höfðu setið í fangelsi mánuðum saman. Beiðnir þeirra og skírskotun til ráðandi embættismanna og dómstóla höfðu engan árangur borið.
1–6, Spámaður biður heitt til Drottins vegna þjáninga hinna heilögu; 7–10, Drottinn færir honum frið; 11–17, Bölvaðir eru allir þeir, sem hrópa falskar ásakanir um afbrot gegn fólki Drottins; 18–25, Þeir munu ekki eiga rétt til prestdæmisins og munu fordæmdir; 26–32, Þeim sem standast hughraustir er heitið dýrðlegum opinberunum; 33–40, Hvers vegna margir eru kallaðir en fáir útvaldir; 41–46, Prestdæminu skal aðeins beitt í réttlæti.
122. kafli
Orð Drottins til spámannsins Josephs Smith, meðan hann var í haldi í fangelsinu í Liberty, Missouri, í mars 1839 (History of the Church, 3:300–301).
1–4, Endimörk jarðar munu spyrjast fyrir um nafn Josephs Smith; 5–7, Allar hættur og erfiðleikar, sem á vegi hans verða, munu veita honum reynslu og verða honum til góðs; 8–9, Mannssonurinn hefur beygt sig undir það allt.
123. kafli
Skylda hinna heilögu varðandi ofsóknara sína, eins og spámaðurinn Joseph Smith setti hana fram, meðan hann var í haldi í fangelsinu í Liberty, Missouri, í mars 1839 (History of the Church, 3:302–303).
1–6, Hinir heilögu skulu safna heimildum og birta frásagnir af þjáningum sínum og ofsóknum á hendur þeim; 7–10, Sami andinn sem setur fram falskar játningar, leiðir einnig til ofsókna á hendur hinum heilögu; 11–17, Margir meðal allra trúfélaga munu enn taka á móti sannleikanum.
124. kafli
Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith í Nauvoo, Illinois, 19. janúar 1841 (History of the Church, 4:274–286). Vegna síaukinna ofsókna og ólögmætra aðgerða opinberra embættismanna gegn þeim, höfðu hinir heilögu neyðst til að yfirgefa Missouri. Þegar Lilburn W. Boggs, fylkisstjóri Missouri, gaf út tilskipun, dagsetta 27. október 1838, um að útrýma þeim, áttu þeir engra annarra kosta völ (sjá History of the Church, 3:175). Þegar þessi opinberun var gefin, 1841, höfðu hinir heilögu reist borgina Nauvoo, þar sem þorpið Commerce í Illinois hafði áður staðið, og þar urðu höfuðstöðvar kirkjunnar.
1–14, Joseph Smith er boðið að senda forseta Bandaríkjanna, fylkisstjórum og ráðamönnum allra þjóða, hátíðlega yfirlýsingu um fagnaðarerindið; 15–21, Hyrum Smith, David W. Patten, Joseph Smith eldri og aðrir meðal lifenda og dauðra eru blessaðir fyrir heiðarleika sinn og dyggðir; 22–28, Hinum heilögu er bæði boðið að byggja gistihús fyrir ferðamenn og musteri í Nauvoo; 29–36, Skírnir fyrir dána skulu framkvæmdar í musterum; 37–44, Fólk Drottins reisir alltaf musteri fyrir framkvæmd heilagra athafna; 45–55, Hinir heilögu þurfa ekki að reisa musteri í Jacksonsýslu vegna ofsókna óvina sinna; 56–83, Leiðbeiningar gefnar um byggingu Nauvoohússins; 84–96, Hyrum Smith er kallaður sem patríarki og til að hljóta lyklana og koma í stað Olivers Cowdery; 97–122, William Law og aðrir fá ráðleggingar varðandi störf sín; 123–145, Aðalembættismenn og embættismenn staða eru tilnefndir, og skyldur þeirra og aðild að sveitum tilgreind.
125. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Nauvoo, Illinois, í mars 1841, varðandi hina heilögu í Iowahéraði (History of the Church, 4:311–312).
1–4, Hinir heilögu skulu reisa borgir og safnast í stikur Síonar.
126. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í húsi Brighams Young í Nauvoo, Illinois, 9. júlí 1841 (History of the Church, 4:382). Á þessum tíma var Brigham Young forseti tólfpostulasveitarinnar.
1–3, Brigham Young fær lof fyrir störf sín og er leystur undan ferðalögum á komandi tímum.
127. kafli
Bréf frá spámanninum Joseph Smith til síðari daga heilagra í Nauvoo, Illinois, sem inniheldur leiðbeiningar um skírn fyrir dána, dagsett í Nauvoo 1. september 1842 (History of the Church, 5:142–144).
1–4, Joseph Smith finnur fögnuð í ofsóknum og mótlæti; 5–12, Halda verður skýrslur um skírn fyrir dána.
128. kafli
Bréf frá spámanninum Joseph Smith til Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, sem inniheldur frekari leiðbeiningar um skírn fyrir dána, dagsett í Nauvoo, Illinois, 6. september 1842 (History of the Church, 5:148–153).
1–5, Almennir skrásetjarar og skrásetjarar á hverjum stað verða að votta skírn fyrir dána; 6–9, Skýrslur þeirra eru bindandi og skráðar á jörðu og á himni; 10–14, Skírnarfonturinn er í líkingu grafarinnar; 15–17, Elía endurreisti valdið varðandi skírn fyrir dána; 18–21, Allir lyklar, kraftar og öll völd liðinna ráðstafana hafa verið endurreist; 22–25, Dýrðleg gleðitíðindi boðuð fyrir lifendur og dána.
129. kafli
Leiðbeiningar gefnar af spámanninum Joseph Smith í Nauvoo, Illinois, 9. febrúar 1843, sem gjöra kunnar þrjár aðalleiðir til að greina hið sanna eðli þjónustuengla og anda (History of the Church, 5:267).
1–3, Á himni eru bæði upprisnir líkamar og andalíkamar; 4–9, Kynntar leiðir, hvernig þekkja má boðbera handan hulunnar.
130. kafli
Leiðbeiningaratriði, sem spámaðurinn Joseph Smith gaf í Ramus, Illinois, 2. apríl 1843 (History of the Church, 5:323–325).
1–3, Faðirinn og sonurinn geta birst mönnum í eigin persónu; 4–7, Englar búa á himneskum hnetti; 8–9, Hin himneska jörð mun verða mikilfenglegur Úrim og Túmmím; 10–11, Öllum sem koma inn í hið himneska ríki er gefinn hvítur steinn; 12–17, Spámaðurinn fær ekki að vita um tíma síðari komunnar; 18–19, Þeir vitsmunir, sem við öðlumst í þessu lífi, munu fylgja okkur í upprisunni; 20–21, Allar blessanir fást með hlýðni við lögmálin; 22–23, Faðirinn og sonurinn hafa líkama af holdi og beinum.
131. kafli
Leiðbeiningar spámannsins Josephs Smith, gefnar í Ramus, Illinois, 16. og 17. maí 1843 (History of the Church, 5:392–393).
1–4, Himneskt hjónaband er nauðsynlegt til upphafningar í hinum æðsta himni; 5–6, Hvernig menn eru innsiglaðir til eilífs lífs er útskýrt; 7–8, Allur andi er efni.
132. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Nauvoo, Illinois, skráð 12. júlí 1843, og fjallar um hinn nýja og ævarandi sáttmála, og einnig eilíft gildi hjúskaparsáttmálans, sem og fjölkvæni (History of the Church, 5:501–507). Þó að opinberunin væri skráð á árinu 1843, er greinilegt af söguskýrslum, að kenningar og reglur í þessari opinberun hafa verið kunnar spámanninum allt frá árinu 1831.
1–6, Upphafning fæst fyrir hinn nýja og ævarandi sáttmála; 7–14, Atriði og skilmálar þessa sáttmála tilgreind; 15–20, Himneskt hjónaband og áframhald fjölskyldueiningar gerir mönnum kleift að verða guðir; 21–25, Hinn krappi og þröngi vegur liggur til eilífra lífa; 26–27, Lögmál gefið varðandi guðníðslu gegn heilögum anda; 28–39, Fyrirheit um eilífa aukningu og upphafningu eru gefin spámönnum og heilögum á öllum öldum; 40–47, Joseph Smith er veitt vald til að binda og innsigla á jörðu og á himni; 48–50, Drottinn innsiglar honum upphafningu hans; 51–57, Emmu Smith er ráðlagt að vera trú og staðföst; 58–66, Lögmál varðandi fjölkvæni gefin.
133. kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Hiram, Ohio, 3. nóvember 1831 (History of the Church, 1:229–234). Í formála að þessari opinberun skrifaði spámaðurinn: „Á þessum tíma var það margt, sem öldungarnir vildu vita varðandi prédikun fagnaðarerindisins til íbúa jarðar og varðandi samansöfnunina. Og til að geta gengið í hinu sanna ljósi og fengið leiðbeiningar að ofan, spurði ég Drottin hinn 3. nóvember 1831 og hlaut þessa mikilvægu opinberun, sem hér fer á eftir” (History of the Church, 1:229). Þessum kafla var fyrst bætt við Kenningu og sáttmála sem viðauka, en fékk síðar kaflanúmer.
1–6, Hinum heilögu er boðið að búa sig undir síðari komuna; 7–16, Öllum mönnum er boðið að flýja frá Babýlon, koma til Síonar og búa sig undir hinn mikla dag Drottins; 17–35, Hann mun standa á Síonfjalli, meginlöndin verða eitt land, og hinar týndu ættkvíslir Ísraels munu snúa aftur; 36–40, Fagnaðarerindið var endurreist með Joseph Smith og skal prédikað um allan heim; 41–51, Drottinn mun koma niður með refsingu yfir hina ranglátu; 52–56, Það verður ár hans endurleystu; 57–74, Fagnaðarerindið skal sent út til frelsunar hinum heilögu og tortímingar hinum ranglátu.
134. kafli
Trúaryfirlýsing varðandi stjórnvöld og lög almennt, samþykkt einróma á aðalsamkomu kirkjunnar, sem haldin var í Kirtland, Ohio, 17. ágúst 1835 (History of the Church, 2:247–249). Tilefnið var fundur kirkjuleiðtoga, sem haldinn var til að fjalla um tillögur um efni fyrstu útgáfunnar á Kenningu og sáttmálum. Á þeim tíma var svofelldur inngangur hafður með þessari yfirlýsingu: „Svo að trú vor varðandi jarðnesk stjórnvöld og lög almennt verði ekki mistúlkuð eða misskilin, höfum við talið rétt að láta skoðun okkar varðandi þau koma fram í lok þessarar bókar” (History of the Church, 2:247).
1–4, Stjórnvöld eiga að vernda skoðana- og trúfrelsi; 5–8, Allir menn eiga að styðja stjórnvöld sín og sýna landslögum virðingu og lotningu; 9–10, Trúfélög ættu ekki að hafa borgaralegt vald; 11–12, Menn eiga rétt á að verja sjálfa sig og eigur sínar.
135. kafli
Fórnardauði spámannsins Josephs Smith og bróður hans, Hyrums Smith, patríarka, í Carthage, Illinois, 27. júní 1844 (History of the Church, 6:629–631). Þetta skjal ritaði öldungur John Taylor úr Tólfmannaráðinu, en hann var vitni að atburðunum.
1–2, Joseph og Hyrum eru myrtir í Carthage-fangelsinu; 3, Joseph hylltur vegna yfirburðastöðu sinnar; 4–7, Saklaust blóð þeirra ber sannleikanum og guðdómleika verksins vitni.
136. kafli
Orð og vilji Drottins gefin með Brigham Young forseta, í Vetrarstöðvum Ísraelsfylkingar, í Omaha Nation á vesturbakka Missourifljótsins, nálægt Council Bluffs, Iowa (Journal History of the Church [Ágrip af sögu kirkjunnar], 14. janúar 1847).
1–16, Skýrt frá því hvernig skipuleggja skuli Ísraelsfylkingu fyrir ferðina í vesturátt; 17–27, Hinum heilögu er boðið að lifa eftir ýmsum reglum fagnaðarerindisins; 28–33, Hinir heilögu skulu syngja, dansa, biðja, og nema visku; 34–42, Spámennirnir eru drepnir, svo að hægt sé að heiðra þá og dæma hina ranglátu.
137. kafli
Sýn, sem veittist spámanninum Joseph Smith í musterinu í Kirtland, Ohio, 21. janúar 1836 (History of the Church, 2:380–381). Tilefnið var framkvæmd á helgiathöfnum musterisgjafarinnar, eftir því sem þær höfðu þá verið opinberaðar.
1–6, Spámaðurinn sér Alvin bróður sinn í himneska ríkinu; 7–9, Kenningin um sáluhjálp fyrir dána opinberuð; 10, Öll börn hólpin í himneska ríkinu.
138. kafli
Sýn sem veittist Joseph F. Smith forseta í Salt Lake City, Utah, 3. október 1918. Í upphafsávarpi sínu á 89. haustráðstefnu kirkjunnar, 4. október 1918, lýsti Smith forseti því yfir, að hann hefði meðtekið nokkrar guðlegar opinberanir á síðustu mánuðum. Eina þeirra, um heimsókn frelsarans til anda hinna dánu meðan líkami hans var enn í grafhvelfingunni, hafði Smith forseti hlotið daginn áður. Hún var samstundis skráð í lok ráðstefnunnar. Hinn 31. október 1918 var hún afhent ráðgjöfum Æðsta forsætisráðsins, Tólfmannaráðinu og patríarkanum, sem samþykktu hana einróma.
1–10, Joseph F. Smith forseti ígrundar rit Péturs og heimsókn Drottins í andaheiminn; 11–24, Smith forseti sér hina réttlátu dánu samankomna í Paradís og þjónustu Krists meðal þeirra; 25–37, Hann sér hvernig prédikun fagnaðarerindisins var skipulögð meðal andanna; 38–52, Hann sér Adam, Evu, og marga hinna heilögu spámanna í andaheiminum, sem litu á ástand anda sinna án líkama fyrir upprisuna sem fjötra; 53–60, Réttlátir dánir þessa tíma halda áfram starfi sínu í andaheiminum.

Opinber yfirlýsing---

OPINBER YFIRLÝSING—1
OPINBER YFIRLÝSING—2