Námshjálp
Formáli


Úrval úr þýðingu Josephs Smith á Biblíunni

Hér á eftir eru valdir kaflar úr þýðingu Josephs Smith á Biblíunni, útgáfu Jakobs konungs, (ÞJS). Drottinn blés spámanninum Joseph Smith í brjóst að endurvekja, í útgáfu Jakobs konungs, þann sannleika Biblíutextans sem glatast hafði, eða breytt hafði verið frá upprunalega skráðum texta. Þessi endurvakti sannleikur skýrði kenningar og jók skilning á ritningunum.

Drottinn opinberaði Joseph ákveðinn sannleika, sem upprunalegir höfundar höfðu skráð og því er Þýðing Josephs Smith ólík öllum öðrum Biblíuþýðingum. Í þeim skilningi er orðið þýðing notað á rýmri og annan hátt en venjulega, því að þýðing Josephs var frekar opinberun en bein þýðing úr einu tungumáli á annað.

Þýðing Josephs Smith á Biblíunni, útgáfu Jakobs konungs, hefur tengingu við eða er nefnd í nokkrum köflum í Kenningu og sáttmálum (sjá kafla 37, 45, 73, 76, 77, 86, 91, og 132). Bók Móse og Joseph Smith — Mattheus eru einnig úrdrættir úr Þýðingum Joseph Smith.

Til frekari upplýsinga um Þýðingar Josephs Smith sjá „Þýðingar Josephs Smith (ÞJS)“ í Leiðarvísi að ritningunum.

Eftirfarandi skýringarmynd er dæmi um valdar greinar úr Þýðingum Josephs Smith:

Ljósmynd
dæmi

ÞJS, Matteus 4:1, 5–6, 8–9. Samanber Matteus 4:1, 5–6, 8–9; svipaðar breytingar voru gjörðar í Lúkas 4:2, 5–11

Jesús er leiddur af andanum, ekki af Satan.

1 Þá leiddi andinn Jesú út í óbyggðina, til að vera með Guði.

5 Þá var farið með Jesú inn í borgina helgu og andinn setur hann á brún musterisins.

6 Þá kom djöfullinn til hans og sagði, ef þú ert sonur Guðs, þá kasta þér ofan, því að ritað er, hann mun fela þig englum sínum, og þeir munu bera þig á höndum sér, að þú steytir aldrei fót þinn við steini.

8 Enn var Jesús í andanum og hann tekur hann upp á afar hátt fjall og sýndi honum öll ríki heims og dýrð þeirra.

9 Og djöfullinn kom enn til hans og sagði: Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig.

Þessi feitletraða tilvísun er ritningargrein í Þýðingu Josephs Smith á Biblíu Jakobs konungs. Í þýðingu hans birtist á ný Biblíutexti og orð sem glatast höfðu og því geta númer versa verið önnur en í þeirri útgáfu Biblíunnar sem lesandi notar.

Þessi tilvísun bendir á þá grein í Biblíunni sem bera ætti saman við þýðingu Josephs Smith.

Þessi orð sýna hvaða kenningu Joseph Smith útskýrir með þýðingu sinni.

Þannig er textinn í þýðingu Josephs Smith. (Skáletri hefur verið bætt við til að sýna breytingarnar frá orðalagi útgáfu Jakobs konungs).