Kaflar 

ÞÝÐING nokkurra fornra rita, sem komust í hendur okkar úr katakombum Egyptalands. Rit Abrahams meðan hann var í Egyptalandi, nefnd Bók Abrahams, rituð með hans eigin hendi á papírus. (History of the Church, 235--236, 348--351).
1. kapítuli
Abraham leitar blessana patríarkareglunnar—Falsprestar ofsækja hann í Kaldeu—Jehóva bjargar honum—Yfirlit yfir uppruna og stjórn Egyptalands.
2. kapítuli
Abraham yfirgefur Úr og fer til Kanaanlands—Jehóva birtist honum í Haran—Niðjum hans er heitið öllum blessunum fagnaðarerindisins og með niðjum hans berast þær til allra—Hann fer til Kanaanlands og áfram til Egyptalands.
3. kapítuli
Abraham fræðist um sólina, tunglið og stjörnurnar með Úrím og Túmmím—Drottinn opinberar honum eilíft eðli andanna—Hann fræðist um fortilveru, forvígslu, sköpunina, val lausnara og annað stig mannsins.
4. kapítuli
Guðirnir áætla sköpun jarðar og lífið á henni—Áætlun þeirra um sköpunardagana sex lögð fram.
5. kapítuli
Guðirnir ljúka áætlun sinni um sköpun allra hluta—Þeir gjöra sköpunina að veruleika í samræmi við áætlun sína—Adam nefnir sérhverja lifandi skepnu.