Ritningar
Joseph Smith — Saga 1


Joseph Smith — Saga

Útdráttur úr sögu spámannsins Josephs Smith

1. Kapítuli

Joseph Smith segir frá ætt sinni, fjölskyldu sinni og fyrri dvalarstöðum hennar — Óvenjulegur áhugi á trúmálum kviknar í vesturhluta New York — Hann ákveður að leita sér visku samkvæmt ábendingum Jakobs — Faðirinn og sonurinn birtast, og Joseph er kallaður í spámannsþjónustu sína. (Vers 1–20).

1 Vegna þeirra mörgu frásagna, sem menn hafa dreift í illum tilgangi um atilurð og vöxt bKirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, sem allar eru frá höfundanna hendi til þess ætlaðar að vinna gegn kirkjunni sem slíkri og framgangi hennar í veröldinni, hef ég fundið mig knúinn til þess að skrifa þessa sögu til að leiða almenning í sannleikann og gjöra öllum leitendum sannleikans staðreyndirnar heyrinkunnar, eins og þær hafa verið, bæði varðandi mig sjálfan og kirkjuna, að svo miklu leyti sem þær eru mér tiltækar.

2 Í þessari frásögn mun ég greina satt og rétt frá hinum ýmsu atburðum, er snerta kirkjuna, eins og þeir hafa gjörst, eða eins og þeir eru nú [1838] að gjörast, á áttunda ári frá astofnun nefndrar kirkju.

3 aÉg fæddist á því Herrans ári eitt þúsund átta hundruð og fimm, hinn tuttugasta og þriðja dag desembermánaðar, í bænum Sharon, Windsorsýslu í Vermontríki. … Faðir minn, bJoseph Smith eldri, fluttist frá Vermont og til Palmyra í Ontarió-sýslu (nú Wayne-sýsla) í New York-ríki, þegar ég var á tíunda ári eða um það leyti. Um það bil fjórum árum eftir komu föður míns til Palmyra fluttist hann með fjölskyldu sinni til Manchester, sem er í hinni sömu Ontarió-sýslu —

4 Í fjölskyldu föður míns voru ellefu sálir, þ. e. faðir minn aJoseph Smith, bmóðir mín Lucy Smith (eftirnafn hennar fyrir giftingu var Mack, dóttir Solomons Mack), bræður mínir cAlvin (sem andaðist 19. nóvember 1823 á 26. ári), dHyrum, ég sjálfur, bræður mínir eSamúel Harrison, William, Don Carlos og systur mínar Sophronia, Catherine og Lucy.

5 Einhvern tíma á öðru ári eftir flutning okkar til Manchester kviknaði á þeim stað, þar sem við bjuggum, óvenjulegur áhugi á trúmálum. Þessi áhugi átti upptök sín meðal meþódista, en breiddist brátt út til allra trúarsafnaða á þessu svæði. Héraðið virtist raunar allt gagntekið af þessu, og mikill fjöldi gekk í hin ýmsu trúfélög, en af þessu spratt engin smáræðis ókyrrð og sundurlyndi á meðal fólksins, því að sumir hrópuðu „asjá hér,“ en aðrir, „sjá þar.“ Sumir héldu fram trúarkenningum meþódista, aðrir presbytera og enn aðrir baptista.

6 Því að þrátt fyrir þann mikla kærleika, sem þeir, sem snerust til hinna ýmsu safnaða, létu í ljós, þegar trúskipti þeirra fóru fram, og þann mikla áhuga, sem fram kom hjá prestunum, sem unnu kappsamlega við að tendra og örva þessa óvenjulegu trúarhneigð, til þess að allir snerust til trúar, eða eins og þeim þóknaðist að kalla það — leyfið fólkinu sjálfu að velja sér söfnuð — þá fór svo, þegar trúskiptingarnir tóku að hvarfla frá og sumir gengu í einn flokk og aðrir í annan, að ljóst varð, að góðvild sú, sem virst hafði ríkjandi í huga presta jafnt sem trúskiptinga, var frekar uppgerð en raunveruleg. Þess vegna spratt af þessu mikill glundroði og úlfúð — prestur deildi við prest og trúskiptingur við trúskipting, svo að gagnkvæm vinsemd þeirra innbyrðis, hafi henni verið til að dreifa, hvarf með öllu í aorðasennum og deilum um skoðanir.

7 Ég var um þetta leyti á fimmtánda ári. Fjölskyldu föður míns var snúið til trúar presbytera, og gengu fjögur þeirra í þá kirkju, þ. e. Lucy móðir mín, bræður mínir Hyrum og Samúel Harrison og Sophronia systir mín.

8 Á þessum mikla æsingatíma hneigðist hugur minn til alvarlegra hugleiðinga og mikils kvíða, en þótt tilfinningar mínar væru djúpar og oft sárar, hélt ég mér utan við alla þessa flokka, þótt ég sækti samkomur þeirra eins oft og ég fékk við komið. Þegar tímar liðu, varð ég nokkuð hlynntur söfnuði meþódista, og lék mér hugur á að ganga í hann, en glundroði og barátta var svo hörð á meðal hinna ýmsu safnaða, að ógerningur var fyrir jafn ungan mann og mig og jafn ókunnugan mönnum og málefnum að komast að nokkurri öruggri niðurstöðu um það, hverjir hefðu rétt fyrir sér og hverjir rangt.

9 Hugur minn var oft í miklu uppnámi, hrópin og ókyrrðin voru svo mikil og linnulaus. Presbyterar voru mjög andsnúnir baptistum og meþódistum og beittu af fullum krafti bæði röksemdum og mælsku til að sanna villu þeirra, eða a. m. k. að telja fólki trú um villu þeirra. Á hinn bóginn reyndu baptistar og meþódistar jafn ákaft að sanna sínar kenningar og afsanna kenningar allra annarra.

10 Ég sagði oft við sjálfan mig í miðri þessari orrahríð orða og deilna: Hvað á ég að gera? Hver af öllum þessum flokkum hefur arétt fyrir sér, eða skjátlast þeim öllum? Hafi einhver þeirra rétt fyrir sér, hver er það þá og hvernig get ég vitað það?

11 Meðan ég átti í hinu mesta hugarstríði, sem stafaði af baráttu þessara trúfélaga, var ég dag einn að lesa í hinu almenna bréfi Jakobs, þar sem segir í 1. kapítula, 5. versi: Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast.

12 Engin ritningargrein hefur nokkru sinni knúið á hjarta nokkurs manns af meiri krafti en þessi knúði á mitt í þetta sinn. Hún virtist þrengja sér inn í hjarta mitt og tilfinningar af miklu afli. Ég hugleiddi hana aftur og aftur, því að ég vissi, að ef einhver þarfnaðist visku frá Guði, þá var það ég, því að ég vissi ekki, hvað ég átti að gera, og ef ég öðlaðist ekki meiri visku en ég bjó þá yfir, mundi ég aldrei vita það, því að kennarar hinna ýmsu trúfélaga atúlkuðu sömu ritningargreinarnar með svo mismunandi hætti, að þeir gerðu að engu trúna á, að hægt væri að útkljá málið með því að skjóta því til bBiblíunnar.

13 Um síðir komst ég að þeirri niðurstöðu, að ég yrði annaðhvort að reika áfram í myrkri og óvissu eða ella gera eins og Jakob ráðleggur, það er að segja, biðja til Guðs. Um síðir einsetti ég mér að „abiðja Guð,“ því að ég leit svo á, að ef hann veitti þeim visku, sem skorti visku, og veitti hana örlátlega og átölulaust, þá væri mér óhætt að freista þess.

14 Í samræmi við ákvörðun mína að biðja Guð fór ég út í skóg til að gera tilraun. Þetta var að morgunlagi, fagran og heiðskíran dag, snemma vors árið átján hundruð og tuttugu. Þetta var í fyrsta sinn á ævi minni, sem ég hafði gert slíka tilraun, því að þrátt fyrir allan kvíða minn hafði ég enn ekki gert tilraun til að abiðjast fyrir upphátt.

15 Þegar ég var kominn á þann stað, sem ég hafði áður ákveðið að fara, hafði litast þar um og séð, að ég var einn míns liðs, kraup ég á kné og tók að skýra Guði frá óskum hjarta míns. Ég hafði varla gert þetta, þegar einhver kraftur gagntók mig og bugaði gersamlega og hafði þau furðulegu áhrif á mig að lama tungu mína, svo að ég mátti ekki mæla. Niðamyrkur umlukti mig, og mér virtist svo um tíma, að ég væri dæmdur til skjótrar tortímingar.

16 En ég beitti öllu afli mínu til að aákalla Guð og biðja hann að bjarga mér undan valdi þessa óvinar, sem hafði náð tökum á mér, og rétt á sama andartaki og ég var að því kominn að láta bugast af örvilnan og gefa mig tortímingunni á vald — ekki ímyndaðri eyðileggingu, heldur á vald einhverrar raunverulegrar veru frá ósýnilegum heimi, sem hafði svo furðulegt vald, að ég hafði aldrei orðið slíks var hjá neinum — einmitt á því andartaki mikillar skelfingar, sá ég bljósstólpa beint yfir höfði mér, skærari en csólin, og hann lækkaði hægt, uns hann féll á mig.

17 Hann hafði ekki fyrr birst en ég fann mig lausan undan óvininum, sem hélt mér föngnum. Þegar ljósið hvíldi á mér, a ég btvær verur, svo bjartar og cdýrðlegar, að ekki verður með orðum lýst, og stóðu þær fyrir ofan mig í loftinu. Önnur þeirra ávarpaði mig, nefndi mig með nafni og sagði, um leið og hún benti á hina: Þetta er minn delskaði esonur. Hlýð þú á hann!

18 Tilgangur minn með því að aspyrja Drottin var að fá vitneskju um, hvert allra trúfélaganna hefði rétt fyrir sér, svo að ég vissi, í hvert ég ætti að ganga. Ég hafði því ekki fyrr öðlast vald á sjálfum mér á ný, svo að ég mætti mæla, en ég spurði verur þær, sem stóðu fyrir ofan mig í ljósinu, hvert allra þessara trúfélaga hefði á réttu að standa (því að á þeim tíma hafði það aldrei hvarflað að mér að þau hefðu öll rangt fyrir sér) — og í hvert þeirra ég ætti að ganga.

19 Mér var svarað, að ég mætti ekki í neitt þeirra ganga, því að þeim askjátlaðist öllum, og veran, sem ávarpaði mig, sagði, að allar játningar þeirra væru viðurstyggð í hennar augum og kennimenn þessir væru allir spilltir: „Þeir bnálgast mig með vörunum, en eru fjarri mér í chjarta sínu. Þeir kenna dboðorð manna, sem eru guðleg að eformi til, en þeir afneita krafti þeirra.“

20 Aftur bannaði hún mér að ganga í nokkurt þeirra, og margt fleira sagði hún við mig, sem ég get ekki skráð á þessari stundu. Þegar ég kom til sjálfs mín á ný, varð ég þess áskynja, að ég lá á bakinu og horfði upp í himininn. Þegar ljósið hvarf, var ég gjörsamlega máttvana, en náði mér fljótt að nokkru marki og fór heim. Þegar ég hallaði mér að arninum, spurði móðir mín mig, hvað væri að. Ég svaraði: „Það er allt í lagi — mér líður vel.“ Ég sagði síðan móður minni, að ég hefði komist að því sjálfur, að presbyterar hefðu á röngu að standa. Svo virðist sem aandstæðingnum hafi orðið ljóst mjög snemma í lífi mínu, að mér væri ætlað að verða til ófriðar og skapraunar í ríki hans, eða hvers vegna sameinuðust myrkravöldin annars gegn mér? Hvers vegna varð slík bandstaða og ofsóknir gegn mér, strax á unga aldri?

Nokkrir prédikarar og aðrir trúarbragðakennarar hafna frásögninni af fyrstu sýninni — Joseph Smith verður fyrir miklum ofsóknum — Hann vitnar um raunveruleika sýnarinnar. (Vers 21–26).

21 Nokkrum dögum eftir að ég sá þessa asýn, var ég staddur hjá einum þeirra meþódistapresta, sem átti drjúgan þátt í fyrrgreindri trúaræsingu, og þar sem ég var að ræða trúmál við hann, notaði ég tækifærið til að lýsa sýn þeirri, sem ég hafði séð. Viðbrögð hans komu mér mjög á óvart, því að hann taldi frásögn mína ekki aðeins léttvæga, heldur auðsýndi hann henni fullkomna fyrirlitningu, kvað hana alla frá djöflinum komna, því að á okkar dögum gerðist ekkert, sem gæti talist bsýnir eða copinberanir, öllu slíku hefði lokið með postulunum, og slíkt kæmi aldrei aftur.

22 Ég komst þó brátt að raun um, að saga mín hafði komið af stað miklum hleypidómum í minn garð meðal kennimanna, og varð hún orsök mikilla aofsókna, sem fóru jafnt og þétt í vöxt. Og þótt ég væri aðeins bóþekktur unglingur, milli fjórtán og fimmtán ára að aldri, og aðstæður mínar í lífinu vart slíkar, að unglingur gæti skipt nokkru í heiminum, veittu háttsettir menn mér samt svo mikla athygli, að þeir æstu almenningsálitið gegn mér og hvöttu til grimmilegra ofsókna. Þetta var raunar sammerkt öllum trúfélögunum — þau tóku öll höndum saman um að ofsækja mig.

23 Eins og svo oft síðar vakti þetta mig til alvarlegra hugleiðinga þá um hve einkennilegt það væri, að ókunnur drengur, aðeins rúmra fjórtán ára og að auki nauðbeygður til að afla sér fábreyttasta lífsviðurværis með daglegu striti, skyldi teljast nógu mikilvægur til að vekja athygli stórmenna hinna fjölmennustu trúfélaga samtíðarinnar, og það með þeim hætti, að það æsti þá til grimmilegustu ofsókna og lastmæla. En þannig var þetta, þótt einkennilegt megi virðast, og það olli mér oft sárum harmi.

24 Engu að síður var það staðreynd, að ég hafði séð sýn. Mér hefur komið í hug síðar, að mér hafi verið líkt innanbrjósts og aPáli, þegar hann bvarði mál sitt fyrir Agrippa konungi og sagði frá sýn þeirri, sem fyrir hann hafði borið, þegar hann sá ljós og heyrði rödd, en samt lögðu aðeins fáir trúnað á orð hans. Sumir kváðu hann óheiðarlegan, en aðrir sögðu hann vitskertan, og hann var bæði hæddur og lastaður. En ekkert af þessu gat þó gert að engu raunveruleika sýnar hans. Hann hafði séð sýn, hann vissi að svo var, og hversu miklum ofsóknum sem hann yrði að sæta, fengi því ekkert breytt, og þótt ofsóknirnar yrðu honum að bana, þá vissi hann samt, og mundi vita, meðan hann drægi lífsanda, að hann hefði bæði séð ljós og heyrt rödd ávarpa sig, og allur heimurinn gæti ekki fengið hann til að hugsa annað eða trúa öðru.

25 Þannig var þessu farið með mig. Ég hafði raunverulega séð ljós og í ljósinu miðju hafði ég séð atvær verur, og þær höfðu raunverulega ávarpað mig. Og þótt ég væri hataður og ofsóttur fyrir að segja, að ég hefði séð sýn, þá var það samt satt. Og meðan þeir ofsóttu mig og lastmæltu mér og töluðu illa um mig að ástæðulausu fyrir að segja frá þessu, spurði ég sjálfan mig í hjarta mínu: Hví er ég ofsóttur fyrir að segja sannleikann? Ég hef raunverulega séð sýn, og hvernig ætti ég að geta staðið gegn Guði, og af hverju hyggst heimurinn fá mig til að neita því, sem ég hef raunverulega séð? Því að ég hafði séð sýn. Ég vissi það, og ég vissi að Guð vissi það, og ég hvorki gat bneitað því né þorði að gera það. Ég vissi að minnsta kosti, að með því mundi ég misbjóða Guði og eiga yfir mér fordæmingu.

26 Hvað trúfélögin varðaði, var ég nú orðinn sannfærður um, að mér bæri ekki að ganga í neitt þeirra, heldur halda uppteknum hætti, uns ég fengi önnur fyrirmæli. Ég hafði komist að raun um, að sá avitnisburður Jakobs væri sannur — að maður, sem skorti visku, gæti beðið Guð ásjár, og hún gæti hlotnast honum átölulaust.

Moróní birtist Joseph Smith — Nafn Josephs verður tákn góðs og ills með öllum þjóðum — Moróní segir honum frá Mormónsbók og dómi Drottins, sem felldur verður, og vitnar í margar ritningargreinar — Felustaður gulltaflnanna er opinberaður — Moróní heldur áfram að leiðbeina spámanninum. (Vers 27–54).

27 Ég hélt áfram að sinna venjulegum störfum mínum fram til 21. september árið átján hundruð tuttugu og þrjú, en allan þann tíma varð ég að þola miklar ofsóknir manna úr öllum stéttum, bæði trúaðra og trúlausra, af því að ég hélt áfram að staðhæfa, að ég hefði séð sýn.

28 Frá því ég sá sýnina og fram til ársins átján hundruð tuttugu og þrjú urðu alls kyns freistingar á vegi mínum, en mér hafði verið bannað að ganga í nokkurt trúfélag þeirra daga, og var að auki ungur að árum og ofsóttur af þeim, sem hefðu átt að vera vinir mínir og koma vingjarnlega fram við mig, enda hefðu þeir átt að reyna að frelsa mig með réttri og ástríkri framkomu, ef þeir töldu mig blekktan. Og þar eð ég umgekkst fólk af öllu tagi, gerði ég mig oft sekan um heimskuleg glappaskot, sýndi oft veikleika æskunnar og bresti mannlegs eðlis, sem leiddu mig því miður í ýmiss konar afreistni, sem var ógeðfelld í augum Guðs. Þótt ég geri þessa játningu, þarf enginn að ætla, að ég hafi gert mig sekan um stórar eða illkynjaðar syndir. Í eðli mínu hefur aldrei verið hneigð til að drýgja þær. En ég gerði mig sekan um léttúð og var t. d. stundum í léttlyndum félagsskap, sem ekki samræmdist þeim eiginleikum, sem sá skyldi varðveita, er bkallaður var af Guði eins og ég. En engum, sem man æsku mína og þekkir glaðlyndi mitt, ætti að finnast þetta óeðlilegt.

29 Af þessu leiddi, að mér fannst ég oft vera fordæmdur vegna veikleika míns og ófullkomnunar. Því gerðist það að kvöldi framangreinds tuttugasta og fyrsta dags septembermánaðar, þegar ég var genginn til hvílu, að ég hóf að ákalla almáttugan Guð og abiðja um fyrirgefningu á öllum syndum mínum og heimsku og bað hann einnig að sýna mér horfur mínar og stöðu gagnvart honum, því að ég var sannfærður um, að ég ætti eftir að fá guðdómlega vitrun, eins og ég hafði áður fengið.

30 Meðan ég ákallaði Guð, sá ég ljós birtast í herbergi mínu, og jókst það stöðugt, uns birtan var orðin þar meiri en um hábjartan dag. Skyndilega birtist amaður við rúmstokk minn, og sveif hann í lausu lofti, því að fætur hans námu ekki við gólf.

31 Hann var klæddur víðum kyrtli, óviðjafnanlega ahvítum. Hann var hvítari en nokkuð jarðneskt, sem ég hafði nokkru sinni séð, enda trúi ég ekki, að nokkur jarðneskur hlutur geti orðið jafn frábærlega hvítur og ljómandi. Hendur hans voru berar, svo og handleggirnir nokkuð ofan við úlnliði, og auk þess var hann berfættur og fótleggir hans berir nokkuð upp fyrir ökkla. Hann var einnig ber um höfuð og háls. Ég gat séð, að hann klæddist kyrtli þessum einum, því að hann var opinn, svo að ég sá í bringu hans.

32 Kyrtill hans var ekki aðeins framúrskarandi hvítur, heldur var og öll persóna hans svo adýrðleg, að orð fá því ekki lýst, og yfirbragð hans var sannarlega sem bleiftur. Herbergið varð óumræðilega bjart, en þó ekki allt eins bjart og hið næsta manninum. Í fyrstu varð ég cóttasleginn, þegar ég sá hann, en óttinn hvarf mér von bráðar.

33 Hann ávarpaði mig með anafni og sagði mér, að hann væri sendiboði, sem sendur væri á minn fund úr návist Guðs og héti Moróní. Guð ætlaði mér verk að vinna og nafn mitt yrði talið tákn góðs og ills með öllum þjóðum, kynkvíslum og tungum, eða að bæði yrði talað vel og illa um það með öllum lýðum.

34 Hann sagði, að abók væri geymd, letruð á bgulltöflur, þar sem lýst væri fyrri íbúum þessarar álfu og sagt frá uppruna þeirra. Hann sagði og, að hún hefði að geyma cfyllingu hins ævarandi fagnaðarerindis, eins og frelsarinn hefði fengið það íbúunum til forna —

35 Einnig að tveir steinar greyptir í silfurboga — og steinar þessir, festir við abrjóstplötu, mynduðu það sem kallast bÚrím og Túmmím — væru með töflunum, en umráð og notkun steinanna hefði til forna eða fyrr á tímum gert menn að „csjáendum,“ og hefði Guð útbúið þá til þess að þýða bókina.

36 Þegar hann hafði sagt mér þetta, tók hann að vitna í spádóma aGamla testamentisins. Hann vitnaði fyrst í bþriðja kapítula Malakís, og hann vitnaði einnig í fjórða eða síðasta kapítula sama spádóms, en þó með nokkru fráviki frá okkar Biblíu. Í stað þess að vitna í fyrsta vers, eins og það er í okkar bókum, vitnaði hann þannig í það:

37 Því að sjá. Sá adagur kemur, sem mun bglóa sem ofn, og allir hrokafullir og allir þeir, sem ranglæti fremja, munu brenna sem chálmleggir, því að þeir, sem koma, munu brenna þá, segir Drottinn hersveitanna, svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur.

38 Síðan vitnaði hann þannig í fimmta vers: Sjá, ég mun opinbera yður aprestdæmið með hendi bElía spámanns, áður en hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins kemur.

39 Hann vitnaði einnig með breyttum hætti í næsta vers: Og hann mun gróðursetja í hjörtum barnanna afyrirheit þau, sem feðrunum voru gefin, og hjörtu barnanna munu bsnúast til feðra sinna. Ef svo væri ekki, mundi jörðin öll verða gjöreydd við komu hans.

40 Auk þess vitnaði hann í ellefta kapítula Jesaja og sagði, að hann væri um það bil að rætast. Hann vitnaði líka í þriðja kapítula, tuttugasta og annað og tuttugasta og þriðja vers Postulasögunnar, nákvæmlega eins og þau standa í Nýja testamenti okkar. Hann sagði, að aspámaðurinn væri Kristur, en sá dagur væri enn ekki kominn, þegar „sérhver sál, sem ekki hlýðir á þennan spámann, mun bútilokast frá lýðnum,“ en hann væri í nánd.

41 Hann vitnaði einnig í aþriðja kapítula Jóels, frá fyrsta versi til þess fimmta. Hann sagði einnig, að það hefði ekki ræst enn, en mundi senn rætast. Og enn fremur sagði hann, að fyllingartími bÞjóðanna kæmi brátt. Hann vitnaði í margar aðrar ritningargreinar og gaf margar skýringar, sem hér er ekki svigrúm til að minnast á

42 Hann sagði og, að þegar ég hefði fengið töflurnar, sem hann hefði talað um — því að enn væri ekki komið að því að ég fengi þær — mætti ég engum sýna þær, ekki heldur brjóstplötuna með Úrím og Túmmím, nema þeim, sem mér yrði boðið að sýna þær, ella yrði mér tortímt. Meðan hann ræddi við mig um töflurnar, opnaðist mér ahugarsýn, svo að ég sá staðinn þar sem töflurnar voru geymdar, og það svo skýrt og greinilega að ég þekkti hann aftur þegar ég kom þangað.

43 Eftir þessar samræður sá ég að ljósið í herberginu tók að safnast umhverfis þann, sem við mig hafði talað, og hélt svo áfram, þar til aftur var myrkt í herberginu, nema rétt umhverfis hann. En þá sá ég skyndilega opnast göng beint upp til himins, að því er virtist, og hann sté upp, þar til hann hvarf með öllu, og herbergið varð aftur eins og það hafði verið, áður en þetta himneska ljós birtist.

44 Ég lá og hugleiddi hve einstakt þetta atvik hefði verið, og furðaði mig mjög á því, sem þessi sérstæði sendiboði hafði sagt mér, en þá uppgötvaði ég allt í einu, mitt í ahugleiðingum mínum, að aftur tók að birta í herberginu, og á augabragði, að því er virtist, birtist sami himneski sendiboðinn aftur við rúmstokk minn.

45 Hann tók til máls og endurtók nákvæmlega það sama og hann hafði sagt við fyrri heimsóknina, án minnstu breytingar. En að því búnu sagði hann mér frá miklum dómum, sem yfir jörðina kæmu, með mikilli eyðingu af völdum hungursneyðar, hernaðar og drepsótta. Hann sagði, að þessir þungbæru dómar kæmu yfir jörðina á okkar tímum. Þegar hann hafði skýrt mér frá þessu, sté hann aftur upp á sama hátt og áður.

46 Þegar hér var komið, hafði þetta haft slík áhrif á huga minn, að mér kom ekki blundur á brá, og ég lá agndofa vegna þess, sem ég hafði séð og heyrt. En mikil varð undrun mín, þegar ég sá sama sendiboðann enn við rúm mitt og heyrði hann endurtaka, eða hafa yfir á ný, það sama og áður. Og hann bætti við, mér til varnaðar, að aSatan mundi reyna að bfreista mín (vegna fátæktar fjölskyldu minnar) til að ná töflunum í auðgunarskyni. Slíkt bannaði hann mér og sagði, að eina cmarkmið mitt með því að ná þeim skyldi vera að vegsama Guð, og ég mætti ekkert annað takmark hafa en byggja upp ríki hans, ella næði ég þeim ekki.

47 Eftir þessa þriðju heimsókn sté hann enn til himins eins og áður, en ég tók á ný að íhuga þessa einkennilegu reynslu mína. En næstum þegar eftir að hinn himneski sendiboði var horfinn mér til himins í þriðja sinn, gól haninn, og ég varð þess áskynja, að dagur var í nánd, þannig að samræður okkar hlutu að hafa staðið alla nóttina.

48 Ég reis úr rekkju skömmu síðar og hóf að venju hið nauðsynlega strit dagsins, en þegar ég reyndi að haga vinnu minni eins og endranær, var ég svo farinn að kröftum, að ég var gjörsamlega óvinnufær. Faðir minn, sem vann mér við hlið, varð þess var að eitthvað amaði að mér og sagði mér að fara heim. Ég lagði af stað og ætlaði heim, en þegar ég reyndi að fara yfir girðinguna, sem var umhverfis akurinn, þar sem við vorum, hvarf mér allur máttur, ég hné örmagna til jarðar og lá síðan um tíma rænulaus með öllu.

49 Það fyrsta, sem ég man, var rödd, sem ávarpaði mig með nafni. Ég leit upp og sá sama sendiboðann og áður standa yfir höfði mér, umlukinn ljósi sem fyrr. Hann endurtók síðan enn á ný allt sem hann hafði sagt mér nóttina áður, og bauð mér að fara á fund aföður míns og segja honum frá sýninni og boðum þeim, sem ég hafði fengið.

50 Ég hlýddi. Ég fór aftur til föður míns úti á akrinum og sagði honum alla söguna. Hann svaraði því og sagði, að þetta væri frá Guði, og að ég ætti að fara og gera eins og sendiboðinn hafði boðið. Ég fór af akrinum og hélt til þess staðar, sem töflurnar voru geymdar, að sögn sendiboðans. Og vegna þess hve sýnin hafði verið greinileg, þekkti ég strax staðinn þegar ég kom þangað.

51 Skammt frá þorpinu Manchester í Ontaríó-sýslu, New York-ríki, er allhá ahæð, öllum öðrum hæðum hærri á þeim slóðum. Töflurnar var að finna í steinkistu undir allstórum steini í vesturhlíðum hæðarinnar, skammt þar frá sem hún er hæst. Steinn þessi var þykkur og bungaði í miðju að ofan, en var þynnri til jaðranna, svo að miðhluti hans stóð upp úr jörðunni, en brúnirnar voru þaktar mold allt um kring.

52 Þegar ég hafði mokað moldinni frá, fékk ég mér vogarstöng, sem ég rak undir brún steinsins, og tókst mér að lyfta honum með nokkru átaki. Ég leit í kistuna, og svo sannarlega sá ég þar atöflurnar, bÚrím og Túmmím og cbrjóstplötuna, eins og sendiboðinn hafði sagt. Kista sú, sem þetta var í, var gerð á þann hátt, að steinar voru lagðir saman í einhvers konar steinlím. Á botni kistunnar voru tveir steinar lagðir í kross, og á steinum þessum lágu töflurnar og aðrir hlutir, sem með þeim voru.

53 Ég gerði tilraun til að taka þær upp, en sendiboðinn bannaði mér það og endurtók að tíminn til að birta þær væri enn ekki kominn og kæmi ekki fyrr en eftir fjögur ár frá þessum tíma að telja. En hann sagði mér, að ég ætti að koma á þennan stað nákvæmlega að einu ári liðnu, og mundi hann þá hitta mig þar, og þetta ætti ég að gera árlega, þar til sú stund rynni upp, að ég fengi töflurnar.

54 Ég fór því á staðinn árlega, eins og mér hafði verið boðið, og í hvert sinn var sami sendiboðinn þar fyrir, og í sérhverju viðtali okkar fékk ég hjá honum fyrirmæli og upplýsingar um fyrirætlan Drottins, hvernig og á hvaða hátt stýra ætti aríki hans hina síðustu daga.

Joseph Smith giftist Emmu Hale — Hann fær gulltöflurnar frá Moróní og þýðir nokkur leturtákn — Martin Harris sýnir Anthon prófessor tákn og þýðingar á þeim, en hann segir: „Ég get ekki lesið innsiglaða bók.“ (Vers 55–65).

55 Þar sem veraldarauður föður míns var mjög takmarkaður, var okkur nauðsyn að stunda erfiðisvinnu, ráða okkur sem daglaunamenn og á annan hátt, eftir því sem tækifæri gafst til. Stundum vorum við heima, en þess á milli að heiman, og með stöðugu striti tókst okkur að komast sæmilega af.

56 Árið 1823 var mjög að fjölskyldu minni þrengt við dauða elsta bróður míns aAlvins. Í októbermánuði 1825 réðst ég til aldraðs heiðursmanns, sem hét Josia Stoal, í Chenangosýslu í New York-ríki. Hann hafði frétt eitthvað um, að Spánverjar hefðu opnað silfurnámu í Harmony, Susquehannasýslu í Pennsylvaníu, og hafði, áður en ég réðst til hans, verið við gröft í von um að finna námuna. Eftir að ég kom til hans, lét hann mig, ásamt öðru vinnufólki sínu, grafa eftir námunni, og vann ég við það verk í tæpan mánuð, án nokkurs árangurs, en að lokum tókst mér að fá gamla manninn til að hætta greftrinum. Af þessu spratt sá þráláti orðrómur, að ég hafi verið að grafa eftir peningum.

57 Meðan ég vann þarna, var ég látinn búa hjá Ísak nokkrum Hale, sem bjó á þessum stað. Það var þar, sem ég sá konu mína (dóttur hans), aEmmu Hale, fyrsta sinni. Við vorum gefin saman í hjónaband 18. janúar 1827, meðan ég var enn í þjónustu Stoals.

58 Vegna áframhaldandi fullyrðinga minna um, að ég hefði séð sýn, var ég enn aofsóttur, og fjölskylda eiginkonu minnar var mjög andvíg hjónabandi okkar. Mér var því nauðsynlegt að fara burt með hana, og fórum við til Squire Tarbill-hússins í Suður Bainbridge, Chenangosýslu, New York, og vorum vígð þar í hjónaband. Þegar eftir hjónavígsluna fór ég úr þjónustu Stoals og hélt heim til föður míns og stundaði búskap með honum það ár.

59 Um síðir var kominn tími til að taka töflurnar, Úrím og Túmmím og brjóstplötuna. Hinn tuttugasta og annan dag septembermánaðar árið átján hundruð tuttugu og sjö, þegar ég hafði að vana farið að enn einu ári liðnu á þann stað, þar sem það var geymt, afhenti sami himneski sendiboðinn mér það með þeim fyrirmælum, að ég ætti að bera ábyrgð á því, og ef ég léti það frá mér fara vegna ahirðuleysis eða einhverrar vanrækslu, yrði ég útilokaður. Ef ég á hinn bóginn beitti öllu þreki mínu til að bvarðveita það, þar til hann, sendiboðinn, gerði tilkall til þess, yrði það varðveitt.

60 Ég komst brátt að ástæðu þess, að ég hafði fengið svo ströng fyrirmæli um að gæta þess og hverju það sætti, að sendiboðinn hafði sagt, að þegar ég hefði gert það, sem af mér væri krafist, kæmi hann til að sækja það. Ekki var það fyrr kunnugt að ég hefði það, en reynt var til hins ýtrasta að ná því frá mér. Í þeim tilgangi var neytt allra klækja, sem hægt var að finna upp. Ofsóknirnar urðu enn grimmilegri og hatrammari en áður, og hópar manna biðu sífellt færis á að ná því frá mér, ef hægt væri. En vegna visku Guðs var það óhult í höndum mínum, uns ég hafði gert það, sem ætlast var til af mér. Þegar sendiboðinn kom til að sækja það, eins og um hafði verið talað, afhenti ég honum það, og hann hefur það í sinni umsjá til þessa dags, sem er annar dagur maímánaðar árið átján hundruð þrjátíu og átta.

61 Æsingar héldu hins vegar áfram, og óteljandi slúðurtungur voru sífellt önnum kafnar við að dreifa lygum um fjölskyldu föður míns og mig. Þótt ég segði aðeins frá þúsundasta hluta þeirra, mundi það fylla margar bækur. Ofsóknirnar urðu hins vegar svo óbærilegar, að ég neyddist til að flytjast frá Manchester, og fór ég ásamt konu minni til Susquehannasýslu í Pennsylvaníu. Meðan við bjuggumst til ferðar — við vorum sárfátæk og ofsóknirnar hvíldu svo þungt á okkur, að engar líkur voru til, að breyting yrði þar á — eignuðumst við mitt í þrengingum okkar vin, heiðursmann að nafni aMartin Harris, sem kom til okkar og gaf mér fimmtíu dali okkur til hjálpar á ferð okkar. Harris var búsettur í Palmyra í Wayne-sýslu í New York-ríki, og var hann þar virtur bóndi.

62 Vegna þessarar tímabæru aðstoðar tókst mér að komast á áfangastað í Pennsylvaníu, og þegar eftir komuna þangað hófst ég handa um að afrita táknin á töflunum. Ég afritaði talsverðan fjölda þeirra og þýddi sum þeirra með aðstoð aÚríms og Túmmíms, en þetta gerði ég frá þeim tíma, er ég kom á heimili tengdaföður míns í desembermánuði og fram í febrúar árið eftir.

63 Einhvern tíma í þessum febrúarmánuði kom fyrrnefndur Martin Harris heim til okkar, tók við táknunum, sem ég hafði ritað eftir töflunum, og fór með þau til New York-borgar. Varðandi atburði þá, sem gerðust að því er hann og táknin snerti, vísa ég til hans eigin frásagnar af þeim, eins og hann rakti þá fyrir mér við heimkomuna, en hún var á þessa leið:

64 „Ég fór til New York-borgar og lagði táknin, sem höfðu verið þýdd, ásamt þýðingunni á þeim, fyrir Charles Anthon prófessor, sem kunnur var fyrir bókmenntaafrek sín. Anthon prófessor sagði að þýðingin væri rétt, raunar betri en nokkur þýðing úr egypsku, sem hann hefði séð áður. Síðan sýndi ég honum þau tákn, sem höfðu ekki enn verið þýdd og kvað hann þau egypsk, kaldeísk, assyrísk og arabísk, og sagði þau vera sönn tákn. Hann fékk mér vottorð, sem fullvissaði íbúa Palmyra um að þetta væru sönn tákn og að þýðing þeirra tákna, sem hefðu verið þýdd, væri líka rétt. Ég tók vottorðið, stakk því í vasann og var rétt að fara út úr húsinu, þegar hr. Anthon kallaði á mig og spurði hvernig ungi maðurinn hefði orðið þess áskynja, að gulltöflurnar væru á þeim stað, þar sem hann hefði fundið þær. Ég svaraði því til, að engill Guðs hefði opinberað honum það.

65 Þá sagði hann við mig: ‚Leyf mér að sjá vottorðið.‘ Ég tók það því úr vasa mínum og rétti honum, en hann tók það og reif það í smátt með þeim orðum, að nú væri ekkert til lengur, sem héti þjónusta aengla, og ef ég vildi færa sér töflurnar, skyldi hann þýða þær. Ég sagði honum, að hluti taflnanna væri binnsiglaður og mér væri forboðið að koma með þær. Hann svaraði: ‚Ég get ekki lesið innsiglaða bók.‘ Ég fór frá honum og til dr. Mitchells, sem staðfesti það, sem Anthon prófessor hafði sagt um táknin og þýðinguna.“

· · · · · · ·

Oliver Cowdery þjónar sem ritari við þýðingu Mormónsbókar — Joseph og Oliver hljóta Aronsprestdæmið frá Jóhannesi skírara — Þeir eru skírðir, vígðir, og hljóta spádómsandann. (Vers 66–75).

66 Hinn 5. apríl 1829 kom aOliver Cowdery heim til mín, en ég hafði aldrei séð hann fyrr. Hann sagði mér, að þar eð hann hefði stundað kennslu í skóla í grennd við heimili föður míns og faðir minn hefði verið einn þeirra, sem sendu nemendur í skólann, hefði hann búið hluta af árinu á heimili hans, en meðan hann hafði verið þar, hefði fjölskyldan sagt honum frá því, hvernig ég hefði fengið töflurnar í hendur, og þess vegna hefði hann komið til að fá upplýsingar hjá mér.

67 Tveimur dögum eftir komu Cowderys (þ.e. 7. apríl) hóf ég að þýða Mormónsbók, en hann skrifaði upp eftir mér.

· · · · · · ·

68 Við unnum enn að þýðingunni, þegar við í næsta mánuði (maí 1829) fórum dag nokkurn út í skóg til að biðjast fyrir og spyrja Drottin um askírn til bfyrirgefningar syndanna, sem við höfðum séð nefnda í þýðingunni á töflunum. Meðan við fengumst við þetta, báðumst fyrir og ákölluðum Drottin, sté csendiboði frá himni niður í dljósskýi, lagði ehendur yfir okkur og fvígði okkur að því búnu, með svofelldum orðum:

69 Yður, samþjónum mínum, veiti ég í nafni Messíasar aAronsprestdæmið, sem hefur lykla að þjónustu engla og fagnaðarerindi iðrunar og niðurdýfingarskírn til fyrirgefningar syndanna. Og þetta skal aldrei aftur af jörðunni tekið, uns synir bLevís færa Drottni aftur fórn í réttlæti.

70 Hann kvað þetta Aronsprestdæmi ekki hafa vald til handayfirlagningar fyrir agjöf heilags anda, en það yrði okkur veitt síðar. Og hann bauð okkur að fara og láta skírast og gaf okkur þær leiðbeiningar, að ég ætti að skíra Oliver Cowdery, sem síðan ætti að skíra mig.

71 Í samræmi við það fórum við og vorum skírðir. Ég skírði hann fyrst, og síðan skírði hann mig — en síðan lagði ég hendur á höfuð hans og vígði hann til Aronsprestdæmis, en að því búnu lagði hann hendur yfir mig og vígði mig til hins sama prestdæmis — því að svo var okkur boðið.*

72 Sendiboði sá, sem kom til okkar í þetta sinn og veitti okkur þetta prestdæmi, kvaðst heita aJóhannes, sá hinn sami og nefndur væri Jóhannes skírari í Nýja testamentinu. Hann kvaðst starfa undir stjórn bPéturs, cJakobs og dJóhannesar, sem hefðu elykla fMelkísedeksprestdæmisins, en það prestdæmi, sagði hann, yrði okkur veitt, er fram liðu stundir, og ætti ég að kallast fyrsti göldungur kirkjunnar og hann (Oliver Cowdery) annar. Það var fimmtánda dag maímánaðar 1829, sem þessi sendiboði vígði okkur og skírði.

73 Jafnskjótt og við höfðum komið upp úr vatninu eftir skírnina, nutum við mikilla og dýrðlegra blessana frá himneskum föður okkar. Ég hafði ekki fyrr skírt Oliver Cowdery en aheilagur andi kom yfir hann, og hann reis á fætur og bspáði fyrir um marga hluti, sem áttu senn að verða. Og aftur varð það, þegar ég hafði hlotið skírn hjá honum, að spádómsandi kom og yfir mig, þegar ég reis á fætur, og spáði ég þá uppgangi þessarar kirkju og mörgu öðru í sambandi við kirkjuna og þessa kynslóð mannanna barna. Við fylltumst heilögum anda og fögnuðum í Guði hjálpræðis okkar.

74 Þar eð andar okkar höfðu nú verið upplýstir, fóru ritin að verða okkur aauðskildari, og hin braunverulega merking og tilgangur hinna dulúðugustu málsgreina varð okkur ljós með hætti, sem við höfðum aldrei kynnst áður eða okkur til hugar komið. En um sinn neyddumst við til að leyna, með hvaða hætti við hefðum hlotið prestdæmið og að við hefðum verið skírðir, sakir þess ofsóknaranda, sem þegar var auðsær í grenndinni.

75 Okkur hafði við og við verið hótað því, að múgur réðist á okkur, og jafnvel kennimenn höfðu hótað þessu. Það eina, sem hindraði árás af hálfu múgsins, var áhrif frá fjölskyldu tengdaföður míns (fyrir guðlega forsjá), sem hafði vingast mjög við mig, var andvíg múgæði og hafði hug á, að ég gæti haldið þýðingarstarfinu áfram án truflana, og bauð því og hét okkur vernd gegn öllu ólöglegu athæfi, eftir því sem þeim væri unnt.

  • Oliver Cowdery lýsir þessum atburðum þannig: „Þetta voru ógleymanlegir dagar. Það vakti djúpa þakklætistilfinningu í brjósti mér að sitja undir hljómi raddar, sem barst með innblæstri frá himni. Dag eftir dag hélt ég ótruflað áfram að skrifa niður það, sem frá munni hans barst, þegar hann þýddi söguna eða heimildina, sem nefnd er ‚Mormónsbók,‘ með hjálp Úríms og Túmmíms, eða eins og Nefítarnir hefðu sagt, með hjálp ‚útleggjaranna.‘

    Það samræmist ekki núverandi áformum mínum að segja, jafnvel í fáum orðum, frá hinni áhugaverðu frásögn Mormóns og hins trúfasta sonar hans, Morónís, af fólki, sem himinninn eitt sinn elskaði og hafði mætur á. Ég mun því fresta því til síðari tíma og, eins og ég sagði í upphafi, snúa mér heldur beint að nokkrum atburðum, sem eru í beinum tengslum við tilurð þessarar kirkju og gætu orðið til ánægju þeim þúsundum, sem gengið hafa fram þrátt fyrir fjandskap ofsatrúarmanna og rógburð hræsnara og tekið á móti fagnaðarerindi Krists.

    Enginn maður með fullu viti gæti þýtt og skráð þær nákvæmu leiðbeiningar, sem Nefítar fengu af munni frelsarans, um þann hátt, sem skyldi hafður á um uppbyggingu kirkju hans, sérstaklega þegar spilling hafði gert ótrygg öll form og kerfi mannanna, án þess að óska sér þeirra forréttinda að sýna vilja hjarta síns með því að verða grafinn í hinni votu gröf og standa með ‚góða samvisku fyrir upprisu Jesú Krists.‘

    Eftir að hafa skrifað frásögnina um helga þjónustu frelsarans við leifarnar af niðjum Jakobs hér í þessari álfu, var auðvelt að sjá, eins og spámaðurinn sagði að yrði, að myrkur grúfði yfir jörðunni og formyrkvaði hugi manna. Við nánari athugun var auðvelt að sjá, að innan um miklar trúarbragðaerjur og hávaða í sambandi við þær hafði enginn vald frá Guði til að framkvæma helgiathafnir fagnaðarerindisins. Því að spyrja mætti, hvort þeir menn hafi vald til að starfa í nafni Krists, sem afneita opinberunum, þegar vitnisburður hans er einmitt andi spádóms og trú hans grundvölluð, reist og studd með beinum opinberunum á öllum tímum veraldar, meðan hann hefur haft fólk á jörðunni? Ef þessar staðreyndir voru grafnar og vandlega huldar fyrir atbeina þeirra manna, sem hefðu átt starf sitt í hættu, ef þær hefðu fengið að blasa við mönnum, þá voru þær ekki lengur huldar okkur, heldur biðum við aðeins eftir að boðið kæmi: ‚Rísið og látið skírast.‘

    Ekki leið langur tími, þar til ósk okkar varð að veruleika. Drottinn, sem er fullur miskunnar og sífellt fús til að svara staðfastri bæn hins auðmjúka, gjörðist svo lítillátur að sýna okkur vilja sinn, eftir að við höfðum ákallað hann heitt fjarri mannabyggðum. Skyndilega og eins og frá eilífðinni sjálfri færði rödd lausnarans okkur frið. Þá var hulunni svipt frá, og engill Guðs kom niður, íklæddur dýrð, og færði okkur þann boðskap, sem við höfðum svo ákaft vonast eftir, ásamt lyklum iðrunarboðskaparins. Hvílík gleði! Hvílík undur! Hvílík dásemd! Á sama tíma og heimurinn var kvalinn og viti sínu fjær — meðan milljónir fálmuðu sem blindir eftir veggnum, og meðan allir menn, sem einn hópur, höfðu aðeins óvissuna sér til stuðnings, heyrðu eyru okkar og sáu augu okkar eins og í ‚skærustu dagsbirtu,‘ já, skærari en geislar maísólarinnar, sem þá breiddi ljóma sinn yfir náttúruna! Þá smaug rödd hans, þó mild væri, inn í sjálft hjartað, og orð hans, ‚ég er samþjónn yðar,‘ dreifðu öllum ótta. Við hlustuðum, við störðum og við fylltumst aðdáun. Þetta var rödd engils frá dýrðinni, þetta var boðskapur frá hinum æðsta. Og meðan við hlýddum á, fögnuðum við, meðan ást hans fékk sálir okkar til að brenna, og sýn hins almáttuga umlukti okkur. Hvar var rúm fyrir efa? Hvergi. Óvissan var á brott, efinn horfinn og mundi aldrei aftur vakna, og blekkingar og svik voru að eilífu að baki.

    En kæri bróðir, hugsaðu þér, hugsaðu þér andartak enn, þá gleði, sem fyllti hjörtu okkar, og í hvílíkri undrun við hljótum að hafa kropið (því að hver hefði ekki beygt kné sín fyrir slíkri blessun?), þegar við hlutum af hans hendi hið heilaga prestdæmi, um leið og hann sagði: ‚Yður, samþjónum mínum, veiti ég í nafni Messíasar þetta prestdæmi og þetta vald, sem haldast skal á jörðunni, svo að synir Levís megi enn færa Drottni fórn í réttlæti.‘

    Ég mun hvorki reyna að lýsa fyrir ykkur tilfinningum mínum né hinni tignarlegu fegurð og dýrð, sem umlukti okkur í þetta skipti. En þið munuð trúa mér, þegar ég segi, að hvorki jörðin né mennirnir með málsnilld allra tíma gæti klætt mál sitt á jafn hrífandi og rismikinn hátt og þessi heilaga vera. Nei, ekki hefur heldur jörðin vald til að færa þá gleði, veita þann frið eða skilja þá visku, sem hver setning geymdi, er þær voru fluttar með krafti hins heilaga anda. Menn geta táldregið meðbræður sína, blekking fylgir ef til vill í kjölfar blekkingar, og börn hins rangláta geta haft vald til að ginna hina grunnhyggnu og fávísu, þar til fjöldinn nærist aðeins á hugarburði og hinn þungi straumur, sem blekkingunum fylgir, fleytir hinum óstöðugu til grafarinnar. En örlítil snerting frá fingri ástar hans, já, einn dýrðargeisli frá upphæðum eða eitt orð af munni frelsarans, frá barmi eilífðarinnar, gerir það allt léttvægt og þurrkar það að eilífu burt úr huganum. Vitneskjan um, að við vorum í návist engils, fullvissan um, að við heyrðum rödd Jesú, og óflekkaður sannleikurinn, eins og hann streymdi frá helgri veru að Guðs vilja, allt þetta er mér ólýsanlegt. Og svo lengi sem mér leyfist að dvelja hér, mun ég ætíð líta á þessa gæsku frelsarans með undrun og þakklæti. Og í þeim híbýlum, þar sem fullkomnunin ríkir og syndin á engan aðgang að, vonast ég til að fá að tilbiðja á þeim degi, sem aldrei tekur enda.“ — Messenger and Advocate, 1. bindi, (október, 1834), bls. 14–16.