2008
Efnisyfirlit
Mars 2008


Efnisyfirlit

MARS 2008

VOLUME 23 • NUMBER 1

NJÓTIÐ LESTURS ÞESSA SÉRSTAKA ÚTGÁFUBLAÐS

Þegar þið lesið frásagnir ritninganna um líf og þjónustu Jesú Krists, munuð þið komast að því hve ríkulega hann sýndi fordæmi um elsku. Hann læknaði og blessaði. Hann leit ekki á misbrestina heldur á það sem í hjartanu býr—veitti von, lækningu og fyrirgefningu með þjónustu sinni, kennslu og hinni stórkostlegu friðþægingu.

Þessi sami frelsari, sonur Guðs, lifir. Hann þekkir hjarta okkar og elskar okkur. Hann hefur samúð með okkur og þráir að blessa okkur. Sá er boðskapur þessa tímarits. Hann er að finna í orðum lifandi spámanna og postula, sem kenna hver Kristur er og hvað hann býður okkur. Og hann er að finna í vitnisburði venjulegs fólks, sem notið hefur blessunar af því að hafa komið til Krists, lært af og fylgt honum.

Við hvetjum ykkur til að ígrunda þennan boðskap vandlega, gefa honum rúm í hjarta ykkar og miðla honum öðrum.

–— ritstjórnin

NOTKUN BLAÐSINS

Skilja nafngiftir Jesú Krists. Víða í ritningunum er Jesús nefndur hinum ýmsu nöfnum. Sum þeirra koma fram í þessu blaði. Hafið þið skynjað elsku hans með því að þekkja nöfn hans og skilja merkingu hvers þeirra fyrir ykkur?

Vitna um frelsarann. Þegar þið hafið lesið greinina „Verða vitni Krists“ (bls. 58), ígrundið þá hvað þið gerið og getið gert til að vera vitni hans. Hvernig styrkir slík breytni trú ykkar?

Kenna og læra fagnaðarerindið. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu lætur okkur í té fjölmargt sem við getum notað til að kenna fagnaðarerindið á heimilum okkar og í kirkjunni. Sjá www.ldscatalog .com til að fá frekari upplýsingar eða komið við í dreifingarstöð ykkar.