Gera greinargerð
    Footnotes

    Æskufólk

    Gera greinargerð

    Eyring forseti vitnar í Spencer W. Kimball forseta (1895–1985), þar sem segir að „með dagbókahaldi getum við minnst blessana okkar og séð afkomendum okkar fyrir greinargerð um þær blessanir.“ Á aðalráðstefnu í október 2012, gaf Thomas S. Monson forseti vitnisburð um dagbókarhald. Hann greindi frá atburðum eigin lífs og bætti við: „Dagbókarskrif mín öll þessi ár hafa hjálpað mér að muna eftir smáatriðum, sem ég hefði líklega ekki getað munað eftir að öðrum kosti.“ Hann leiðbeindi: „Gerið greinargerð um eigið líf og greinið einkum blessanir sem þið hafið hlotið, bæði stórar og smáar“ („Consider the Blessings,“ Líahóna og Ensign, nóv. 2012, 86). Vinnið að því að fylgja leiðsögn þessara spámanna og setjið markmið um að halda dagbók.