Tónlist
Englakór frá himnahöll


77

Englakór frá himnahöll

Fagnandi

1. Englakór frá himnahöll

hljómar yfir víða jörð.

Enduróma fold og fjöll,

flytja glaða þakkargjörð.

[Chorus]

Gloria in excelsis Deo.

Gloria in excelsis Deo.

2. Hirðar, hví er hátíð nú,

hví er loftið fullt af söng?

Hver er fregnin helga sú,

er heyrir vetrarnóttin löng?

[Chorus]

Gloria in excelsis Deo.

Gloria in excelsis Deo.

3. Kom, í Betlehem er hann,

heill sem allri veröld fær.

Kom í lágan, lítinn rann,

lausnara þínum krjúptu nær.

[Chorus]

Gloria in excelsis Deo.

Gloria in excelsis Deo.

Texti: Franskur söngur, um 1862.

Lag: Franskur söngur

Íslensk þýðing: Jakob Jónsson, 1904–1989

Lúkasarguðspjall 2:8–20

Sálmarnir 95:6