Tónlist
Lýs milda ljós


30

Lýs milda ljós

Með bænarhug

1. Lýs milda ljós í gegnum þennan geim,

mig glepur sýn,

því nú er nótt, og harla langt er heim.

Ó, hjálpin mín,

styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt,

ég feginn verð, ef áfram miðar samt.

2. Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú

og hennar ljós?

Mér sýndist bjart, en birtan þvarr og nú

er burt mitt hrós.

Ég elti skugga fann þó sjaldan frið,

uns fáráð öndin sættist Guð sinn við.

3. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,

þú logar enn,

í gegnum bárur, brim og voðasker.

Nú birtir senn.

Og ég finn aftur andans fögru dyr

og engla þá, sem barn ég þekkti fyr.

Texti: John H. Newman, 1801–1890

Lag: John B. Dykes, 1823–1876

Íslensk þýðing: MatthÍas Jochumsson, 1835–1920

Sálmarnir 43:3

Sálmarnir 119:133–135