Ritningar
2 Nefí 8


8. Kapítuli

Jakob les áfram úr Jesaja: Á síðustu dögum mun Drottinn hugga Síon og safna saman Ísrael — Hinir endurleystu munu koma til Síonar með mikilli gleði — Samanber Jesaja 51 og 52:1–2. Um 559–545 f.Kr.

1 Hlýðið á mig, þér sem leggið stund á réttlæti. Lítið á ahellubjargið, sem þér eruð af höggnir, og á brunnholuna, sem þér eruð úr grafnir.

2 Lítið á Abraham, aföður yðar, og á bSöru, hana sem ól yður, því að hann einan kallaði ég og blessaði.

3 Því að Drottinn huggar aSíon, huggar allar rústir hennar. Hann gjörir bauðn hennar sem Eden og heiði hennar sem aldingarð Drottins. Fögnuður og gleði mun finnast í henni, þakkargjörð og lofsöngur.

4 Hlýð þú á mig, þú lýður minn, hlusta á mig, ó þú þjóð mín, því að frá mér mun alögmál út ganga og ég mun láta rétt minn ríkja sem bljós fyrir fólkið.

5 Réttlæti mitt er nærri, ahjálpræði mitt er á leiðinni og armleggur minn mun dæma fólkið. Fjarlægar bheimsálfur vænta mín og leggja traust sitt á armlegg minn.

6 Hefjið augu yðar til himna og lítið á jörðina hér neðra. Því að ahimnarnir munu bleysast sundur sem reykur og jörðin celdast sem klæði og þeir, sem á henni búa, deyja á sama hátt. En hjálpræði mitt varir að eilífu og réttlæti mínu mun ekki linna.

7 Hlýðið á mig, þér sem þekkið réttlætið, þú lýður, sem hefur lögmál mitt skráð í hjarta þínu. aÓttist eigi spott manna og hræðist eigi smánaryrði þeirra.

8 Því að mölur mun eyða þeim eins og klæði og ormur éta þá sem ull. En réttlæti mitt varir að eilífu og hjálpræði mitt frá kyni til kyns.

9 Vakna þú, vakna þú! Íklæð þig astyrkleika, þú armleggur Drottins. Vakna þú eins og fyrr á tíðum. Varst það ei þú, sem felldir Rahab og særðir drekann?

10 Varst þú eigi sá, sem þurrkaðir upp hafið, vötn hins mikla djúps, sem gjörðir sjávardjúpin að avegi, svo að hinir endurleystu gætu komist yfir?

11 Hinir aendurleystu Drottins skulu því aftur hverfa og koma með bfagnaðarsöng til Síonar, og ævarandi gleði og helgi skal hvíla yfir höfði þeim; þeir skulu öðlast fögnuð og gleði, en hryggð og candvarpan flýja.

12 En aég er sá, já, ég er sá, sem huggar yður. Sjá, hver ert þú, sem bhræðist mennina, er eiga að deyja, og mannsins son, sem felldur verður eins og cgrasið?

13 En agleymir Drottni, skapara þínum, sem útþandi himnana og grundvallaði jörðina, og óttast stöðugt liðlangan daginn heift kúgarans, sem væri hann reiðubúinn til að tortíma þér. Og hvar er heift kúgarans?

14 Útlaginn fjötraði hefur hraðan á, svo að hann verði leystur og deyi ekki í gryfjunni, né heldur skorti hann brauð.

15 En ég er Drottinn Guð þinn, og mínar abylgjur gnúðu. Drottinn hersveitanna er nafn mitt.

16 Og ég hef lagt mín orð í munn þér og skýlt þér undir skugga handar minnar til þess að gróðursetja himnana og grundvalla jörðina og til þess að segja við Síon: Sjá, þú ert minn alýður.

17 Vakna, vakna, rís upp, Jerúsalem! Þú, sem drukkið hefur areiðibikar Drottins, er hönd hans rétti að þér. Vímubikarinn hefur þú teygað í botn —

18 Af öllum þeim sonum, sem hún hafði alið, var enginn til að leiða hana. Af öllum þeim sonum, sem hún hafði upp fætt, var enginn, sem tæki hana við hönd sér.

19 Þessir atveir synir eru komnir til þín, sem aumka þig — eyðingu þína, tortímingu, hungur og sverð — en með hverjum á ég að hugga þig?

20 Synir þínir liðu í ómegin, að þessum tveim undanskildum. Þeir liggja á hverju götuhorni eins og villiuxi í veiðineti, fullir af reiði Drottins, af hirtingarorðum Guðs þíns.

21 Heyr því þetta, þú hin aðþrengda, þú sem adrukkin ert, en þó ekki af víni:

22 Svo segir herra þinn, Drottinn og Guð þinn, sem aflytur mál lýðs síns: Sjá, ég tek úr hendi þinni vímubikarinn, dreggjarnar úr skál reiði minnar. Þú skalt ekki framar af henni bergja.

23 Ég a hana í hendur þeim, sem að þér þrengja, þeim er sögðu við sál þína: Varpa þér niður, svo að vér getum gengið á þér. Og þú varðst að gjöra líkama þinn sem gólf og götu fyrir vegfarendur.

24 aVakna þú, vakna þú og íklæð þig bstyrkleika þínum, ó cSíon. Klæð þig skrautklæðum þínum, ó Jerúsalem, þú hin heilaga borg. Því að denginn óumskorinn eða óhreinn skal framar inn í þig ganga.

25 Hrist af þér rykið, arís þú og sest í sæti þitt, ó Jerúsalem. Losa af þér bhálsfjötra þína, þú hin hertekna dóttir, Síon.