2010
Efla fjölskyldur og heimili
júlí 2010


Boðskapur heimsóknarkennara, júlí 2010

Efla fjölskyldur og heimili

Lærið efnið og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á. Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar.

Úr ritningunum: 1 Mós 18:19; Mósía 4:15; K&S 93:40; HDP Móse 6:55–58

Grípa hvert tækifæri til að styrkja

„Fjölskylduaðstæður okkar eru misjafnar. Í sumum fjölskyldum eru móðir og faðir og börn saman á heimilinu. Sum hjón eiga ekki lengur börn heima fyrir. Margir kirkjuþegnar eru einhleypir og sumir eru einstæðir foreldrar. Enn aðrir eru ekkjur eða ekklar og búa ein.

En hvernig sem fjölskylda okkar er, getum við öll unnið að því að efla hana eða hjálpað til við að styrkja aðrar fjölskyldur.

[Eitt sinn] dvaldi ég hjá frænku minni og fjölskyldu hennar. Um kvöldið, áður en börnin fóru í rúmið, var stutt fjölskyldukvöld og sögð saga úr ritningunum. Faðirinn sagði frá fjölskyldu Lehís og hvernig hann kenndi börnum sínum að þau yrðu að halda fast í járnstöngina, sem væri orð Guðs. Ef þau héldu fast í járnstöngina, yrðu þau örugg og það myndi leiða þau til gleði og hamingju. Ef þau slepptu járnstönginni, yrði hætta á að þau drukknuðu í gruggugu og vatnsmiklu fljótinu.

Til að sýna börnunum þetta varð móðirin ‚járnstöngin‘ sem þau yrðu að halda fast í og faðirinn lék hlutverk djöfulsins sem reyndi að draga börnin burt frá öryggi og hamingju. Börnin höfðu yndi af sögunni og lærðu hve mikilvægt væri að halda fast í járnstöngina. Eftir ritningarsöguna var komið að fjölskyldubæn. …

Ritningar, fjölskyldukvöld og fjölskyldubæn munu efla fjölskyldur. Við þurfum að grípa hvert tækifæri til að styrkja fjölskyldur og styðja hvert annað á réttri leið.“1

Barbara Thompson, annar ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins.

Hvað getum við gert?

  1. Hvaða hugmyndum munið þið miðla systrum ykkar sem miða að því að styrkja fjölskyldur og heimili? Andinn getur fært hugmyndir í huga ykkur þegar þið íhugið persónulegar aðstæður systranna.

  2. Hvernig getið þið breytt forgangsröðun ykkar í þessum mánuði til að styrkja betur eigin fjölskyldu og heimili?

Úr okkar eigin sögu

Líknarfélaginu hefur frá upphafi verið falið að styrkja fjölskyldur og heimili. Spámaðurinn Joseph kenndi systrunum á einum af fyrstu fundum Líknarfélagsins: „Látið aldrei reiðiorð frá ykkur falla á heimili ykkar, sýnið heldur góðvild, kærleika og ástúð í verki.“2

Árið 1914 sagði Joseph F. Smith forseti eftirfarandi við Líknarfélags systur: „Hvar sem fáfræði ríkir, eða í það minnsta skortur á skilningi, á mikilvægi og skyldum fjölskyldunnar, … er Líknarfélagið nærri, og er, með réttmætum gjöfum og innblæstri sem því tilheyra, reiðubúið til að veita fræðslu um þessar mikilvægu skyldur.“3

Heimildir

  1. Barbara Thompson, „Armur hans nægir,“ Aðalráðstefna, apríl 2009, bls. 82.

  2. Teachings of Presidents of the Church: Joseph Smith (2007), 482.

  3. Teachings of Presidents of the Church: Joseph F. Smith (1998), 186.