Trúboðskallanir
3. kafli: Læra og kenna fagnaðarerindi Jesú Krists


„3. kafli: Læra og kenna fagnaðarerindi Jesú Krists,“ Boða fagnaðarerindi mitt: Leiðarvísir að miðlun fagnaðarerindis Jesú Krists (2023)

„Læra og kenna fagnaðarerindi Jesú Krists,“ Boða fagnaðarerindi mitt

Ljósmynd
Skírn Krists, eftir Joseph Brickey

3. kafli

Læra og kenna fagnaðarerindi Jesú Krists

Lexíurnar í þessum kafla hafa að geyma nauðsynlegar kenningar, reglur og boðorð fagnaðarerindis Jesú Krists. Þessar lexíur eru þær sem lifandi spámenn og postular hafa boðið ykkur að læra og kenna. Þær eru settar hér fram, svo þið getið hjálpað öðrum að skilja kenningu Krists af skýrleika.

Fyrsti hlutinn í þessum kafla er skírnarboðið. Restin af kaflanum samanstendur af eftirfarandi fjórum lexíum:

Lærið ritningarnar og leggið áherslu á kenninguna í hverri lexíu. Þegar þið gerið það, mun andinn bera vitni um sannleikann sem þið lærið. Hann mun hjálpa ykkur að vita hvað ykkur ber að segja og gera til að hjálpa öðrum að hljóta vitnisburð um sannleikann. (Sjá Kenning og sáttmálar 84:85.)

Fólk mun kynnast frelsaranum betur þegar það gerir það sem hann hefur boðið því að gera. Setjið fram boð í hverri lexíu og hjálpið fólki að standa við skuldbindingar sínar. Þegar fólk stendur við skuldbindingar, tekur það að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists og búa sig undir að gera sáttmála við Guð.

Kennið allar lexíurnar fyrir og eftir skírn. Fastatrúboðar eru leiðandi í kennslunni í báðum tilvikum. Deildartrúboðar eða aðrir meðlimir taka þátt þegar mögulegt er. Sjá kafla 10 og 13 fyrir leiðbeiningar um að hafa meðlimi með í kennslu.

Búa sig undir að kenna

Þegar þið búið ykkur undir kennslu, skuluð þið skoða upplýsingarnar fyrir hvern einstakling í smáforritinu Preach My Gospel. Gerið kennsluáætlun út frá þörfum viðkomandi. Íhugið hvað hann eða hún ætti að vita og finna í kennsluheimsókn ykkar. Andinn mun efla viðleitni ykkar þegar þið gefið ykkur tíma til að undirbúa og skipuleggja ykkur.

Hér eru nokkrar spurningar fyrir ykkur og félaga ykkar til að íhuga í bænaranda þegar þið búið ykkur undir kennslu.

  • Hvaða boð munum við setja fram til að hjálpa viðkomandi að rækta trú á Krist og taka framförum? Boð eru aðferð til að hjálpa fólki að iðrast og upplifa „[kraft] lausnarans“ (Helaman 5:11). Hugleiðið framfarir einstaklingsins, aðstæður og þarfir. Setjið síðan eitt eða fleiri boð í kennsluáætlunina ykkar.

  • Hvaða kenning og reglur munu hjálpa viðkomandi að standa við þá skuldbindingu sem við höfum boðið honum eða henni að taka á sig? Ákvarðið í bænaranda hvaða kenning og reglur munu hjálpa fólki að skilja hvers vegna það er mikilvægt fyrir það og Drottin að halda skuldbindingu sína.

  • Hvernig munum við hjálpa viðkomandi að læra kenninguna? Til að búa ykkur undir að kenna kenninguna, skuluð þið skipuleggja og draga saman það sem þið munið kenna með því að nota lexíu 1–4. Finnið spurningar, ritningarvers, dæmi og viðeigandi miðla sem hjálpa viðkomandi að skilja það sem þið kennið. Sjá 10. kafla fyrir leiðbeiningar um hvernig bæta má kennslu ykkar.

  • Hvaða blessun hefur Guð lofað fyrir að taka á sig og standa við skuldbindingar? Þegar þið lærið kenninguna, skuluð þið bera kennsl á fyrirheitnar blessanir Guðs. Þegar þið kennið, skuluð þið lofa blessunum og bera vitni um þær.

  • Hvaða meðlimir gætu tekið þátt? Á vikulega samræmingarfundinum, skuluð þið ákveða hvaða meðlimir gætu hjálpað ykkur að kenna og styðja viðkomandi. Ræðið þátttöku þeirra fyrir kennslustundina. Sjá 10. kafla.

  • Hvað getum við gert til að hjálpa fólki að standa við skuldbindingar sínar eftir að við förum frá því? Fylgið eftir með því að hafa stutt daglegt samband til að hjálpa fólki að standa við skuldbindingar sínar. Leitið leiða til að hafa meðlimi með í því að hjálpa þeim sem þið kennið að standa við skuldbindingar sínar. Þetta samband gæti falið í sér að lesa kafla í Mormónsbók eða í öðrum ritningum. Ef einhver stendur ekki við fyrri skuldbindingu, gæti verið betra að hjálpa við hana áður en þið leggið fram aðra. Sjá 11. kafla.

  • Hvernig getum við hjálpað þeim betur í næsta skipti? Eftir allar kennsluaðstæður, skuluð þið meta reynslu fólksins sem þið eruð að kenna. Er trú þess á Krist að vaxa? Er það að skynja andann? Er það að iðrast og skuldbinda sig og standa við skuldbindingar? Er það að biðja, læra í Mormónsbók og fara í kirkju? Gerið áætlun um að hjálpa þeim.

Kenna frá hjartanu eins og andinn leiðbeinir

Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin beindu máli sínu til allra öldunga og systra og sögðu:

„Tilgangur okkar er að kenna boðskap hins endurreista fagnaðarerindis á þann hátt að það geri andanum kleift að leiðbeina bæði trúboðunum og þeim sem verið er að kenna. Nauðsynlegt er að læra hugmyndafræðina í [lexíunum], en hana ætti ekki að kenna með utanbókarnámi. Trúboðanum ætti að vera frjálst að nota eigin orð eins og andinn hvetur. Hann ætti ekki að þylja upp utanbókarlærdóm, heldur mæla frá hjartanu á eigin forsendum. Hann getur vikið frá röð lexíanna, veitt það sem hann er innblásinn til að gera, í samræmi við áhuga og þarfir [einstaklingsins]. Hann ætti að tala út frá eigin sannfæringu og með eigin orðum ætti hann að bera vitni um sannleika kennslu sinnar.“

Ljósmynd
trúboðar hitta mann

Kenna og bjóða í samræmi við þarfir hvers og eins

Þið hafið sveigjanleika til að kenna lexíurnar á hvaða hátt sem það hjálpar fólki að búa sig fyllilega undir skírn og staðfestingu. Hvaða lexíu þið kennið, hvenær þið kennið hana og hversu mikinn tíma þið gefið henni, ræðst best af þörfum þess sem þið kennið og leiðsögn andans. Þegar þið t.d. kennið fólki sem hefur ekki kristinn bakgrunn, gætuð þið byrjað á því að hjálpa því að þróa meiri tengsl við himneskan föður og skilning á áætlun hans (sjá „Kenna fólki sem hefur ekki kristinn bakgrunn“ í kafla 10).

Leyfið andanum að leiðbeina ykkur varðandi hvaða boð þið setjið fram og hvenær þið gerið það. Rétt boð á réttum tíma getur hvatt fólk til að gera hluti sem byggja upp trú þess. Þessar gjörðir geta leitt til mikillar breytingar í hjarta (sjá Mósía 5:2; Alma 5:12–14).

Kennið lexíur sem eru einfaldar, skýrar og stuttar. Venjulega ætti kennsluheimsókn ekki að vera lengri en 30 mínútur og þið getið kennt einstaklingi á allt niður í 5 mínútur.

Þið þurfið venjulega marga samfundi til að kenna reglurnar í einni lexíu. Fólk mun oft skilja boðskap ykkar betur, ef þið kennið stuttar lexíur, kennið oft og kennið lítinn efnishluta.

Ritningarnám

Hvað er ykkur leiðbeint að kenna?

Af hverju er mikilvægt að læra kenninguna í þessum lexíum?