Námshjálp
Lúkas


Lúkas

Höfundur Lúkasarguðspjalls og Postulasögunnar í Nýja testamenti og trúboðsfélagi Páls. Hann var af grísku foreldri og stundaði lækningar (Kól 4:14). Lúkas var vel menntaður. Hann kynnir sjálfan sig sem félaga Páls postula þegar hann fer ásamt Páli frá Tróas (Post 16:10–11). Lúkas var einnig með Páli í Filippíu í síðustu ferð Páls til Jerúsalem (Post 20:6) og þeir tveir voru saman þar til þeir komu til Rómar. Lúkas var einnig með Páli í annarri fangelsisvist hans í Róm (2 Tím 4:11). Arfsögnin segir hann hafa liðið píslarvættisdauða.

Lúkasarguðspjall

Frásögn sem Lúkas reit um Jesú og jarðneska þjónustu hans. Postulasagan er framhald Lúkasarguðspjalls. Frá Lúkasi er komin vel rituð frásögn af þjónustu Jesú sem frelsara bæði Gyðinga og Þjóðanna. Hann reit mikið um kenningu Jesú og gjörðir hans. Í Lúkasarguðspjalli fáum við einu frásögnina um heimsókn Gabríels til Sakaría og Maríu (Lúk 1); heimsókn fjárhirðanna til Jesúbarnsins (Lúk 2:8–18); Jesús tólf ára í musterinu (Lúk 2:41–52); hinum sjötíu falið verk að vinna og þeir sendir (Lúk 10:1–24); sveiti Jesú varð sem blóð (Lúk 22:44); Jesús ræðir við ræningjann á krossinum (Lúk 23:39–43); og Jesús neytir fiskjar og hunangs eftir upprisuna (Lúk 24:42–43).

Varðandi lista yfir atburði í lífi frelsarans eins og þeim er lýst í Lúkasarguðspjalli, sjá Samræmi guðspjallanna í Viðaukanum.