Námshjálp
ÞJS, Matteus 13


ÞJS, Matteus 13:39–44. Samanber Matteus 13:39–42; sjá einnig K&S 86:1–7

Fyrir endalok heimsins (eyðingu hinna ranglátu) munu sendiboðar, sendir frá himnum, skilja hina réttlátu frá hinum ranglátu.

39 Kornskurðurinn er endir veraldar, eða tortíming hinna ranglátu.

40 Kornskurðarmennirnir eru englarnir, eða sendiboðarnir sem sendir eru af himnum ofan.

41 Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar, eða tortímingu hinna ranglátu.

42 Því þann dag, áður en mannssonurinn kemur, mun hann senda engla sína og sendiboða himna.

43 Og þeir munu safna úr ríki hans öllu sem hneykslun veldur, og þeim sem ranglæti fremja, og kasta þeim út á meðal hinna ranglátu og þar verður grátur og gnístran tanna.

44 Og heimurinn verður brenndur í eldsloga.