2010–2019
Ætíð njóta fyrirgefningar synda okkar
Apríl 2016


Ætíð njóta fyrirgefningar synda okkar

Með hreinsandi krafti heilags anda, sem stöðugur förunautur, þá getum við ætíð viðhaldið fyrirgefningu synda okkar.

Djúpstætt orðtak sem Benjamín konungur notaði í kennslu sinni um frelsarann og friðþægingu hans hefur verið efnisatriði sem hefur endurtekið sig í mörg ár í ritningarnámi mínu og ígrundun.

Benjamín konungur lýsti, í mjög svo andlegri kveðjuræðu sinni til fólksins sem hann hafði þjónað og þótt vænt um, mikilvægi þess að þekkja dýrð Guðs og upplifa elsku hans, hljóta fyrirgefningu synda, ætíð minnast mikilleik Guðs, biðja daglega og standa stöðug í trúnni.1 Hann lofaði einnig að ef við gerum þetta þá, „munuð þér ætíð fagna og fyllast Guðselsku, og ætíð njóta fyrirgefningar syndanna.“2

Boðskapur minn einblínir á regluna að ætíð njóta fyrirgefningar synda okkar. Sannleikurinn, sem er að finna í þessu orðtaki, getur styrkt trú okkar á Drottin Jesú Krist og dýpkað lærisveinshlutverk okkar. Ég bið þess að heilagur andi muni innblása og styrkja okkur er við hugleiðum mikilvægan andlegan sannleika.

Andleg endurfæðing

Í jarðlífinu upplifum við líkamlega fæðingu og tækifæri til þess að endurfæðast andlega.3 Spámenn og postular hvetja okkur til að „[vakna] til Guðs,“4 „endurfæðast,“5 og verða „skapaður á ný [í Kristi]“6 með því að meðtaka í lífi okkar þær blessanir sem gerðar eru mögulegar með friðþægingu Jesú Krists. „[Verðleiki], miskunn og náð heilags Messíasar“7 getur hjálpað okkur að sigrast á sjálfselsku og eigingjarnri tilhneigingu hins náttúrlega manns og verða óeigingjörn, góðgjörn og dýrlingi líkast. Við erum hvött til að lifa á þann hátt að fáum „staðið flekklaus fyrir [Drottni] á efsta degi.“8

Heilagur andi og helgiathafnir prestdæmisins

Spámaðurinn Joseph Smith tók saman á gagnorðan hátt grunninn að helgiathöfnum fagnaðarerindis Jesú Krists: „Endurfæðing gerist með anda Guðs við helgiathafnir.”9 Þessi glögga staðhæfing leggur áherslu á bæði hlutverk heilags anda og heilagra helgiathafna við andlegrar endurfæðingar.

Heilagur andi er þriðji aðili guðdómsins. Hann er andavera og ber vitni um allan sannleika. Heilagur andi er í ritningunum nefndur huggari,10 kennari,11 og opinberari.12 Því til viðbótar er heilagur andi laugari13 sem hreinsar og brennir úrgang og illsku í mannlegum sálum eins og með eldi.

Helgiathafnir eru kjarninn í fagnaðarerindi frelsarans og leiðin til hans, er við leitum andlegrar endurfæðingar. Helgiathafnir eru heilagur gjörningur sem hefur andlegan tilgang, eilíf áhrif og tengist lögum og lagaboðum Guðs.14 Leyfi þarf að fá frá þeim er hefur tilheyrandi prestdæmislykla fyrir öllum bjargandi helgiathöfnum sem og helgiathöfn sakramentisins.

Helgiathafnir sáluhjálpar og upphafningar sem iðkaðar eru í hinni endurreistu kirkju Drottins eru miklu meira en helgisiðir og táknrænar athafnir. Þær mynda samþykktar leiðir þar sem blessanir og kraftar himna geta flætt inn í okkar persónulega líf.

„Og þetta æðra prestdæmi framkvæmir fagnaðarerindið og heldur lyklinum að leyndardómum ríkisins, já, lyklinum að þekkingu Guðs.

Í helgiathöfnum þess opinberast því kraftur guðleikans.

„Og án helgiathafnanna og valds prestdæmisins opinberast ekki hinn guðlegi kraftur mönnum í holdinu.“15

Til þess að öðlast kraft guðleikans og allar blessanir friðþægingar frelsarans, þá þarft að taka á móti helgiathöfnum og heiðra þær af einlægni.

Að öðlast og viðhalda fyrirgefningu synda með helgiathöfnum

Til þess að skilja enn betur ferlið sem færir okkur fyrirgefningu synda okkar og viðheldur henni, þá þurfum við fyrst að skilja hið órjúfanlega samband sem er á milli þeirra þriggja helgiathafna sem veitir aðgengi að krafti himins: Skírn með niðurdýfingu, handayfirlagningu til veitingar á gjöf heilags anda og sakramentið.

Skírn með niðurdýfingu til fyrirgefningar synda er „inngangs helgiathöfn fagnaðarerindis“16 Jesú Krists og undanfari hennar er trú á frelsarann og einlæg iðrun. Helgiathöfn þessi „er tákn og boðorð sem Guð hefur sett börnum sínum svo þau geti komið í ríki hans.“17 Skírnin er framkvæmd með valdsumboði Aronsprestdæmisins. Skírn veitir nauðsynlega upphafs hreinsun í því ferli að koma til frelsarans og hljóta andlega endurfæðingu.

Skírnarsáttmálinn inniheldur þrjár grundvallar skuldbindingar: (1) vera fús til að taka á okkur nafn Jesú Krists, (2) að hafa hann ávallt í huga og (3) halda boðorð hans. Hin lofaða blessun fyrir að heiðra þennan sáttmála er „að andi hans sé ætíð með okkur.“18 Þar með er skírnin hinn nauðsynlegi undirbúningur við að veita okkur heimild til að njóta stöðugs samfélags þriðja aðila guðdómsins.

„[Skírninni] verður að fylgja eftir með skírn andans, svo að hún sé fullkomnuð.“19 Eins og frelsarinn kenndi Nikódemusi: „Enginn getur komist inn í Guðs ríki, nema hann fæðist af vatni og anda.“20

Þrjár yfirlýsingar frá Josephs Smith undirstrika nauðsynlega tenginguna á milli helgiathafna skírnarinnar með niðurdýfingu til fyrirgefningar synda og handayfirlagningu til veitingar á gjöf heilags anda.

Yfirlýsing 1: „Skírn er helgiathöfn sem kemur á undan viðtöku gjafar heilags anda. Hún er leið og lykill að veitingu heilags anda.“21

Yfirlýsing 2: „Þið gætuð rétt eins skírt sandpoka eins og mann, ef það er ekki er gert til fyrirgefningar synda og meðtöku heilags anda. Skírn með vatni er aðeins annar hluti skírnar, og er einskis virði án hins hlutans ‒ sem er skírn með heilögum anda.“22

Yfirlýsing 3: „Skírn með vatni án skírnar með eldi og heilögum anda, er til einskis. því þetta tvennt er nauðsynlegt og óaðskiljanlega tengt.“23

Samræmda tengingin milli reglna iðrunar, helgiathafna skírnarinnar og meðtöku gjafar heilags anda sem og hinna dýrlegu blessana að öðlast fyrirgefningu syndanna er endurtekin sí og æ í ritningunum.

Nefí lýsti yfir: „Hliðið, sem yður er ætlað að fara inn um, er iðrun og skírn í vatni. Og þá kemur að fyrirgefningu synda yðar með eldi og heilögum anda.24

Sjálfur frelsarinn lýsti yfir: „En þetta er boðorðið: Iðrist, öll endimörk jarðar og komið til mín og látið skírast í mínu nafni, svo að þér megið helgast fyrir móttöku heilags anda og þér fáið staðið flekklaus frammi fyrir mér á efsta degi.“25

Handayfirlagning til veitingar á gjöf heilag anda er helgiathöfn sem framkvæmd er af Melkísedeksprestdæminu. Að taka á móti hreinsandi krafti heilags anda í lífi okkar gerir viðvarandi hreinsun sálna okkar af synd mögulega í ferlinu að koma til frelsarans og hljóta andlega endurfæðingu. Þessi gleðiríka blessun er nauðsynleg því „ekkert óhreint fær dvalið með Guði.“26

Sem meðlimir í hinni endurreistu kirkju Drottins þá njótum við bæði blessana, frá upphafs hreinsun okkar frá synd sem er tengd skírninni og möguleikanum á viðvarandi hreinsun frá synd sem gerð er möguleg með félagsskap og krafti heilags anda - hinum þriðja meðlim guðdómsins.

Hugleiðið hvernig bóndinn reiðir sig á óbreytanlegt mynstur gróðursetningar og uppskeru. Skilningur á tengingunni milli gróðursetningar og uppskeru er stöðug uppspretta tilgangs sem hefur áhrif á allar ákvarðanir og gjörðir sem bóndinn gerir á öllum árstímum ársins. Á sama hátt ætti hin órjúfanlega tenging á milli helgiathafnar skírnar með niðurdýfingu til fyrirgefningar synda og handayfirlagningar til veitingar á gjöf heilags anda, að hafa áhrif á sérhvert atriði á sérhverju tímabili lífs okkar sem lærisveins.

Sakramentið er þriðja helgiathöfnin sem nauðsynleg er til þess að nálgast kraft guðleikans. Okkur er boðið að fara í hús bænarinnar og færa sakramenti okkar svo við getum betur haldið okkur flekklausum frá heiminum.27 Vinsamlega íhugið að táknin um líkama og blóð Drottins, brauðið og vatnið, eru bæði blessuð og helguð. „Ó Guð, eilífi faðir. Í nafni sonar þíns, Jesú Krists, biðjum vér þig að blessa og helga þetta brauð [eða þetta vatn] fyrir sálir allra, er þess neyta [eða drekka]; að þau neyti þess.“28 Að helga er að gera eitthvað tært og heilagt. Sakramentistáknin eru helguð í minningu um tærleika Krists, að við reiðum okkur alfarið á friðþægingu hans og ábyrgð okkar að heiðra helgiathafnir okkar og sáttmála á þann veg að við fáum „staðið flekklaus frammi fyrir [honum] á efsta degi.“29

Helgiathöfn sakramentisins er heilagt og endurtekið boð um að iðrast einlæglega og til að endurnýjast andlega. Gjörðin að meðtaka sakramentið, ein og sér, fyrirgefur ekki syndir. Ef við hinsvegar undirbúumst samviskusamlega og tökum þátt í þessari helgiathöfn með sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda, þá lofar Drottinn að við getumætíð haft anda Drottins með okkur. Og með hreinsandi kraft heilags anda, sem stöðugan förunaut, þá getum við ætíð viðhaldið fyrirgefningu synda okkar.

Það er sannarleg blessun að fá tækifæri, í sérhverri viku, að endurskoða líf okkar með helgiathöfn sakramentisins, endurnýja sáttmála okkar og hljóta þetta sáttmálsloforð.30

Endurskírast

Sumir Síðari daga heilagir hafa tjáð þá ósk að geta skírst aftur – og þar með orðið eins hrein og verðug og þau voru þegar þau meðtóku sína fyrstu bjargandi helgiathöfn fagnaðarerindisins. Má ég, af virðingu, leggja til að himneskur faðir og ástkær sonur hans gerðu ekki ráð fyrir að við myndum upplifa slíka andlega endurnýjun, endurnæringu og endurreisn eingöngu einu sinni á lífsleið okkar. Sú blessun að öðlast og viðhalda fyrirgefningu syndanna með helgiathöfnum fagnaðarerindisins hjálpar okkur að skilja að skírnin er höfn brottfarar í okkar andlega ferðlagi hér á jörðu – ekki áfangastaður sem við ættum að þrá að heimsækja aftur og aftur.

Helgiathafnir skírnar með niðurdýfingu, handayfirlagning til veitingar á gjöf og sakramentisins eru ekki einangraðir og aðskildir atburðir heldur eru frumefni í skildu og viðbætandi mynstri lausnaferils. Sérhver helgiathöfn upplyftir og eykur okkar andlega tilgang, þrá og afköst. Áætlun föður okkar, friðþæging frelsara okkar og helgiathafnir fagnaðarerindisins veita þá náð sem við þurfum á að halda til að halda áfram og ná framför, orð á orð ofan og setning á setning ofan í áttina að okkar eilífu örlögum.

Loforð og vitnisburður

Við erum ófullkomnar manneskjur sem kappkostum að því að lifa í dauðlegum heimi samkvæmt fullkominni áætlun himnesks föður um eilífri framþróun. Kröfurnar í áætlun hans eru dýrlegar, miskunnsamar og strangar. Stundum erum við uppfull af eldmóð en á öðrum stundum upplifum við algjöra vanhæfni. Vera má að við efumst að við getum nokkru sinni uppfyllt boðorðið andlega, að standa flekklaus frammi fyrir honum á efsta degi.

Með hjálp Drottins og með krafti anda hans að „kenna [okkur] allt“31 þá getum við í raun öðlast þá blessun að skilja andlegu möguleika okkar. Helgiathafnir bjóða heim andlegum tilgangi og krafti í líf okkar er við kappkostum að endurfæðast og verða menn Krists.32 Veikleika okkar er hægt að styrkja og hægt er að yfirstíga takmarkanir okkar.

Þrátt fyrir að ekkert okkar geti náð fullkomnun í þessu lífi, þá getum við orðið verðugri og hreinni í sívaxandi mæli er við erum „[hreinsuð] með blóði lambsins.“33 Ég lofa og vitna að við munum verða blessuð með aukinni trú á frelsarann og andlegri fullvissu er við leitumst eftir að ætíð viðhalda fyrirgefningu synda okkar og, að lokum, munum við geta staðið flekklaus frammi fyrir Drottni á efsta degi. Um það vitna ég í heilögu nafni Jesú Krists, amen.