2010–2019
Guðs barnið eittég er
Apríl 2016


Guðs barnið eitt ég er

Réttur skilningur á okkar himnesku arfleifð er nauðsynlegur til upphafningar.

Ein mikilvægasta grunnkenning okkar felur í sér þekkingu á að við séum börn lifandi Guðs. Af þeim sökum er eitt helgasta nafn hans faðir – himneskur faðir. Þessi kenning hefur skilmerkilega verið kennd af spámönnum í gegnum aldirnar:

  • Móse hafnaði Satan, er hann freistaði hans. „Hver ert þú? Því að sjá, ég er sonur Guðs.1

  • Sálmaskáldið beindi máli sínu til Ísraelsmanna og sagði: „Þér eruð … allir saman synir Hins hæsta.2

  • Páll kenndi Aþenubúum á Aresarhæð að þeir væru „Guðs ættar.“3

  • Joseph Smith og Sidney Rigdon hlutu sýn þar sem þeir sáu föðurinn og soninn og heyrðu himneskar raddir lýsa yfir að íbúar jarðar væru „getnir synir og dætur Guðs.4

  • Árið 1995 staðfestu 15 lifandi postular og spámenn: „Allar mannlegar verur … eru skapaðar í mynd Guðs. [Sérhver er] ástkær andasonur eða dóttir himneskra foreldra.5

  • Thomas S. Monson vitnaði: „Við erum synir og dætur Guðs. … Við getum ekki að fullu skynjað þau sannindi án þess að finna djúpan og nýjan skilning þróttar og krafts.“6

Þessi kenning er svo mikilvæg, svo oft undirstrikuð, svo eðlislæg og einföld, að hún virðist ómerkileg, þótt að baki hennar búi í raun ein mikilvægasta þekkingin sem við getum hlotið. Réttur skilningur á okkar himnesku arfleifð er nauðsynlegur til upphafningar. Hún er kjarni þess að fá skilið hina dýrðlegu sáluhjálparáætlun og ræktað trú á Jesú Krist, hinn frumgetna föðurins, og hans miskunnsömu friðþægingu.7 Hún hvetur okkur líka stöðugt til að gera og halda hina ómissandi eilífu sáttmála.

Allir sem eru hér á þessari samkomu gætu, með fáeinum undantekningu, nú sungið sálminn „Guðs barnið eitt ég er,“ án sálmabókar.8 Þessi dásamlegi sálmur er einn af þeim sem hvað oftast er sunginn í þessari kirkju. Hin mikilvæga spurning er þá: Búum við í raun að þessari vitneskju? Er þessi vitneskja rótföst í huga okkar, hjarta og sál? Auðkennum við okkur fyrst og fremst út frá okkar himneska ætterni?

Hér á jörðu auðkennum við okkur á marga ólíka vegu, t.d. eftir fæðingarstað, þjóðerni og tungumáli. Sumir auðkenna sig jafnvel eftir atvinnu eða áhugamáli. Þessi jarðnesku auðkenni eru í sjálfu sér ekki röng, nema því aðeins ef við metum þau meira en okkar eilífa auðkenni – að vera sonur eða dóttir Guðs.

Þegar yngsta dóttir okkar var sex ára, á fyrsta skólaári, fól kennarinn börnunum að gera skriflegt verkefni í kennslustund. Þetta var á hrekkjavöku í októbermánuði, sem haldin er hátíðleg í sumum heimshlutum. Þótt hrekkjavakan sé ekki mín eftirlætis hátíð, þá getur vel verið að einhverjir þættir hennar séu upplífgandi og græskulausir.

Kennarinn dreifði blöðum til hinna ungu nemenda. Efst á blaðinu var mynd af ævintýranorn (ég sagði ykkur að að þetta væri ekki mín eftirlætis hátíð), sem stóð yfir sjóðandi nornakatli. Spurning var á blaðinu og var henni ætlað að ýta undir ímyndunarafl barnanna og þroska ritmáli þeirra, en hún var þessi: „Þú ert nýbúinn að drekka bolla af nornaseiði. Hvað kom fyrir þig?“ Gætið að því að þessari frásögn er ekki ætlað að vera hvetjandi fyrir kennara.

„Þú drakkst bolla af nornaseiði. Hvað kom fyrir þig?“ Sú litla lagið sig alla fram við ritmálið og skrifaði: „Ég mun deyja og fara til himna. Þar mun mér finnast gott að vera. Þar mun ég una mér, þar er best að vera, því þar er ég með himneskum föður.“ Þetta svar hennar hefur líklega vakið undrun kennarans, er þegar dóttir mín kom heim með fullunnið verkefnið, sáum við að henni hafði verið gefin stjarna, sem var hæsta einkunnin.

Í lífinu tökumst við á við raunverulega erfiðleika, ekki ímyndaða. Það færir okkur sársauka – líkamlegan, tilfinningalegan og andlegan. Við verðum fyrir vonbrigðum þegar aðstæður verða allt aðrar en við höfðum vænst. Okkur finnst óréttlátt þegar okkur finnst við ekki verðskulda einhverjar aðstæður. Við verðum fyrir vonbrigðum þegar einhver bregst trausti okkar. Við verðum ráðvillt þegar við verðum fyrir fjárhagstjóni. Við getum tekið að efast um kenningu eða sögulega atburði sem við náum ekki að skilja fyllilega.

Hvað gerum við þegar erfiðleikar steðja að? Verðum við ráðvillt eða efagjörn eða drögum okkur í hlé andlega? Verða þeir okkur trúarlegt reiðarslag? Vörpum við sökinni á Guð eða aðstæður okkar? Verða okkar fyrstu viðbrögð fremur þau að minnast þess hver við erum – að við erum barn kærleiksríks Guðs? Er okkur þá líka fyllilega ljóst að hann leyfir jarðneskar þjáningar vegna þess að hann veit að þær verða okkur til blessunar, líkt og hreinsunareldur, svo við getum orðið eins og hann og öðlast okkar eilífu arfleifð?9

Ég var nýlega á samkomu með öldungi Jeffrey R. Holland. Þar kenndi hann að erfiðleikar hins jarðneska lífs hefðu eilífan tilgang – jafnvel þótt við skildum ekki ástæður þeirra – og sagði: „Þið getið fengið það sem þið viljið sjálf eða eitthvað enn betra.“

Fyrir fimm mánuðum fórum ég og eiginkona mín, Diane, til Afríku með öldungi David A. Bednar og eiginkonu hans. Líbería var sjötta og síðasta landið sem við heimsóttum. Líbería er dásamlegt land og fólkið þar er göfugt og á sér ríka sögu, en lífið þar hefur ekki reynst auðvelt. Áratuga stjórnmálaróstur og borgaraerjur hafa leitt til enn meiri örbirgðar. Ofan á það, þá hefur síðasti banvæni Ebólufaraldurinn leitt um 5000 manns til dauða. Við vorum fyrstu kirkjuleiðtogarnir utan svæðisins til að heimsækja Monrovíu, höfðuborgina, frá því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir að öryggt væri að ferðast þangað eftir Ebólafaraldurinn.

Á afar heitum og rökum sunnudagsmorgni, ferðuðumst við til samkomuhúss sem leigt var í miðborginni. Öllum fáanlegum stólum var raðað upp, sem voru um 3500 talsins. Alls voru um 4100 manns saman komnir. Næstum allir höfðu komið fótgangandi eða á ýmiskonar óþægilegum ferðatækjum; hinum heilögu reyndist ekki auðvelt að koma saman. Þeir komu nú samt. Flestir komu nokkrum klukkustundum áður en samkoman hófst. Þegar við komum inn í salinn, var hið andlega andrúmsloft rafmagnað! Hinir heilögu voru fúsir til kennslu.

Þegar ræðumaður vitnaði í ritningarvers, þá tók söfnuðurinn undir og þuldi versið upphátt. Hvort versið var stutt eða langt – skipti ekki máli – allur söfnuðurinn endurtók einum rómi. Við mælum nú kannski ekki sérstaklega með þessu, en það var vissulega aðdáunarvert að fólkið gerði þetta. Kórinn – hann var kröftugur. Með stjórnanda fullan eldmóð og 14 ára pilt á orgelinu, þá söng kórinn af þrótti og styrk.

Öldungur Bednar tók síðan til máls. Það var auðvitað sá hápunktur samkomunnar sem beðið var eftir – að hlýða á postula kenna og vitna. Augljóslega með andlegri leiðsögn, þá gerði öldungur Bednar hlé á ræðu sinni og spurði: „Þekkið þið sálminn ‚Vor Guð hefur spámönnum gefið sitt mál‘?“

Svo virtist sem 4100 manns segði í kór: „JÁ!“

Hann spurði síðan: „Þekkið þið 7. versið?“

Aftur svaraði söfnuðurinn í kór: „JÁ!“

Hinn dásamlegi sálmur „Vor Guð hefur spámönnum gefið sitt mál“ hefur verið sunginn síðustu 10 ár af Laufskálakór mormóna með 7. versinu, sem ekki var oft sungið fyrir þann tíma. Öldungur Bednar bauð: „Við skulum syngja vers 1,2,3 og 7.“

Kórstjórnandinn stóð þegar í stað upp og Aronsprestdæmishafinn á orgelinu tók að leika forspilið af eldmóð. Við sungum vers 1,2 og 3 af meiri sannfæringu en ég hef áður heyrt söfnuð syngja saman. Allur fjöldinn hækkaði síðan róminn þegar sjöunda versið var sungið og hinn andlegi kraftur hófst upp:

Þá sál Jesús kaus sér að treysta og kalla

vil ég ekki, get ekki, látið í óvinahendur falla;

þá sál, þótt allir vindar heljar í móti blási,

mun ég aldrei, nei aldrei, mun ég aldrei, nei aldrei,

mun ég aldrei, nei aldrei, yfirgefa!10

Á einum andlegasta viðburði ævi minnar, lærðist mér mikilvæg lexía. Við lifum í heimi sem getur fengið okkur til að gleyma hver við í raun eru. Því meira sem truflar umhverfis, þess líklegra er að við vanrækjum samband okkar við Guð og gleymum því síðan algjörlega. Hinir heilögu í Líberíu hafa úr litlu veraldlegu að spila, en búa yfir miklu andlegu atgervi. Það sem við sáum þarna í Monrovíu, voru synir og dætur Guðs sem vita það!

Í heimi nútímans, hvar sem við búum og hverjar sem aðstæður okkar eru, er nauðsynlegt að hið varanlega aukenni okkar sé að vera barn Guðs. Að vita það, mun stuðla að aukinni trú og stöðugri iðrun og veita okkur styrk til að vera „staðföst og óbifanleg“ í okkar jarðnesku ferð.11 Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Jóh 1:13; skáletrað hér.

  2. Sálm 82:6; skáletrað hér.

  3. Post 17:29; skáletrað hér.

  4. Kenning og sáttmálar 76:24; skáletrað hér.

  5. „The Family: A Proclamation to the World,“ Liahona, nóv. 2010, 129; skáletrað hér.

  6. Thomas S. Monson, „Canaries with Gray on Their Wings,“ Liahona, júní 2010, 4; skáletrað hér.

  7. Sjá Kol 1:13–15.

  8. „I Am a Child of God,“ Hymns, nr. 301.

  9. Sjá Mal 3:2.

  10. „How Firm a Foundation,“ Hymns, nr. 85.

  11. Mósía 5:15.