2010–2019
Trúi ég?
Apríl 2016


Trúi ég?

Ef þetta er sannleikur, þá höfum við stórkostlegustu skilaboð vonar og hjálpar sem heimurinn hefur nokkurn tíma vitað um.

Þann 30. mars, fyrir ári síðan var hinn tveggja ára Ethan Carnesecca frá American Fork, Utah, lagður inn á spítala með lungnabólgu og vökva í lungunum. Tveimur dögum seinna var ástand hans orðið svo slæmt að það þurfti að fljúga með hann í þyrlu til Primary Barnaspítalans í Salt Lake City. Áhyggjusamri móður hann, Michele, var leyft að fylgja syni sínu og hún sat í framsætinu. Hún var látin fá heyrnartól svo að hún gæti verið í samskiptum við hina í þyrlunni. Hún gat heyrt sjúkraflutningarmennina sinna veikum syni hennar og þar sem hún var lærður barnahjúkrunarfræðingur þá vissi hún nægilega mikið til að skilja að Ethan væri í alvarlegum vandræðum.

Ljósmynd
Ethan Carnesecca veikur

Á þessari tvísýnu stundu tók Michele eftir því að þau flugu beint yfir musterinu í Draper, Utah. Úr loftinu, horfði hún yfir dalinn og gat einnig séð Jordan River musterið, Oquirrh Mountain musterið og jafnvel Salt Lake musterið í fjarlægð. Viss hugsun kom í huga hennar. „Trúi þú því eða ekki?“

Hún segir frá þessari upplifun:

„Í Barnafélaginu og í Stúlknafélaginu hafði ég hafði lært um blessanir musterisins og [að] ‚fjölskyldur séu eilífar.‘ Á trúboðinu mínu í Mexíkó deildi ég þessum skilaboðum um fjölskylduna með hinu góða fólki þar. Ég var innsigluð eilífum félaga mínum um tíma og alla eilífð í musterinu. Sem leiðtogi í Stúlknafélaginu kenndi ég lexíur um fjölskyldur og ég deildi sögum um eilífar fjölskyldur með börnum mínum á fjölskyldukvöldum. Ég VISSI það en TRÚÐI ég því? Svar mitt kom jafn snögglega og spurningin hafði komið upp í huga minn: andinn staðfesti svarið fyrir mér í huga mér og hjarta - ÉG TRÚI því!

Á þeirri stundu úthellti ég hjarta mínu í bæn til himnesks föður, þakkaði honum fyrir þá þekkingu og trú sem ég hafði á því að fjölskyldur séu sannarlega eilífar. Ég þakkaði honum fyrir son hans, Jesú Krist, sem gerði þetta allt mögulegt. Ég þakkaði honum fyrir son minn og ég lét himneskan föður vita að ef hann þyrfti að sækja litla Ethan minn til himnesks heimilis síns þá væri það í lagi. Ég treysti himneskum föður mínum algerlega og ég vissi að ég myndi sjá Ethan aftur. Ég var svo þakklát að á þessari tvísýnu stundu þá hafði ég þekkinguna OG trúna um að fagnaðarerindið væri satt. Ég hafði frið.1

Ethan dvaldi margar vikur á spítalanum og þáði sérfræðilæknisaðstoð. Bænirnar, fösturnar og trú ástvina, í samblandi við þá umönnun, gerði honum kleift að yfirgefa spítalann og snúa heim til að vera með fjölskyldu sinni. Hann er alheill og heilbrigður í dag.

Ljósmynd
Carnesecca fjölskyldan
Ljósmynd
Ethan Carnesecca kominn til heilsu

Þetta afgerandi andartak staðfesti fyrir Michele að það sem henni hafði verið kennt allt hennar líf var meira en bara orð, það var sannleikur.

Tökum við stundum þeim blessunum sem okkur hafa verið gefnar sem kirkjuþegnar Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, sem sjálfsögðum hlut, þannig að við skiljum ekki fyllilega það kraftaverk sem fylgir því að vera lærisveinn í hinni sönnu kirkju Drottins. Erum við einhverntíma sek um að vera andvaralaus gagnvart einni mestu gjöf sem okkur er boðið í þessu lífi. Frelsarinn sjálfur kenndi: „Ef þú heldur boðorð mín og stendur stöðugur allt til enda, skalt þú öðlast eilíft líf, en sú gjöf er mest allra gjafa Guðs“ 2

Við trúum því að þessi kirkja sé meira en bara góður staður til að fara til á sunnudögum og að læra að vera góð manneskja. Hún er meira en bara yndislegur kristilegur samkomustaður þar sem við getum umgengist fólk með góða siðferðisstaðla. Þetta eru ekki bara góðar hugmyndir sem foreldrar geta kennt börnum sínum heimavið svo að þau verði ábyrgðarfullir, viðkunnalegir einstaklingar. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er talsvert mikið meira en allt þetta.

Hugsið eitt augnablik um þær djúpu fullyrðingar sem við höldum fram. Við trúum því að sama kirkja og Jesú Kristur stofnaði á jörðinni þegar hann var hér á jörðinni, hafi verið endurreist aftur í gegnum spámann sem var kallaður af Guði á okkar tímum og að leiðtogar okkar hafi sama vald og valdsumboð til að starfa í nafni Guðs og postularnir til forna höfðu. Það kallast prestdæmi Guðs. Við höldum því fram að í gegnum endurreist valdsumboð hans, getum við meðtekið sáluhjálpandi helgiathafnir svo sem skírn og notið þess að hafa hreinsandi og fágandi gjöf heilags anda með okkur ávallt. Við höfum postula og spámenn sem leiða og stýra þessari kirkju í gegnum prestdæmislykla og við trúum því að Guð tali við börn hans í gegnum þessa spámenn.

Við trúum því einnig að þetta prestdæmisvald geri það mögulegt að gera sáttmála og að meðtaka helgiathafnir í helgum musterum sem munu dag einn gera okkur kleift að snúa aftur í návist Guðs og búa með honum að eilífu. Við höldum því einnig fram að í gegnum þetta vald geti fjölskyldur verið tengdar saman um alla eilífð, þegar hjón ganga inn í hinn nýja og ævarandi hjónabandssáttmála í helgum byggingum sem trúum að séu bókstaflega hús Guðs. Við trúum því að við getum meðtekið þessar sáluhjálpandi helgiathafnir, ekki aðeins fyrir okkur sjálf heldur einnig fyrir áa okkar sem bjuggu á jörðinni án þess að fá tækifæri á því að taka þátt í þessum nauðsynlegu sáluhjálpandi helgiathöfnum. Við trúum því að við getum framkvæmt helgiathafnir fyrir forfeður okkar í gegnum staðgengla í þessum helgu musterum.

Við trúum því að í gegnum spámann og vald Guðs, þá höfum við meðtekið viðbótarritningar, sem viðauka við vitnisburð Biblíunnar í að kunngera að Jesús Kristur er frelsari heimsins.

Við höldum því fram að Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu sé ríki Guðs á jörðu og hin eina sanna kirkja á jörðinni. Hún er kölluð Kirkja Jesú Krists vegna þess að hann stendur sem höfuð hennar, þetta er hans kirkja og allir þessi hlutir er mögulegir vegna friðþægingarfórnar hans.

Við trúum því að ekki sé hægt að finna þessa einkennandi þætti á nokkrum öðrum stað eða í nokkrum öðrum samtökum á jörðunni. Eins góð og einlæg og önnur trúarbrögð eða kirkjur eru þá hefur enginn þeirra það valdsumboð að veita þær sáluhjálpandi helgiathafnir sem í boði eru í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Við höfum þekkingu um þessa hluti en trúum við þeim? Ef þetta er sannleikur, þá höfum við stórkostlegustu skilaboð vonar og hjálpar sem heimurinn hefur nokkurn tíma vitað um. Að trúa þessu, hefur eilíft gildi, fyrir okkur og ástvini okkar.

Til að trúa þá verðum við að fá fagnaðarerindið úr höfði okkar og inn í hjörtu okkar! Það er mögulegt að lifa eftir fagnaðarerindinu af gömlum vana, af því að þess er vænst af okkur í þeirri menningu sem við höfum alist upp við eða bara vegna þess að það er orðinn vani. Sumir hafa kannski ekki upplifað það sem fólk Benjamíns konungs upplifði eftir hina áhrifamiklu ræðu hans: „Og allir hrópuðu einum rómi og sögðu: Já, við trúum öllum þeim orðum, sem þú hefur til okkar mælt. Og við vitum einnig, að þau eru áreiðanleg og sönn, því að andi Drottins almáttugs hefur valdið svo mikilli breytingu á okkur, eða í hjörtum okkar, að við hneigjumst ekki lengur til illra verka, heldur stöðugt til góðra verka.“3

Við þurfum öll að leita til þess að hjörtu okkar og eðli geti breyst, svo að við þráum ekki lengur að fylgja leiðum heimsins heldur að þóknast Guði. Sönn trúskipti er ferill sem tekur tíma og hefur að gera með fúsleika til að iðka trú. Þau koma þegar við leitum í ritningunum í staðinn fyrir Internetið. Þau koma þegar við eru hlýðin boðorðum Guðs. Trúskipti koma þegar við þjónum þeim sem í kringum okkur eru. Þau koma frá einlægri bæn, reglulegri musterisþjónustu og trúfesti við að uppfylla skyldur okkar við Guð. Þau krefjast samkvæmni og daglegs átaks.

Ég er oft spurð: „Hvað er mesta áskorunin sem æskan tekst á við í dag?“ Ég svara því að ég trúi því að það eru áhrifin frá hinni „[stóru] og [rúmmiklu] byggingu,“ sem er alltaf til staðar í lífi þeirra.4 Ef Mormónsbók var skrifuð sérstaklega fyrir okkar daga, þá getum við sannarlega ekki sleppt mikilvægi þeirra skilaboða sem voru í sýn Lehís, um tré lífsins og áhrif þeirra sem bentu fingri og hæddust frá hinni stóru og rúmmiklu byggingu.

Það sem er átakanlegast fyrir mig er lýsing þeirra sem hafa þegar barist í gegnum niðdimma þokuna, á hinum krappa og þrönga vegi, hafa haldið í járnstöngina, hafa náð markmiði sínu og byrjað að smakka af hinum hreina og gómsæta ávexti af lífsins tréi. Þá segja ritningarnar að þetta frábærlega klædda fólk, í stóru og rúmmiklu byggingunni „hæddi og benti á þá, sem komist höfðu að ávextinum og voru að neyta hans.

Og eftir að hafa bragðað á ávextinum blygðuðust þeir sín fyrir þeim, sem hæddu þá. Og þeim skrikaði fótur, þeir lentu á forboðnum vegum og glötuðust.5

Þessi vers lýsa þeim okkar sem höfum fagnaðarerindi Jesús Krists í lífi okkar. Hvort sem við höfum fæðst inn í það eða þurft að berjast fyrir leið okkar í gegnum niðdimma þokuna til að finna það, þá höfum við smakkað ávöxtinn sem „dýrmætari er og eftirsóknarverðari“6 og hefur þann möguleika að geta gefið okkur eilíft líf, „stærst allra gjafa Guðs.“ Við þurfum aðeins að halda áfram að neyta og ekki taka mark á þeim sem myndu gera gys að trú okkar eða þeim sem njóta þess að skapa efa eða þá sem gagnrýna kirkjuleiðtogana og kenninguna. Þetta er val sem við veljum á hverjum degi - að velja trú fram yfir efa. Öldungur M. Russell Ballard hefur hvatt okkur: „Verið í bátnum, notið björgunarvesti og haldið ykkur með báðum höndum.“7

Sem kirkjuþegnar í hinni sönnu kirkju Drottins, þá erum við þegar í bátnum. Við þurfum ekki að fara að leita í gegnum heimspeki heimsins að sannleika sem mun veita okkur huggun, hjálp og leiðsögn til að koma okkur örugglega í gegnum örðugleika lífsins, við erum nú þegar með hana! Eins og móðir Ethans gat skoðað þá trú sem hún hafði haft í langan tíma og gat lýst því yfir á neyðarstundu; „Ég trúi,“ þá getum við það líka.

Ég ber vitni um að það að vera þegn í ríki Drottins er ómetanleg gjöf. Ég ber vitni um að þær blessanir og sá friður sem Drottin hefur handa okkur sem erum hlýðin og trúföst, fer langt fram úr nokkru sem mannlegur hugur getur skilið. Ég læt ykkur eftir þennan vitnisburð, í nafni Jesú Krists, amen.