2010–2019
Drottinn, vilt þú opna augu mín.
Október 2017


Drottinn, vilt þú opna augu mín

Við verðum að horfa á aðra í gegnum augu frelsara okkar.

Ljónakonungurinn er klassísk teiknimynd um afrísku slétturnar. Þegar ljónakonungurinn deyr við að bjarga syni sínum þá er ungi ljónaprinsinn neyddur í útlegð meðan harðstjóri setur allt úr skorðum á hitabeltisgresjunni. Ljónaprinsinn endurheimtir konungsríki sitt með hjálp læriföður. Augu hans opnast og hann skilur betur nauðsyn þess að viðhalda jafnvægi hinnar undursamlegu hringrásar lífsins Þegar hið unga ljón gerði réttmæta kröfu til ríkis síns, þá var honum ráðlagt að „horfa lengra en augað eygir.“1

Fagnaðarerindið kennir okkur að líta handan þess sem við sjáum, til að læra að verða erfingi alls þess sem faðirinn á, Til að horfa lengra en augað eygir þá verðum við að horfa á aðra í gegnum augu frelsara okkar. Net fagnaðarerindisins er fyllt allskonar fólki. Við getum ekki fyllilega skilið val eða sálrænan bakgrunn fólks í heiminum, vinnunni, kirkjusöfnuðum og jafnvel fjölskyldum okkar því að við höfum sjaldan alla myndina af því hver þau eru. Við verðum að horfa fram hjá hinum auðveldu staðalímyndum og því sem fólk gerir ráð fyrir og víkka út hina örsmáu linsu eigin reynslu.

Þegar ég þjónaði sem trúboðsforseti fyrir 30 árum síðan voru augu mín opnuð „til að horfa lengra en augu mín eygðu.“ Ungur öldungur kom með kvíða í augunum. Þegar við hittumst í viðtali sagði hann niðurbrotinn: „Ég vil fara heim.“ Ég hugsaði með sjálfum mér, „Við getum bjargað þessu.“ Ég ráðlagði honum að vinna hörðum höndum og biðja varðandi þetta í um vikutíma og hringja svo í mig. Viku seinna, nærri því upp á mínútu, hringdi hann í mig. Hann vildi enn fara heim. Ég ráðlagði honum að biðja, að vera duglegur og hringja í mig eftir viku. Í næsta viðtali við hann hafði ekkert breyst. Hann krafðist þess að fá að fara heim.

Ég einfaldlega ætlaði ekki að láta það gerast. Ég byrjaði á því að fræða hann um hið helga eðli köllunar hans. Ég hvatti hann til að „gleyma [sjálfum sér] og taka til starfa,“2 en hvert sem meðalið var sem ég reyndi að gefa honum, þá breyttist viðhorf hans ekki. Þá hvarflaði það loks að mér að ég væri kannski ekki að sjá heildarmyndina. Ég fann fyrir þeirri hvatningu að spyrja hann þessarar spurningar: „Öldungur, hvað er það sem er erfiðast fyrir þig?“ Það sem hann sagði nísti hjarta mitt: „Forseti, ég kann ekki að lesa.“

Hin spöku ráð sem ég hélt að væru svo mikilvæg fyrir hann að heyra, höfðu ekkert að gera með þarfir hans. Það sem hann þurfti mest á að halda var að ég horfði framhjá bráðræðis mati mínu og leyfa andanum að hjálpa mér að skilja hvað í raun bjó í huga öldungsins. Hann þurfti á því að halda að ég sæi hann í raun og að ég gæti boðið honum ástæðu til að vona. Í staðinn hagaði ég mér eins og stærðarinnar niðurrifskúla. Þessi trúi öldungur lærði að lesa og varð mjög sannur lærisveinn Jesú Krists. Hann opnaði augu mín fyrir orðum Drottins: „Guð lítur ekki á það, sem mennirnir líta á. Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað“ (1 Sam 16:7).

Hve blessunarríkt það er þegar andi Drottins útvíkkar sýn okkar. Munið eftir spámanninum Elísa, sem vaknaði til að finna sýrlenska herinn umkringja borg hans með hesta sína og vagna. Þjónn hans var hræddur og spurði Elísa hvað þeir ættu að gera á móti slíku ofurefli. Elísa sagði honum að hræðast ekki, með eftirminnilegum orðum: „Óttast eigi því að fleiri eru þeir, sem með okkur eru, en þeir, sem með þeim eru“ (2 Kon 6:16). Þjónninn hafði ekki hugmynd um hvað spámaðurinn var að tala um. Hann gat ekki horft lengra en augað eygði. Hins vegar sá Elísa herskara engla undirbúa orrustu til að berjast fyrir fólk spámannsins. „Þá opnaði Drottinn augu sveinsins, og sá hann þá, að fjallið var alþakið hestum og eldlegum vögnum hringinn í kring um Elísa“ (2 Kon 6:17).

Ljósmynd
Elísa og hinn himneski herskari

Við gerum oft greinarmun á okkur og öðrum út frá því sem er frábrugðið. Okkur líður vel í kringum þá sem hugsa, tala, klæðast og hegða sér eins og við og illa innan um þá sem koma frá ólíkum aðstæðum og bakgrunni. Komum við í raun ekki öll frá ólíkum löndum og tölum mismunandi tungumál? Sjáum við ekki heiminn í gegnum gríðarlegar takmarkanir okkar eigin lífsreynslu? Því að sumir sjá og tala með andlegum augum, eins og spámaðurinn Elísa og sumir sjá og tjá sig með bókstaflegri sjón eins ég upplifði með ólæsa trúboðann minn.

Við lifum í heimi sem nærist á samanburði, gagnrýni, merkingum og gagnrýni. Í stað þess að horfa út um sjóngler samfélagsmiðla, þá þurfum við að horfa inn á við og leita að þeim guðlegu eiginleikum sem hvert og eitt okkar segjumst eiga heimtur á. Ekki er hægt að pósta þessum guðlegu eiginleikum og þrám í Pinterest eða birta það í Instagram.

Til að meðtaka og elska aðra þýðir ekki að við verðum að umfaðma hugmyndir þeirra. Að sjálfsögðu þá krefst sannleikurinn algerrar tryggðar okkar þó að það ætti ekki að vera hindrun fyrir góðmennsku. Það að elska aðra einlæglega kallar á áframhaldandi iðkun þess að taka á móti besta framlagi fólks þó að við vitum lítið sem ekkert um lífsreynslur þeirra eða takmarkanir. Að horfa lengra en maður getur séð, kallar á að horfa einbeittum huga til frelsarans.

Ljósmynd
Torfæruhjól

Þann 28. maí, 2016 voru Beau Richie, 16 ára, og vinur hans Austin á fjölskyldubúgarði í Kólóradó. Beau og Austin klifu upp í torfæruhjólin sín, mjög spenntir fyrir ævintýrum dagsins. Þeir höfðu ekki ferðast langt þegar þeir lentu í hættulegum aðstæðum og hörmulegt slys varð. Hjólið sem Beau var á hvolfdi skyndilega og klemmdi hann undir 180 kg af járni. Þegar Austin vinur hans kom að, sá hann Beau berjast fyrir lífi sínu. Með öllum kröftum sínum reyndi hann að velta farartækinu ofan af vini sínum. Það bifaðist ekki. Hann bað fyrir Beau og fór svo allt hvað hann gat eftir hjálp. Bráðaliðar komu loks á staðinn, en nokkrum klukkustundum síðar lést Beau. Hann var leystur frá sinni jarðnesku tilveru.

Niðurbrotnir foreldrar hans komu. Þar sem þau stóðu á litla spítalanum með besta vini Beau, fjölskyldu og lækninum sem annaðist Beau, kom lögreglumaður inn í herbergið og rétti móður Beau símann hans. Um leið og hún tók við símanum þá hringdi síminn. Hún opnaði símann og sá daglega áminningu Beau. Hún las skilaboðin upphátt, sem hinn glaðværi, ævintýragjarni unglingssonur hennar hennar hafði sett inn til að lesa daglega. Þar sagði: „Muna eftir að setja Jesú Krist sem miðpunkt í líf þínu í dag.“

Einbeitt auglit Beau á lausnara sínum minnkaði ekki sorg ástvina hans í fjarveru hans. Það gaf þeim hins vegar von og gildi fyrir líf Beau og val hans í lífinu. Það hjálpar fjölskyldu hans og vinum að sjá út fyrir sorgina af snemmbæru fráfalli hans og inn í gleðilegan raunveruleikann í næsta lífi. Þvílík miskunn fyrir foreldra Beau að sjá, með hans augum, hvað hann mat mest.

Sem kirkjuþegnar þá hefur okkur verið gefin andleg bjalla sem varar okkur við þegar við horfum burt frá sáluhjálp með einungis okkar jarðnesku augum. Sakramentið er vikuleg áminning fyrir okkur að horfa til Jesú Krists svo að við getum alltaf minnst hans og að við getum alltaf haft anda hans með okkur (sjá K&S 20:77). Við leiðum þó stundum hjá okkur þessar tilfinningar aðvörunar og áminningar. Þegar við höfum Jesú Krist sem miðju lífs okkar þá mun hann sjá til þess að augu okkar opnist fyrir fleiri möguleikum en að við getum gert okkur grein fyrir, ein og sér.

Ég fékk afar áhugavert bréf varðandi viðvörunarbjöllu sem trúföst systir upplifði. Hún sagði mér að þegar hún var að reyna að hjálpa eiginmanni sínum að skilja hvernig henni leið þá byrjaði hún að skrifa niður í símann sinn alla þá hluti sem hann sagði eða gerði og fóru í taugarnar á henni. Hún rökstuddi það þannig að þegar réttur tími kæmi þá myndi hún hafa safnað skrifuðum sönnunargögnum til að sýna honum, sem myndu fá hann til að vilja breyta hegðun sinni. Hins vegar þá gerði hún sér grein fyrir því einn sunnudaginn, er hún var að meðtaka sakramentið og að íhuga friðþægingu frelsarans, að það að skrá niður allar neikvæðu tilfinningar hennar gagnvart eiginmanni sínum var að reka andann frá henni og var aldrei að fara að breyta honum.

Andleg viðvörunarbjalla fór af stað í hjarta hennar sem sagði. „Hættu þessu, hættu þessu öllu. Eyddu þessum punktum. Þeir eru ekki hjálplegir.“ Síðan skrifaði hún, og ég hef eftir henni: „Það tók mig smá tíma að merkja við „velja allt“ og enn lengur að ýta á „eyða.“ Er ég gerði það samt þá voru allar þessar neikvæðu tilfinningar foknar út í vindinn. Hjarta mitt fylltist ást - ást til eiginmanns míns og ást til Drottins.“ Eins og Sál, á veginum til Damaskus, þá breyttist lífssýn hennar. Hreystur afbökunar féllu frá augum hennar.

Frelsar okkar lauk oft upp augum hinna líkamlega og andlega blindu. Það að opna augu okkar fyrir guðlegum sannleika, bókstaflega og í óeiginlegri merkingu, undirbýr okkur að læknast af veraldlegri blindu Þegar við hlustum á andlegar „viðvörunarbjöllur“ sem benda okkur á þörf fyrir stefnubreytingu eða víðara eilíft sjónarmið, þá erum við að meðtaka sakramentisloforðið um að hafa anda hans með okkur. Þetta gerðist fyrir Joseph Smith og Oliver í Kirtland musterinu þegar Jesús Kristur kenndi hrífandi sannleik og lofaði að „hulu“ rangtúlkunar og jarðneskra takmarkana myndi vera „svipt frá hugum [þeirra], og augu [þeirra myndu ljúkast] upp“ (K&S 110:1).

Ég ber vitni um að með krafti Jesú Krists, munum við geta horft andlega lengra en að augu okkar eyja. Augu skilnings okkar munu ljúkast upp, þegar við höfum hann í huga og höfum anda hans með okkur. Þá mun hinn mikli raunveruleiki um innri guðleika okkar allra verða enn kröftuglegar þrykkt á hjörtu okkar. Í nafni Jesú Krists, amen

Heimildir

  1. Úr The Lion King 1½ (2004); utan Norður-Ameríku þekkt sem Ljónakonungurinn 3: Hakuna Matata.

  2. Teachings of Presidents of the Church: Gordon B. Hinckley (2016), 201.