2010–2019
Ómetanlegt gildi
Október 2017


Ómetanlegt gildi

Við getum oft notið hins ljúfa hvísl heilags anda, er hann staðfestir sannleika okkar andlega verðmætis.

Þegar ég heimsótti Sierra Leone, í Vestur-Afríku, tók ég þátt í fundi sem stikuleiðtogi Barnafélagsins leiddi. Mariama stjórnaði af þvílíkum kærleika, þokka og sjálfsöryggi að það var auðvelt að ganga út frá því að hún hefði tilheyrt kirkjunni lengi. Mariama hafði hinsvegar nýverið gengið í kirkjuna.

Ljósmynd
Mariama og dóttir hennar

Yngri systir hennar gekk í kirkjuna og bauð Mariama að koma með sér í kennslustund á vegum kirkjunnar. Mariama var mjög hrifin af boðskapnum. Kennsluefnið varðaði skírlífslögmálið. Hún bað um að fá frekari kennslu frá trúboðunum og öðlaðist fljótlega vitnisburð um spámanninn Joseph Smith. Hún var skírð árið 2014 og dóttir hennar skírðist í síðasta mánuði. Ímyndið ykkur að þær tvær grundvallarkenningar sem leiddu að trúskiptum Mariömu voru skírlífslögmálið og spámaðurinn Joseph Smith, það tvennt sem heimurinn lítur oft á sem óviðkomandi, úrelt og óhentugt. Mariama bar hins vegar vitni um að hún var eins og mölfluga sem laðaðist að ljósi. Hún sagði: „Þegar ég fann fagnaðarerindið, fann ég sjálfa mig.“ Hún uppgötvaði eigin verðmæti í gegnum guðdómlegar kenningar. Verðmæti hennar, sem dóttir Guðs, opinberaðist henni í gegnum heilagan anda.

Næst skulum við hitta Singh systurnar frá Indlandi. Lengst til hægri er Renu, hún er sú fyrsta af fimm systrum sem gekk í kirkjuna, hún deildi þessum hugleiðingum:

Ljósmynd
Singh systur

„Áður en ég hóf að kynna mér kirkjuna, fannst mér ég ekki neitt sérstök. Ég var bara ein af fjöldanum og samfélag mitt og menning kenndi mér í raun ekki að ég hefði eitthvað gildi sem einstaklingur. Þegar ég lærði fagnaðarerindið og lærði að ég væri dóttir himnesks föður þá breytti það mér. Skyndilega fannst mér ég vera svo sérstök, Guð hafði raunverulega skapað mig og skapað sál mína og líf með gildi og tilgang.

Áður en ég hafði fagnaðarerindið í lífi mínu þá var ég alltaf að reyna að sanna fyrir öðrum að ég væri eitthvað sérstakt. Þegar ég lærði sannleikann hins vegar, að ég væri dóttir Guðs, þá þurfti ég ekki að sanna neitt fyrir neinum. Ég vissi að ég væri sérstök. … Trúðu því aldrei að þú sért einskis virði.“

Thomas S. Monson, forseti, sagði það fullkomlega þegar hann vitnaði í þessi orð: „Verðmæti sálarinnar felst í möguleika hennar að verða eins og Guð.“1

Ljósmynd
Taiana

Ég varð nýlega þeirrar blessunar aðnjótandi að hitta aðra unga konu sem skilur þennan sama sannleika. Hún heitir Taiana. Ég hitti hana á Barnaspítalanum í Salt Lake City. Taiana var á þriðja ári í gagnfræðaskólanum þegar hún greindist með krabbamein. Hún barðist hetjulegri baráttu í 18 mánuði áður en hún lést fyrir nokkrum stuttum vikum síðan. Taiana var full ljóss og kærleika. Hún var þekkt fyrir smitandi bros sitt og hið einkennandi merki hennar sem var „tveir þumlar upp í loftið“. Þegar aðrir spurðu: „Af hverju þú Taiana?“ Þá svaraði hún „af hverju ekki ég?“ Taiana sóttist eftir því að verða líkari frelsara hennar, sem hún unni innilega. Í heimsóknum okkar komst ég að því að Taiana skildi guðlegt verðmæti sitt. Það að vita að hún væri dóttir Guðs, veitti henni frið og hugrekki að horfa framan í yfirþyrmandi áskoranir hennar á þann jákvæða hátt sem hún gerði.

Mariama, Renu og Taiana kenna okkar að andinn muni staðfesta fyrir okkur, hverri og einni, guðlegt verðmæti okkar. Það að vita sannarlega að þið eruð dætur Guðs, mun hafa áhrif á öllum sviðum lífs ykkar og leiða ykkur í þeirri þjónustu sem þið veitið hvern dag. Spencer W. Kimball forseti útskýrði með þessum dásamlegu orðu:

„Guð er faðir ykkar. Hann elskar ykkar. Fyrir hann og himneska móður ykkar hafið þið ómetanlegt gildi. … Þið eruð einstakar. Sérstakar, settar saman af hinni eilífu þekkingu sem veitir ykkur heimtur á eilífu lífi.

Efist ekki um virði ykkar sem einstaklings. Tilgangur áætlunar fagnaðarerindisins er að veita ykkur öllum tækifæri til að ná æðstu möguleikum ykkar, sem er eilíf þróun og möguleiki á guðleika.”2

Leyfið mér að benda ykkur á nauðsyn þess að gera greinarskil á milli tveggja afgerandi orða: virði og verðugleiki. Þetta er ekki hið sama. Andleg verðmæti þýðir að meta okkur á þann hátt sem himneskur faðir metur okkur, ekki eins og heimurinn metur okkur. Virði okkar var ákvarðað áður en við komun hingað til þessarar jarðar. „Kærleikur Guðs er óendanlegur og mun vara að eilífu.“3

Hins vegar næst, verðugleiki í gegnum hlýðni. Ef við syndgum þá erum við ekki eins verðug, en við erum aldrei minna virði. Við höldum áfram að iðrast og vinna að því að vera líkari Jesú með virði okkar ósnortið. Eins og Brigham Young kenndi: „Hinn minnsti, lægst settasti andinn sem er nú á jörðunni … er alheimsvirði.“4 Sama hvað, þá erum við ætíð mikils virði í augum himnesks föður.

Þrátt fyrir þennan stórkostlega sannleika, þá berjumst við mörg, ítrekað, við neikvæðar hugsanir eða tilfinningar gagnvart okkur sjálfum. Ég geri það. Það er auðveld gildra. Satan er faðir allra lyga, sérstaklega þegar það kemur að útúrsnúningi varðandi guðlegt eðli okkar og tilgang. Það að meta okkur lítils þjónar okkur ekki vel. Í staðinn heldur það okkur aftur. Eins og okkur hefur oft verið kennt þá: „getur enginn látið ykkur líða illa með ykkur sjálf, án ykkar samþykkis.“5 Við getum hætt að bera okkar versta saman við það besta hjá öðrum. „Samanburður er þjófur gleðinnar.“6

Til samanburðar þá fullvissar Drottinn okkur um að þegar við hugsum hreinar hugsanir þá mun hann blessa okkur með sjálfsöryggi, jafnvel því öryggi að vita hver við raunverulega erum. Það hefur aldrei verið mikilvægari tími til að fara eftir orðum hans. „Lát dyggðir prýða hugsanir þínar linnulaust,“ sagði hann. „Þá mun traust þitt vaxa og styrkjast í návist Guðs;  … [og] heilagur andi verður þér stöðugur förunautur.“7

Drottinn opinberaði eftirfarandi viðbótarsannleika spámanninum Joseph Smith: „Sá er meðtekur frá Guði skal gefa Guði heiðurinn. Og hann skal gleðjast yfir því, að Guð telur hann verðugan þess að meðtaka.“8 Þegar við skynjum andann, eins og segir í þessu versi, þá berum við kennsl á það sem okkur finnst koma frá himneskum föður okkar. Við viðurkennum og lofsyngjum hann fyrir að blessa okkur. Því næst fögnum við því að við erum talin verðug þess að meðtaka.

Ímyndið ykkur það að þið séuð að lesa ritningarnar einn morguninn og að andinn hvísli hljóðlega að ykkur að það sem þið eruð að lesa, sé sannleikur. Þekkið þið andann og eruð glöð yfir því að þið skynjuðuð kærleika hans og voruð verðug þess að meðtaka?

Mæður, þið gætuð verið að krjúpa við hlið fjögura ára syni ykkar er hann segir kvöldbænir sínar. Tilfinning flæðir yfir ykkur er þið hlustið. Þið skynjið hlýju og frið. Tilfinningin varir stutt, en þið berið kennsl á það, að á þessari stundu eruð þið verðugar þess að meðtaka. Við fáum sjaldan, ef nokkru sinni, stórar andlegar staðfestingar í lífi okkar, en við getum oft notið hins ljúfa hvísl heilags anda, er hann staðfestir sannleika andlegs verðgildis okkar.

Drottinn útskýrði sambandið á milli virði okkar og hinnar miklu friðþægingarfórnar hans þegar hann sagði:

„Hafið hugfast að verðmæti sálna er mikið í augum Guðs:

„Hafið hugfast að verðmæti sálna er mikið í augum Guðs; Hann leið þess vegna kvalir allra manna, svo að allir menn gætu iðrast og komið til hans.9

Systur, vegna þess sem hann gerði fyrir okkur, „erum við tengd kærleiksböndum.“10 Hann sagði: „Og faðir minn sendi mig, til þess að mér yrði lyft upp á krossinum. Til þess að ég gæti dregið alla menn til mín, eftir að mér hefði verið lyft upp á krossinum.“11

Benjamín konungur útskýrði einnig bindandi tengsl hans við frelsara okkar: „Og sjá, hann mun líða freistingar, líkamlegan sársauka, hungur, þorsta og þreytu, meir en maðurinn fær þolað, nema fjörtjón hljótist af. Því að sjá. Blóð drýpur úr hverri svitaholu, svo mikil verður angist hans vegna ranglætis og viðurstyggðar þjóðar hans.“12 Sú þjáning og afleiðingar þeirrar þjáningar, fylla hjörtu okkar með kærleika og þakklæti. Öldungur Paul E. Koelliker kenndi: „Þegar við útilokum þær truflanir sem draga okkur að heiminum og notum sjálfræði til að leita hans, ljúkum við upp hjörtum okkar fyrir himnesku afli sem dregur okkur nær honum.“ 13 Ef kærleikurinn sem við finnum gagnvart frelsaranum og því sem hann gerði fyrir okkur, er sterkari en orkan sem við notum í veikleika, sjálfsefa eða ósiði, þá mun hann aðstoða okkur við að sigrast á því sem veldur þjáningu í lífi okkar. Hann bjargar okkur frá okkur sjálfum.

Leyfið mér að leggja aftur áherslu á; ef togið frá heiminum er sterkara en trúin og traustið sem við höfum á frelsaranum, þá mun tog heimsins ávallt sigra. Ef við veljum að einblína á neikvæðar hugsanir okkar og efann um eigin verðmæti, í stað þess að halda okkur að frelsaranum, þá verður það erfiðara að finna fyrir áhrifum heilags anda.

Systur verum ekki í vafa um það hverjar við erum! Þó að það sé oft auðveldara að vera andlega hlutlaus en að leggja fram andlega vinnu við að minnast og umfaðma andlegt auðkenni okkar þá höfum við ekki efni á því að láta það eftir okkur á þessum síðustu dögum. Megum við, sem systur, [vera trúar] í Kristi; … megi Kristur lyfta [okkur] upp, og megi þjáningar hans og dauði, … miskunn hans og langlyndi og vonin um dýrð hans og eilíft líf hvíla í huga [okkar] að eilífu.“14 Er frelsarinn lyftir okkur upp á hærra plan, þá getum við séð betur, ekki einungis hver við erum heldur að við eru nærri honum en við höfðum nokkru sinni ímyndað okkur. Í hinu helga nafni Jesú Krists, amen.