2018
Leggið á ykkur að þekkja hana og fjölskyldu hennar
February 2018


Reglur heimsóknarkennslu, febrúar 2018

Leggið á ykkur að kynnast henni og fjölskyldu hennar

Heimsóknarkennsla snýst um það að leggja einlæglega á sig að kynnast og elska hverja systur, svo við getum stuðlað að því að styrkja trú hennar og veita þjónustu.

Trú, fjölskylda, líkn

Rita Jeppeson og heimsóknarkennari hennar hafa orðið nánar vinkonur, er þær koma saman og miðla reglum fagnaðarerindisins. Þær fara líka í orðaleik þegar þær koma saman. Það er það sem Ritu finnst best við heimsóknarkennara sinn, því hún veit að þær eru vinkonur og að heimsóknin er ekki aðeins til að ljúka heimsóknarkennslunni. Það er svo margt sem systur geta gert í heimsókn, t.d. að fara í göngutúr saman eða reita illgresi í garðinum meðan börnin leika sér.

Öldungur Jeffrey R. Holland, í Tólfpostulasveitinni, sagði: „Lítið á ykkur sjálfar sem sendiboða Drottins meðal barna hans. … Við væntum þess … að þið skipuleggið einlæga stund trúar og umhyggju með meðlimum, vakið yfir og alið önn fyrir hvert öðru með hluttekningu og ræðið andlegar og stundlegar þarfir, á hvern þann hátt sem hjálpar.“1

Drottinn bauð Ísraelsmönnum með Móse: „[Hinn ókunnuga], sem hjá yður býr, skuluð þér svo með fara sem innborinn … meðal yðar“ (3 Mós 19:34). Í upphafi þjónustu gætu systurnar sem við heimsækjum verið okkur sem „hinn ókunnugi,“ en þegar við tökum að kynnast þeim og fjölskyldum þeirra persónulega, þá mun þrá okkar aukast til að „bera hver annars byrðar, svo að þær verði léttar“ og „hjörtu [okkar tengjast] böndum einingar og elsku hver til annars“ (Mósía 18:8, 21).

Reyna I. Aburto, annar ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, minnist þess þegar hún var nýlega skilin og nýr meðlimur kirkjunnar. „Heimsóknarkennarar mínir komu á heimili mitt,“ sagði hún, „og þær vöktu mér ljúfar kærleikstilfinningar og mér fannst ég tilheyra.“2

Til hugleiðingar

Hvaða væntanlega viðburði sem tengjast fjölskyldum systranna sem þið heimsækið ættuð þið að hafa í huga og minnast?

Heimildir

  1. Jeffrey R. Holland, „Emissaries to the Church,“ Liahona, Nov. 2016, 62.

  2. Reyna I. Aburto, „What Has Relief Society Been for Me?“ Brigham Young University Women’s Conference, 5. maí 2017, LDS.org.