2018
Þrennt til að hafa hugfast
February 2018


Unglingar

Þrennt til að hafa hugfast

Orðtakið að hafa hugfast [eða jafngildi þess] kemur oft fyrir í Mormónsbók. Nefí hvatti bræður sína til að hafa það hugfast hvernig Guð frelsaði forfeður þeirra. Benjamín konungur bauð fólki sínu að hafa mikilleika Guðs í huga. Moróní bauð lesendum sínum að minnast þess hve miskunnsamur Drottinn væri.

Að hafa frelsarann í huga er nauðsynlegt – við gerum jafnvel sáttmála um að hafa hann í huga í hvert sinn sem við meðtökum sakramentið. Eyring forseti býður okkur að hafa þetta þrennt í huga meðan á sakramentinu stendur:

  1. Hafið Jesú Krist í huga: Lesið í ritningunum um það hvernig frelsarinn þjónaði og sýndi öðrum kærleika. Hvernig finnið þið elsku hans? Hvernig getið þið þjónað og sýnt öðrum kærleika eins og frelsarinn gerði?

  2. Hafið í huga það sem þið þurfið að bæta: Ígrundið liðna viku af iðrandi hjarta. Veljið eitthvað eitt sem þið getið bætt og skrifið niður hvernig þið hyggist ná fram þeim framförum. Staðsetjið markmið ykkar á áberandi stað.

  3. Hafið í huga persónulegar framfarir ykkar: Biðjið Guð að hjálpa ykkur að sjá ykkar jákvæðu framfarir. Skrifið hvað ykkur finnst.

Við erum ekki fullkomin, en frelsaranum er það ljóst. Þess vegna býður hann okkur að hafa sig í huga. Það vekur okkur von að hafa hann í huga og eykur okkur þrá til að bæta okkur. Eyring forseti segir: „Hann mun ávallt hafa okkur í huga,“ þótt okkur takist ekki alltaf að hafa hann í huga.