Ritningar
1 Nefí 8


8. Kapítuli

Lehí sér lífsins tré í sýn — Hann neytir af ávexti þess og þráir að fjölskylda hans neyti hans einnig — Hann sér járnstöng, krappan og þröngan veg, og niðdimmt mistur sem umlykur mennina — Saría, Nefí og Sam neyta af ávextinum, en Laman og Lemúel vilja það ekki. Um 600–592 f.Kr.

1 En svo bar við, að við vorum búin að safna fræjum af öllum tegundum og gerðum, bæði hvers kyns korni og hvers kyns ávaxtafræjum.

2 En svo bar við, á meðan faðir minn hélt til úti í óbyggðunum, að hann mælti til okkar og sagði: Sjá, mig adreymdi draum eða með öðrum orðum ég sá bsýn.

3 Og sjá. Vegna þess sem fyrir augu mín bar, hef ég ástæðu til að gleðjast í Drottni yfir aNefí og einnig yfir Sam, því að ég hef ástæðu til að ætla, að þeir og margir niðja þeirra muni frelsast.

4 En sjá. Ykkar vegna, aLaman og Lemúel, skelfist ég ákaft, því að sjá, mér fannst ég sjá dimma og drungalega eyðimörk í draumi mínum.

5 Og svo bar við, að ég sá mann klæddan hvítum akyrtli, sem nálgaðist og staðnæmdist frammi fyrir mér.

6 Og svo bar við, að hann talaði til mín og bað mig að fylgja sér eftir.

7 Og svo bar við, að þegar ég fylgdi honum eftir, sá ég sjálfan mig úti í dimmri og drungalegri eyðimörkinni.

8 Og eftir margra klukkustunda ferð í myrkri tók ég að biðja Drottin að amiskunna mér vegna sinnar margþættu og mildu miskunnsemi.

9 Og svo bar við að lokinni bænargjörð minni til Drottins, að ég sá stóra og víðáttumikla asléttu.

10 Og svo bar við, að ég sá atré, sem bar girnilegan bávöxt til þess fallinn að færa mönnum hamingju.

11 Og svo bar við, að ég sté fram og neytti af aávexti þess. Og ég fann að hann var mjög gómsætur, sætari en allt annað, sem ég hafði nokkru sinni áður bragðað. Já, og ég sá, að ávöxtur þessi var hvítur, bhvítari en allt annað, sem ég hafði nokkru sinni áður séð.

12 Og þegar ég neytti af ávexti þess, varð sál mín gagntekin ákaflega miklum afögnuði. Ég tók því að bþrá, að fjölskylda mín mætti einnig neyta hans, því að ég vissi, að hann var ceftirsóknarverðari en allir aðrir ávextir.

13 Og þegar ég leit í kringum mig í von um að koma auga á fjölskyldu mína, sá ég vatnsmikið afljót, sem streymdi fram nálægt trénu, er bar þann ávöxt, sem ég var að leggja mér til munns.

14 Og ég leit upp til að sjá, hvaðan það væri komið. Og ég sá, að upptök þess voru skamman spöl frá, og þar við upptökin sá ég móður ykkar, Saríu, ásamt Sam og Nefí. Og þau stóðu rétt eins og þau vissu ekki, hvert halda skyldi.

15 Og svo bar við, að ég veifaði til þeirra og hrópaði einnig hárri röddu, að þau skyldu koma til mín og neyta af ávextinum, sem eftirsóknarverðari væri öllum öðrum ávöxtum.

16 Og svo bar við, að þau komu til mín og neyttu einnig af ávextinum.

17 Og svo bar við, að mig langaði til, að Laman og Lemúel kæmu einnig og neyttu af ávextinum. Þess vegna leit ég í áttina að upptökum fljótsins í von um að sjá þá.

18 Og svo bar við, að ég kom auga á þá, en þeir vildu aekki koma til mín og neyta af ávextinum.

19 Og ég sá astöng úr járni, sem lá meðfram fljótsbakkanum og að trénu, sem ég stóð hjá.

20 Og auk þess sá ég akrappan og þröngan veg, sem lá meðfram járnstönginni, allt að trénu, sem ég stóð hjá. Og hann lá einnig framhjá upptökum fljótsins og út á stóra og víðáttumikla bsléttu, sem var eins og heimur.

21 Og ég sá óteljandi skara af mannverum, sem margar hverjar reyndu að þrengja sér áfram til að komast á aveginn, sem lá að trénu, er ég stóð við.

22 Og svo bar við, að þær komust áfram og inn á veginn, sem lá að trénu.

23 Og svo bar við, að þoka skall á, já, niðdimm aþoka, svo dimm, að þeir, sem á veginum voru, villtust út af honum og glötuðust.

24 Og svo bar við, að ég sá aðra þrengja sér fram og þeir komu og náðu taki á endanum á járnstönginni, og þeir sóttu fram í gegnum dimma þokuna, ríghaldandi sér í járnstöngina, já, þar til þeir komust áfram og gátu neytt af aávextinum, sem tréð bar.

25 Og þegar þeir höfðu neytt af ávextinum, sem tréð bar, skimuðu þeir í kringum sig, rétt eins og þeir ablygðuðust sín.

26 Og ég leit einnig í kringum mig og sá hinum megin fljótsins stóra og arúmmikla byggingu, sem var eins og í lausu lofti, hátt yfir jörðu.

27 Og hún var full af fólki, bæði öldnu og ungu, körlum og konum, og þetta fólk, sem var frábærlega vel klætt, stóð og ahæddi og benti á þá, sem komist höfðu að ávextinum og voru að neyta hans.

28 Og eftir að hafa abragðað á ávextinum bblygðuðust þeir sín fyrir þeim, sem hæddu þá. Og þeim cskrikaði fótur, þeir lentu á forboðnum vegum og glötuðust.

29 Og nú hef ég, Nefí, ekki aöll orð föður míns eftir.

30 En í stuttu máli, sjá. Aftur sá hann mannfjölda, sem þrengdi sér fram. Fólkið kom, náði taki á enda járnstangarinnar, og það sótti fram og hélt stöðugt fast í ajárnstöngina, þar til það komst. Og það féll fram og neytti af ávexti trésins.

31 Og enn sá hann fleiri amannfjölda, sem þreifuðu sig áfram í átt að hinni stóru og rúmmiklu byggingu.

32 Og svo bar við, að margir drukknuðu í djúpum auppsprettunnar og margir hurfu honum sjónum, þegar þeir lögðu út á óþekkta stigu.

33 Og mikil var sú mannmergð, sem hélt innreið sína inn í hina furðulegu byggingu. Og þegar mennirnir voru komnir inn í hana, bentu þeir á mig með afyrirlitningu sem og á þá, sem einnig neyttu af ávextinum. En við gáfum þeim engan gaum.

34 Og það eru orð föður míns, að allir, sem agáfu þeim gaum, glötuðust.

35 Og aLaman og Lemúel neyttu ekki af ávextinum, sagði faðir minn.

36 Og svo bar við, að er faðir minn hafði farið öllum þessum orðum um draum sinn eða sýn, en þau orð voru mörg, sagði hann okkur, að hann óttaðist mjög um Laman og Lemúel vegna þess, sem hann hafði séð í sýninni. Já, hann óttaðist, að þeim yrði vísað úr návist Drottins.

37 Og af heitri umhyggju ástríks aforeldris hvatti hann þá til að fara að orðum sínum, svo að Drottinn sýndi þeim ef til vill miskunn og vísaði þeim ekki frá. Já, faðir minn prédikaði yfir þeim.

38 Og að prédikuninni lokinni spáði hann einnig mörgu fyrir þeim og bað þá að halda boðorð Drottins. Og hann hætti að tala til þeirra.