Námshjálp
Sýn


Sýn

Sjónræn opinberun einhvers atburðar, veru eða hlutar fyrir kraft heilags anda.

Dæmi um mikilvægar sýnir eru þessi: Sýn Esekíels yfir síðustu daga (Esek 37–39), sýn Stefáns af Jesú standandi til hægri handar Guði (Post 7:55–56), Opinberun Jóhannesar varðandi síðustu daga (Op 4–21), sýnir Lehís og Nefís af lífsins tré (1 Ne 8; 10–14), sýn Alma yngri af engli Drottins (Mósía 27), sýn bróður Jareds af öllum íbúum jarðar (Et 3:25), sýnin varðandi dýrðarstigin (K&S 76), sýn veitt Joseph Smith og Oliver Cowdery í Kirtland musterinu (K&S 110), sýn Josephs F. Smith yfir endurlausn hinna dánu (K&S 138), sýn Móse af Guði og sköpunarverki hans (HDP Móse 1), sýn Enoks af Guði (HDP Móse 6–7), og fyrsta sýn Josephs Smith (JS — S 1).