Bók Alma Sem var sonur Alma

18. Kapítuli

Lamoní konungur heldur, að Ammon sé hinn mikli andi — Ammon fræðir konunginn um sköpunina og samskipti Guðs við menn og endurlausnina sem fæst fyrir tilstilli Krists — Lamoní trúir og fellur til jarðar sem dauður sé. Um 90 f.Kr.

1 Og svo bar við, að Lamoní konungur lét þjóna sína stíga fram og vitna um allt, sem þeir höfðu séð, varðandi þetta.

2 Og þegar þeir höfðu allir borið vitni um það, sem þeir höfðu séð, og hann hafði frétt af trúmennsku Ammons við að verja hjarðir hans og einnig af þeim miklu kröftum, sem hann beitti í viðureign við þá, sem leituðust við að drepa hann, undraðist hann stórlega og sagði: Vissulega er þetta meira en maður. Sjá, er ekki þetta hinn mikli andi, sem sendir svo mikla refsingu yfir þetta fólk vegna manndrápa þess?

3 Og þeir svöruðu konunginum og sögðu: Hvort hann er hinn mikli andi eða mennskur, vitum við ekki, en svo mikið vitum við, að óvinir konungs ageta ekki drepið hann, né heldur geta þeir tvístrað hjörðum konungs, þegar hann er með okkur, vegna snilli hans og ofurafls. Við vitum þess vegna, að hann er vinur konungsins. Ó konungur, við trúum ekki, að maður búi yfir svo miklu afli, því að við vitum, að ekki er hægt að drepa hann.

4 Og þegar konungur nú heyrði þessi orð, sagði hann við þá: Nú veit ég, að þetta er hinn mikli andi. Hingað niður hefur hann komið á þessum tíma til að vernda líf ykkar, svo að ég gæti ekki adrepið ykkur eins og bræður ykkar. Þetta er hinn mikli andi, sem feður okkar hafa talað um.

5 En það var arfsögn, sem Lamoní hafði hlotið frá föður sínum, að til væri amikill andi. En þótt þeir tryðu á mikinn anda, töldu þeir samt, að allt, sem þeir gjörðu, væri rétt. Þó greip ákafur ótti Lamoní, ótti um að hann hefði breytt rangt með því að taka þjóna sína af lífi —

6 Því að hann hafði drepið marga þeirra, vegna þess að bræður þeirra höfðu tvístrað hjörðum þeirra við vatnsbólið. Og vegna þess að hjörðum þeirra hafði verið tvístrað þannig, voru þeir líflátnir.

7 En þessir Lamanítar lögðu það í vana sinn að standa við Sebusvötn og tvístra hjörðum fólksins til þess að geta á þann hátt rekið mörg dýr, sem tvístrað var, inn í sitt eigið land, og var slíkt rán algengt meðal þeirra.

8 Og svo bar við, að Lamoní konungur spurði þjóna sína og sagði: Hvar er þessi maður, sem slíkt afl hefur?

9 Og þeir sögðu við hann: Sjá, hann er að gefa hestum þínum. Nú hafði konungur gefið þjónum sínum þau fyrirmæli, áður en hjörðunum var brynnt, að þeir skyldu tygja hesta hans og vagna og fylgja honum til Nefílands, því að faðir Lamonís hafði ákveðið að halda mikla hátíð í Nefílandi, en hann var konungur yfir öllu landinu.

10 Þegar nú Lamoní konungur heyrði, að Ammon væri að gjöra hesta hans og vagna til reiðu, undraðist hann enn meir hollustu Ammons og sagði: Sannarlega hefur enginn meðal þjóna minna verið jafn trúr og þessi maður, því að hann er minnugur allra fyrirmæla minna og framkvæmir þau.

11 Nú veit ég með vissu, að þetta er hinn mikli andi, og mig langar til, að hann komi til mín, en ég þori það ekki.

12 Og svo bar við, að þegar Ammon hafði lokið við að tygja hesta og vagna fyrir konung og þjóna hans, fór hann inn til konungs og sá, að svipur konungs var breyttur. Hann ætlaði því að hafa sig á brott úr návist hans.

13 En einn af þjónum konungs sagði við hann: Rabbana — en það er útlagt, máttugur eða mikill konungur, þar eð konungar þeirra voru álitnir máttugir — og því sagði hann við hann: Rabbana, konungurinn æskir þess, að þú verðir kyrr.

14 Ammon sneri sér þess vegna að konungi og sagði við hann: Hvers æskir þú af mér, ó konungur? Og konungur svaraði honum ekki um einnar stundar bil að tímaútreikningi þeirra, því að hann vissi ekki, hvað hann ætti að segja við hann.

15 Og svo bar við, að Ammon sagði á ný við hann: Hvers æskir þú af mér? En konungur svaraði honum ekki.

16 Og svo bar við, að Ammon var fullur af anda Guðs og gat því skynjað ahugsanir konungs. Og hann sagði við hann: Er það vegna þess, að þú hefur heyrt, að ég varði þjóna þína og hjarðir, varð sjö bræðra þeirra að bana með slöngu og sverði og hjó handleggina af öðrum til að verja hjarðir þínar og þjóna? Sjá, er það þetta, sem veldur undrun þinni?

17 Ég spyr þig: Hvað veldur því, að undrun þín er svo mikil? Sjá, ég er maður, og ég er þjónn þinn. Hvers sem þú þess vegna æskir, sem rétt er, það mun ég gjöra.

18 En þegar konungur heyrði þessi orð, undraðist hann enn, því að hann sá, að Ammon gat askynjað hugsanir hans, en þrátt fyrir það lauk Lamoní konungur upp munni sínum og sagði við hann: Hver ert þú? Ert þú sá mikli andi, sem bveit alla hluti?

19 Ammon svaraði og sagði við hann: Það er ég ekki.

20 Og konungur sagði: Hvernig veist þú, hvað ég hugsa í hjarta mínu? Þér leyfist að tala djarft og segja mér frá þessum hlutum og einnig að segja mér, hvaða kraftur gjörði þér kleift að fella bræður mína og höggva handleggina af þeim, sem tvístruðu hjörðum mínum —

21 Og ef þú vilt segja mér frá þessu, mun ég gefa þér hvað svo sem þú æskir. Og ef þörf gerist, mun ég halda vörð um þig með herjum mínum, en ég veit, að þú ert þeim öllum voldugri. Engu að síður mun ég veita þér allt, sem þú æskir.

22 Ammon, sem var vitur, en meinlaus, sagði við Lamoní: Vilt þú hlýða á orð mín, ef ég segi þér frá því, með hvaða krafti ég gjöri þessa hluti? En þetta er það, sem ég bið þig um.

23 Og konungur svaraði og sagði: Já, ég mun trúa öllum orðum þínum. Og þannig var hann veiddur með kænsku.

24 Og Ammon tók að tala adjarflega við hann og sagði: Trúir þú, að til sé Guð?

25 Og hann svaraði og sagði við hann: Ég veit ekki, hvað það merkir.

26 Og þá sagði Ammon: Trúir þú, að til sé mikill andi?

27 Og hann svaraði: Já.

28 Og Ammon sagði: Það er Guð. Og Ammon spurði hann enn: Trúir þú, að þessi mikli andi, sem er Guð, hafi skapað alla hluti á himni og jörðu?

29 Og hann svaraði: Já, ég trúi, að hann hafi skapað alla hluti, sem á jörðunni eru, en ég þekki ekki til himnanna.

30 Og Ammon sagði við hann: Himnarnir eru sá staður, þar sem Guð dvelur ásamt öllum sínum heilögu englum.

31 Og Lamoní konungur spurði: Er hann ofar jörðu?

32 Og Ammon svaraði: Já, og hann lítur niður til allra mannanna barna, og hann þekkir allar ahugsanir og öll áform hjartans, því að með hans hendi voru þau öll sköpuð frá upphafi.

33 Og Lamoní konungur sagði: Ég trúi öllu því, sem þú hefur sagt. Ert þú sendur af Guði?

34 Ammon sagði við hann: Ég er maður, og amaðurinn var í upphafi skapaður í Guðs mynd, og hans heilagi andi kallar mig til að bfræða þetta fólk um þessa hluti, til að það megi öðlast þekkingu á því, sem rétt er og satt —

35 Og hluti af þessum aanda dvelur í mér og veitir mér bþekkingu og jafnframt kraft, í samræmi við trú mína á Guð og þrá til hans.

36 Þegar Ammon hafði þetta mælt, byrjaði hann við sköpun heimsins og einnig við sköpun Adams og sagði honum allt um fall mannsins, og hann asagði frá heimildaritunum og lagði þau fyrir hann ásamt bheilögum ritningum fólksins, sem cspámennirnir höfðu talað, allt fram til þess tíma, að faðir þeirra, Lehí, yfirgaf Jerúsalem.

37 Og einnig sagði hann þeim (það er konungi og þjónum hans) frá öllum ferðum feðra þeirra í óbyggðunum og öllum þjáningum þeirra af hungri og þorsta, og öllum sársauka þeirra og öðru.

38 Og hann sagði einnig frá uppreisn Lamans og Lemúels og sona Ísmaels. Já, hann sagði þeim frá öllum uppreisnum þeirra. Og hann skýrði fyrir þeim allar heimildir og ritningar frá þeim tíma, er Lehí yfirgaf Jerúsalem og til líðandi stundar.

39 En þar með er ekki allt talið, því að hann útskýrði fyrir þeim aendurlausnaráætlunina, sem fyrirbúin var frá grundvöllun veraldar. Og hann fræddi þá einnig um komu Krists, og hann kynnti þeim öll verk Drottins.

40 Og svo bar við, að þegar hann hafði sagt þeim allt þetta og skýrt það fyrir konungi, fór svo, að konungurinn trúði hverju orði.

41 Og hann tók að ákalla Drottin og sagði: Ó Drottinn, vertu mér og þjóð minni amiskunnsamur í samræmi við þá ríkulegu miskunn, sem þú hefur sýnt Nefíþjóðinni.

42 Og þegar hann hafði mælt þetta, féll hann til jarðar sem dauður væri.

43 Og svo bar við, að þjónar hans tóku hann og báru hann til eiginkonu hans og lögðu hann í rúmið. Og hann lá sem lífvana í tvo daga og tvær nætur. En eiginkona hans, synir hans og dætur syrgðu hann að hætti Lamaníta og hörmuðu hann mjög.