Námshjálp
Ritningar


Ritningar

Orð, bæði rituð og töluð, af heilögum guðsmönnum þegar þeir eru undir áhrifum heilags anda. Hin opinberu, viðurkenndu helgirit kirkjunnar samanstanda í dag af Biblíunni, Mormónsbók, Kenningu og sáttmálum og Hinni dýrmætu perlu. Jesús ásamt höfundum Nýja testamentis litu á bækur Gamla testamentis sem ritningar (Matt 22:29; Jóh 5:39; 2 Tím 3:15; 2 Pét 1:20–21). Sjá einnig Tímatal í Viðaukanum.

Glataðar ritningar

Margra helgra rita er getið í ritningunum sem ekki finnast í dag, á meðal þeirra eru þessar bækur og höfundar: Sáttmálsbókin (2 Mós 24:7), bókin um bardaga Drottins (4 Mós 21:14), Bók hinna réttlátu (Jós 10:13; 2 Sam 1:18), Annálar Salómons (1 Kon 11:41), Saga Samúels sjáanda (1 Kro 29:29), Saga Natans spámanns (2 Kro 9:29), Saga Semaja spámanns (2 Kro 12:15), Skýringar Iddós spámanns (2 Kro 13:22), Saga Jehú Hananísonar (2 Kro 20:34), Saga sjáendanna (2 Kro 33:19), Enok (Júd 1:14), Orð Senokks, Neums og Senosar (1 Ne 19:10), Senos (Jakob 5:1), Senokk og Esías (He 8:20) og minningabók (HDP Móse 6:5); og bréf til Korintumanna (1 Kor 5:9), til Efesusmanna (Ef 3:3), bréf frá Laódíkeu (Kól 4:16) og til Júdasar (Júd 1:3).

Ritningar sem varðveita ber

Gildi ritninganna

Spáð um að ritningar komi fram