Ritningar
Kenning og sáttmálar 115


115. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Far West, Missouri, 26. apríl 1838, sem kunngjörði vilja Guðs varðandi uppbyggingu þess staðar og húss Drottins. Þessari opinberun er beint til yfirmanna og meðlima kirkjunnar.

1–4, Drottinn nefnir kirkju sína Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu; 5–6, Síon og stikur hennar eru vörn og athvarf hinna heilögu; 7–16, Hinum heilögu er boðið að reisa hús Drottins í Far West; 17–19, Joseph Smith hefur lyklana að ríki Guðs á jörðu.

1 Sannlega, svo segir Drottinn við yður, þjónn minn aJoseph Smith yngri, og einnig við þjón minn bSidney Rigdon og einnig þjón minn cHyrum Smith og ráðgjafa yðar, sem tilnefndir eru og síðar verða það —

2 Og einnig við þig, þjónn minn aEdward Partridge, og ráðgjafa hans —

3 Og einnig við trúa þjóna mína, sem eru í háráði kirkju minnar í Síon, því að svo skal það kallað, og við alla öldunga og alla í minni Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, sem dreifðir eru um heiminn —

4 Því að svo mun akirkja mín nefnd á síðustu dögum, já, bKirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

5 Sannlega segi ég yður öllum: aRísið og látið ljós yðar skína, svo að það verði þjóðunum btákn —

6 Og að asamansöfnunin á landi bSíonar og í cstikum hennar megi verða vörn og dathvarf fyrir storminum og hinni heilögu reiði, þegar henni verður skilyrðislaust eúthellt yfir gjörvalla jörðina.

7 Borgin Far West skal vera mér aheilagt og helgað land, og hún skal kallast heilögust, því að jörðin sem þér standið á er heilög.

8 Þess vegna býð ég yður að areisa mér hús fyrir samansöfnun minna heilögu, svo að þeir geti btilbeðið mig.

9 Og lát þetta verk hefjast, grundvöll lagðan og undirbúning hafinn, næsta sumar —

10 Og lát verkið hefjast fjórða dag næstkomandi júlímánaðar, og frá þeim tíma skal fólk mitt vinna ötullega að því að reisa nafni mínu hús —

11 Og lát þá að aári liðnu frá deginum í dag leggja aftur grundvöllinn að bhúsi mínu.

12 Og lát þá frá þeim tíma vinna ötullega, þar til því er lokið, frá hornsteini þess til mænis þess, þar til engu er ólokið.

13 Sannlega segi ég yður: Lát eigi þjón minn Joseph, eða þjón minn Sidney, eða þjón minn Hyrum, setja sig framar í skuldir við að reisa nafni mínu hús —

14 En lát reisa nafni mínu hús á þann ahátt, sem ég mun sýna þeim.

15 Og reisi fólk mitt það ekki á þann veg, sem ég mun sýna forsætisráði þess, mun ég ekki veita því viðtöku.

16 En reisi fólk mitt það á þann veg, sem ég mun sýna forsætisráði þess, já, þjóni mínum Joseph og ráðgjöfum hans, þá mun ég taka við því úr höndum fólks míns.

17 Og sannlega segi ég yður enn, að það er vilji minn að borgin Far West verði byggð upp í skyndi með samansöfnun minna heilögu —

18 Og einnig að aðrir staðir verði tilgreindir undir astikur í nærliggjandi héruðum, eins og sýnt verður þjóni mínum Joseph, er tímar líða.

19 Því að sjá, ég mun vera með honum, og ég mun helga hann fyrir fólkinu, því að honum hef ég afhent alykla þessa ríkis og þessarar helgu þjónustu. Já, vissulega. Amen.