Barnavinur
Um hvað hugsarðu?
Janúar 2024


„Um hvað hugsarðu?“ Barnavinur, janúar 2024, 42.

Um hvað hugsarðu?

Þegar ég set mér markmið, enda ég á að gleyma þeim. Hvernig næ ég markmiðum mínum?

– Reynandi í Reykjavík

Kæri Reynandi,

Engar áhyggjur: Þegar kemur að því að setja og gleyma markmiðum, þá ertu ekki sá eini/eina. Þetta er nokkuð sem margir eiga í erfiðleikum með. Við erum öll nokkuð góð í að setja markmið. Að þessum markmiðum – það er erfiði parturinn. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gætu verið gagnlegar!

Kærleikskveðjur,

Barnavinur

  1. Dreymið stórt en byrjið smátt. Það er frábært að skora á sjálf ykkur. Munið samt að lítil markmið eru líka kraftmikil. „Fyrir hið smáa og einfalda verður hið stóra að veruleika“ (Alma 37:6).

  2. Verið nákvæm. „Ég mun hjálpa til heima við.“ Þetta er allt í lagi markmið en frekar óskýrt. „Ég mun hjálpa til heima við með því að ganga frá eftir mig á hverjum degi.“ Þetta er frábært markmið. Það er nákvæmt. Það er áætlun.

  3. Segið frá markmiði ykkar. Ræðið markmiðið við foreldri, kennara eða vin. Biðjið þau að styðja ykkur. Stundum er það að einhver athugi hvernig gengur og hvetji ykkur áfram einmitt sú uppörvun sem þið þurftuð á að halda.

  4. Skrifið niður áminningar. Ef þið viljið muna markmið ykkar, skrifið þau þá niður. Setjið afrit af markmiðum ykkar þar sem þið sjáið þau á hverjum degi. Hafið þau litrík og skapandi!

  5. Hafið trú. „Við verðum að hafa trú á Guð,“ sagði M. Russell Ballard forseti. „Við verðum að hafa trú á Drottin Jesú Krist. Og ó, hve sárlega við þurfum að hafa trú á okkur sjálf.“* Þið getið það! Guð mun koma til hjálpar.

Ljósmynd
Alt text

Myndskreyting: Shawna J. C. Tenney

  • „Do Things That Make a Difference,“ Ensign, júní 1983, 71.