2010
Nýi strákurinn
júlí 2010


Unglingar

Nýi strákurinn

Ég átti erfitt með að falla inn í hópinn. Við fjölskyldan höfðum nýlega flutt milli landshorna. Það var stór hópur unglinga í nýju deildinni okkar, en þetta var í fyrsta sinn sem ég var „nýi strákurinn.“ Það versta var að ég þurfti að fara í nýjan skóla og ég fór strax að hugsa „hverjum get ég setið hjá í hádegismatnum?“ Kannski ég myndi hitta einhverja í kirkjunni, en ég vildi ekki vera boðflenna við borð einhverra annarra, sér í lagi þar sem ég vissi ekki hvort ég væri þar velkominn!

Fyrsti dagurinn í skólanum virtist engan enda ætla að taka. Að lokum hringdi hádegisverðarbjallan. Er ég gekk hægt inn í salinn bað ég til himnesks föður um að ég myndi rekast á einhvern sem ég þekkti. Ég leit í kringum mig eftir kunnulegu andliti. En sá ekkert. Ég tók því stefnuna á borð sem var hinu megin í matsalnum og borðaði hádegismatinn minn þar.

Síðar þennan dag, í stærðfræðitíma rakst ég á kunnuglegt andlit. Ég hafði hitt Davíð í trúarskóla yngri bekkjar um morguninn. Hann bað mig að sýna sér stundartöfluna mína og komst að því að við vorum í hádegismat á sama tíma. „Hvar varst þú í hádegismatnum í dag?“ spurði hann.

„Ég borðaði hinu megin í matsalnum,“ svaraði ég.

„En á morgun skaltu sitja hjá mér í matnum,“ sagði hann síðan.

Ég er þakklátur fyrir kærleiksríkan himneskan föður sem þekkir þarfir sérhvers okkar og svarar hverri bæn. Ég er einnig þakklátur þeim sem reiðubúnir eru að rétta fram vinarhönd. Eitthvað jafn einfalt og boðið hans Davíðs getur gert gæfumuninn.