2010
Ábyrgð okkar að ala upp komandi kynslóð
september 2010


Boðskapur heimsóknarkennara, september 2010

Ábyrgð okkar við uppeldi komandi kynslóðar

Lærið efnið og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar.

Ljósmynd
Relief Society seal

Trú • Fjölskylda • Liðveisla

Úr ritningunum

Okv 22:6; Ef 6:4; Enos 1:1; Alma 53:20–21; 56:47; 57:27

Fái komandi kynslóð ekki rétt uppeldi, gæti farið fyrir henni líkt og þeim sem lýst er í Mósía 26. Margir hinna ungu í þeirri frásögn trúðu ekki erfikenningum feðranna og skildu sig frá öðru fólki trúarlega og urðu þannig upp frá því. Hin upprennandi kynslóð gæti einnig afvegaleiðst, ef hún fær ekki skilið hlutverk sitt í áætlun himnesks föður.

Hvað er það þá sem tryggit wöryggi hinnar upprennandi kynslóðar? Í kirkjunni kennum við reglur endurlausnar og þær reglur eru fjölskylduvænar, reglur sem hjálpa komandi kynslóð að skapa fjölskyldu, kenna henni, og búa hana undir helgiathafnir og sáttmála – og síðan mun sú kynslóð kenna þeirri næstu og þannig koll af kolli.

Sem foreldrar, leiðtogar og kirkjumeðlimir, búum við þessa kynslóð undir blessanir Abrahams, fyrir musterið. Við berum þá ábyrgð að gera skýra grein fyrir lykilatriðum kenninga í yfirlýsingunni um fjölskylduna. Hlutverk og ábyrgð mæðra og feðra eru eilíf. Hvert okkar ber ábyrgð á öðru hvoru hlutverki áætlunarinnar, karls eða konu.

Við getum kennt þá kenningu hvar sem er. Við verðum að ræða um hjónabandið og fjölskylduna af virðingu. Og fordæmi okkar getur vakið hinni upprennandi kynslóð von og aukið henni skilning – ekki aðeins af orðunum sem við mælum, heldur einnig af því hvernig við skynjum og geislum fjölskylduandann.

Julie B. Beck, aðalforseti Líknarfélagsins.

Úr sögu okkar

Gordon B. Hinckley forseti ávarpaði systurnar á aðalfundi Líknarfélagsins, 23. september 1995, og sagði: „Í heimi okkar ríkir ringulreið stöðugt breyttra gilda. Skerandi raddir hrópa sjá hér eða sjá þar og virða einskis aldagamlar atferlisreglur.“1 Hinckley forseti kynnti síðan systrunum, kirkjunni og fólki alls staðar skjalið „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins.“

Á árunum þar á eftir hefur þetta spámannlega skjal verið þýtt á fjölmörg tungumál og því dreift meðal leiðtoga heimsins. Það hvetur borgara og stjórnmálaleiðtoga til „að varðveita og styrkja fjölskylduna sem grundvallareiningu þjóðfélagsins.“2

Yfirlýsing þessi hefur orðið megin trúarstoð Síðari daga heilagra um fjölskylduna, yfirlýsing sem við getum reitt okkur á og verið viss um að með því að lifa eftir reglum hennar, munum við styrkja fjölskyldur okkar og heimili.

Heimildir

  1. Gordon B. Hinckley, „Stand Strong against the Wiles of the World,“ Ensign, nóv. 1995, 99.

  2. Sjá „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ Vonarstjarnan, júní 1996, 10.

Hvað get ég gert?

  1. Hvernig get ég hjálpað systrum mínum að nota „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ við uppeldi upprennandi kynslóðar? Þið getið íhugað að gefa eintak af yfirlýsingunni og hjálpað systrunum að finna og merkja við þær ritningargreinar sem best kenna megin kenningar.

  2. Hvernig get ég alið önn fyrir hinni uppvaxandi kynslóð? Þið getið íhugað að ná til einhverra í deild ykkar, grein, fjölskyldu eða samfélagi, sem notið gætu umönnunar og ástúðar ykkar.