2012
Að framkvæma á tímum neyðar
ágúst 2012


Boðskapur heimsóknarkennara, ágúst 2012

Að framkvæma á tímum neyðar

Lærið efnið í bænarhug og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á. Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar.

Ljósmynd
Merki Líknarfélagsins

Trú, fjölskylda, líkn

Einn tilgangur okkar sem heimsóknarkennarar er að efla fjölskyldur og heimili. Systurnar sem við heimsækjum ættu að geta sagt: „Ef ég á í vanda, þá veit ég að heimsóknarkennarar mínir mun hjálpa án þess ég þurfi að spyrja þá.“ Í þjónustu okkar berum við ábyrgð á að vera meðvitaðar um þarfir þeirra systra sem við heimsækjum. Þegar við leitum innblásturs, vitum við hvernig bregðast á við andlegum og stundlegum þörfum hverrar systur sem okkur er falið að heimsækja. Við getum síðan, með því að nota tíma okkar, hæfileika, trúarbænir og andlegan og stundlegan stuðning, veitt samúðarfulla þjónustu á tíma veikinda, dauða eða álíka aðstæðna.1

Með hjálp greinargerða frá heimsóknarkennurum fær forsætisráð Líknarfélagsins vitneskju um þá sem hafa sérstakar þarfir, vegna líkamlegra eða tilfinningalegra veikinda, neyðarástands, barnsfæðinga, dauða, fötlunar, einmanaleika eða annarra erfiðleika. Líknarfélagsforseti lætur síðan biskup vita af niðurstöðum sínum. Hún samræmir aðstoð með hans leiðsögn.2

Sem heimsóknarkennarar getum við haft „mikla ástæðu … að fagna,“ vegna „[blessunarinnar] sem okkur hefur hlotnast; [að] við höfum orðið verkfæri í höndum Guðs til að vinna þetta mikla verk“ (Alma 26:1, 3).

Úr ritningunum

Matt 22:37–40; Lúk 10:29–37; Alma 26:1–4; Kenning og sáttmálar 82:18–19

Úr sögu okkar

Á fyrstu árum kirkjunnar voru meðlimir hennar fáir og miðstýrðir. Meðlimir gátu brugðist skjótt við þegar einhver var í neyð. Í dag eru meðlimir okkar yfir 14 milljónir og dreifðir víða um heim. Heimsóknarkennslan er hluti af áætlun Drottins til að hjálpa öllum börnum hans.

„Eina fyrirkomulagið sem virkar til að liðsinna og hughreysta í svo fjölmennri kirkju um heim allan, er með einstaklingsbundinni þjónustu þar sem fólk er nauðstatt,“ sagði Henry B. Eyring forseti, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu.

„… Hver biskup og hver greinarforseti hefur Líknarfélagsforseta sem hann getur reitt sig á,“ sagði hann líka. „Hún hefur heimsóknarkennara, sem þekkja erfiðleika og þarfir hverrar systur. Hún getur með þeirra hjálp þekkt hjörtu einstaklinga og fjölskyldna. Hún getur uppfyllt þarfir og hjálpað biskupnum í köllun hans að endurnæra einstaklinga og fjölskyldur.“3

Heimildir

  1. Sjá Handbook 2: Administering the Church (2010), 9.5.1; 9.6.2.

  2. Sjá Handbook 2, 9.6.2.

  3. Henry B. Eyring, í Daughters in My Kingdom: The History and Work of Relief Society (2011), 110.

Hvað get ég gert?

  1. Nota ég gjafir mínar og hæfileika til að blessa aðra?

  2. Vita systurnar sem ég vaki yfir að ég er fús til að hjálpa þeim þegar neyð kemur upp?