2015
Eiginleikar Jesú Krists: Syndlaus
febrúar 2015


Boðskapur heimsóknarkennara, febrúar 2015

Eiginleikar Jesú Krists: Syndlaus

Kynnið ykkur efnið sem hér er í bænaranda og leitið að því sem miðla á. Hvernig getur skilningur á lífi og starfi frelsarans aukið trú ykkar á hann og blessað þær sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.

Ljósmynd
Merki Líknarfélagsins

Trú, fjölskylda, líkn

Aðeins frelsari okkar, Jesús Kristur, var þess megnugur að framkvæma friðþægingu fyrir allt mannkyn. „Jesús Kristur, hið flekklausa lamb, lagði sig sjálfan fúslega á fórnaraltarið og greiddi gjaldið fyrir syndir okkar,“ sagði Dieter F. Uchtdorf forseti, annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu.1 Að skilja að Jesús Kristur hafi verið án syndar, getur eflt trú okkar á hann og hjálpað okkur að halda stöðugt boðorð hans, iðrast og verða hrein.

„Jesús var … vera, gerð af holdi og anda, en lét ekki undan freistingu (sjá Mósía 15:5),“ sagði öldungur D. Todd Christofferson, í Tólfpostulasveitinni. „Við getum komið til hans, … því hann skilur okkur. Hann skilur baráttuna og líka hvernig við fáum sigrað hana. …

… Kraftur friðþægingar hans megnar að afmá áhrif syndar í okkur. Þegar við iðrumst, mun friðþæging og náð hans réttlæta og hreinsa okkur (sjá 3 Ne 27:16–20). Það er eins og við hefðum ekki látið undan og gefið okkur freistingunni á vald.

Þegar við reynum dag fyrir dag og viku fyrir viku að feta veg Krists, nær andi okkar smám saman yfirhöndinni, baráttunni hið innra tekur að linna og freistingar hætta að angra okkur.“2

Viðbótarritningargreinar

Matt 5:48; Jóh 8:7; Hebr 4:15; 2 Ne 2:5–6

Úr ritningunum

Frelsarinn greiddi gjaldið fyrir syndir okkar, sem sonur Guðs, með syndlausu lífi, þjáningum sínum og úthellingu blóðs í Getsemane, dauða sínum á krossinum og upprisu sinni frá dauðum. Við getum iðrast synda okkar og orðið hrein að nýju fyrir friðþægingu Jesú Krists.

Benjamín konungur sagði fólki sínu frá friðþægingunni og spurði síðan hvort það tryði orðum hans. „Allir hrópuðu einum rómi og sögðu: … [Andinn] … hefur valdið svo mikilli breytingu á okkur, eða í hjörtum okkar, að við hneigjumst ekki lengur til illra verka, heldur stöðugt til góðra verka. …

Og við erum fúsir að gjöra sáttmála við Guð okkar um að gjöra hans vilja og hlýða öllum [hans] boðorðum“ (Mósía 5:1–2, 5).

Við getum líka upplifað „mikla breytingu,“ eins og fólk Benjamíns konungs gerði, sem [hneigðist] ekki lengur til illra verka, heldur stöðugt til góðra verka“ (Mósía 5:2).

Heimildir

  1. Dieter F. Uchtdorf, „You Can Do It Now!“ Líahóna, nóv. 2013, 56.

  2. D. Todd Christofferson, „That They May Be One in Us,“ Líahóna, nóv. 2002, 71.

Til hugleiðingar

Hver er munurinn á því að vera hreinn og fullkominn?