2016
Dætur hins eilífa föður
April 2016


Boðskapur heimsóknarkennara

Dætur hins eilífa föður

Kynnið ykkur efnið sem hér er, í bænaranda og leitið að því sem miðla á. Hvernig getur skilningur á „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ aukið trú ykkar á Guð og blessað þær konur sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.

Ljósmynd
Merki Líknarfélagsins

Trú, fjölskylda, líkn

Ljósmynd
elderly woman

Ritningarnar kenna að við séum „Guðs ættar“ (Post 17:29). Guð beindi orðum sínum til Emmu Smith, eiginkonu spámannsins Josephs Smith og sagði: „Dóttir mín“ (K&S 25:1). Í fjölskyldu yfirlýsingunni segir að sérhver okkar sé „ástkær andadóttir himneskra foreldra.“1

„Í fortilverunni lærðum við um kvenkyns-auðkenni okkar,“ sagði Carol M. Stephens, fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins.

„Jarðvist okkar breytti þessum sannleika ekki.“2

„Faðir ykkar á himnum þekkir ykkur með nafni og aðstæður ykkar,“ sagði öldungur Jeffrey R. Holland í Tólfpostulasveitinni. „Hann heyrir bænir ykkar. Hann þekkir vonir ykkar og drauma, þar með talið ótta ykkar og vonbrigði.“3

„Við tilheyrum öll fjölskyldu Guðs og okkar er þörf þar,“ sagði systir Stephens. „Jarðneskar fjölskyldur líta allar ólíkt út. Þó að við gerum okkar besta til að skapa sterkar, hefðbundnar fjölskyldur, þá er aðild okkar að fjölskyldu Guðs ekki háð neinni stöðu – hjúskaparstöðu, foreldrastöðu, fjármálastöðu, félagslegri stöðu eða jafnvel þeirri stöðu sem við setjum á samfélagsmiðlana.“4

Viðbótarritningagreinar

Jer 1:5; Róm 8:16; Kenning og sáttmálar 76:23–24

Úr sögu okkar

Í frásögn sinni um Fyrstu sýnina,5 staðfestir spámaðurinn Joseph Smith margan sannleika — þar á meðal að himneskur faðir þekki okkur með nafni.

Þegar Joseph var ungur maður reyndi hann að komast að því í hvaða kirkju honum bæri að ganga í, sem leiddi hann að Jakobsbréfinu 1:5. Joseph einsetti sér að spyrja Guð.

Morgun einn árið 1820 gekk hann til skógar og fann að myrkraöflin héldu aftur af honum. Um það ritaði hann:

„Einmitt á því andartaki mikillar skelfingar, sá ég ljósstólpa beint yfir höfði mér, skærari en sólin, og hann lækkaði hægt, uns hann féll á mig.

Hann hafði ekki fyrr birst en ég fann mig lausan undan óvininum, sem hélt mér föngnum. Þegar ljósið hvíldi á mér, sá ég tvær verur, svo bjartar og dýrðlegar, að ekki verður með orðum lýst, og stóðu þær fyrir ofan mig í loftinu. Önnur þeirra ávarpaði mig, nefndi mig með nafni og sagði, um leið og hún benti á hina: Þetta er minn elskaði sonur. Hlýð þú á hann!“ (Joseph Smith—Saga 1:16–17).

Heimildir

  1. „Fjölskyldan: „Yfirlýsing til heimsins,“ Líahóna, nóv. 2010, 129.

  2. Carole M. Stephens, „The Family Is of God,“ Líahóna, maí 2015, 11.

  3. Jeffrey R. Holland, „To Young Women,“ Liahona, nóv. 2005, 28.

  4. Carole M. Stephens, „The Family Is of God,“ 11.

  5. Sjá Gospel Topics, „First Vision Accounts,“ topics.lds.org.